Zao Organic – náttúrulegar og áfyllanlegar förðunarvörur

Zao Organic – náttúrulegar og áfyllanlegar förðunarvörur
Vörurnar fékk ég að gjöf

Nýlega fékk ég að prófa nýtt förðunarmerki sem heitir Zao Organic. Vörurnar eru 100% náttúrulegar og einnig að hluta lífrænar. Hlutfall lífrænna hráefna fer eftir hverri og einni vöru og koma þær upplýsingar skýrt fram á miða sem fylgir vörunni.

Ég hafði verið að fylgjast með þessum vörum í smá tíma og var því mjög spennt þegar ég sá að mena.is var farin að flytja þessar vörur inn. Það sem greip mig strax að vörurnar eru náttúrulegar, grænkera vænar, í umhverfisvænni umbúðum og flestar eru þær áfyllanlegar. Umbúðirnar eru meðal annars úr bambus.

Ég viðurkenni að ég nota förðunarvörur ekkert rosalega mikið, yfirleitt er ég ómáluð dags daglega en þegar ég nota förðunarvörur vil ég einmitt að þær séu náttúrulegar og að mér líði vel í húðinni þegar ég nota þær. Vörurnar eru meðal annars með ECOCERT vottun sem er vottun fyrir lífrænar vörur, cruelty free og vegan vottun, vottun fyrir því að vörurnar séu glúten lausar og að þær séu áfyllanlegar. Vörurnar koma í bómullarpokum sem er um að gera að nýta áfram en verið er að vinna í því að skipta úr bómull í bambus.

Vörurnar innihalda nærandi efni svo sem bambus, aloe vera, ginko biloba, lífrænt shea smjör, lífrænt hrísgrjóna púður, aprikósu olíu, lífrænt granateplasmjör svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að skoða myndbönd á vefsíðu Zao Organic hvernig fyllt er á vörurnar með áfyllingunum.

Ég fékk kinnalit í litnum brown orange sem inniheldur meðal annars extrakt úr rauðum þörungum og 10% lífræn efni. Kinnaliturinn kemur mjög fallega út og er ég ánægð með það hversu litsterkur hann er, það þarf mjög lítið í einu og þar af leiðandi endist varan einnig vel. Einnig langar mig að prófa ljóma púðrið við tækifæri.

Farðinn er gjörsamlega æðislegur og er held ég uppáhalds varan mín af þeim sem ég er búin að prófa. Hann gefur meðal þekju sem er þó auðvelt að byggja upp, en áferðin er samt svo létt og góð. Mér líður virkilega vel í húðinni með farðann, ég finn svo lítið fyrir honum auk þess sem hann endist nokkuð vel. Farðinn inniheldur meðal annars möndlu olíu, jojoba olíu og shea smjör og 20% lífræn efni. Hann er því mjög nærandi og hentar minni þurru húð mjög vel. Ég nota ljósasta litinn, númer 710 og passar hann mér fullkomlega. Farðinn fær 10 í einkunn hjá mér. Þegar ég skoðaði áfyllingar myndbandið tók ég eftir því að áfyllingin kemur í plasti og ef ég á að vera 100% hreinskilin þá setti ég vissulega smávegis spurningarmerki við það. Vörumerkið er þó að standa sig mun betur í umbúðum en flest öll förðunar merki sem ég þekki og veit ég ekki um neitt annað merki með áfyllingar kerfi á Íslandi. Ég hafði einnig samband við Zao Organic og spurði út í þær áfyllingarvörur sem kæmu í plasti en verið er að vinna í því að minnka plast eins og unnt er.

Tvenns konar maskarar eru í boði og prófaði ég þennan maskara sem á að þykkja og vernda. Maskarinn er mjög mildur og hentar því viðkvæmum augum en hann inniheldur meðal annars avocado olíu. Ég verð að viðurkenna að mér finnst hann lengja frekar en þykkja, en hann greiðir mjög vel úr hárunum. Burstinn er sveigjanlegur og því hægt að snúa honum eins og hentar og er önnur hliðin til þess að lengja og hin hliðin til þess að þykkja. Við eðlilegar aðstæður finnst mér hann ekki smita en ef hann hentar eflaust ekki þeim sem tárast mikið eða eiga almennt í vandræðum með maskara smit. Um daginn fór ég út í glampandi sól án sólgleraugna og táraðist nokkuð, en við það smitaðist maskarinn svolítið. Ég hef verið að grípa í þennan maskara seinustu daga því ég finn mjög lítið fyrir honum sem er virkilega þægilegt en ég er með frekar þurr augu (sérstaklega þar sem ég vinn við tölvu undir snarskærum flúorljósum) og geta sumir maskarar pirrað mig við þessar aðstæður. Maskarinn kemur mjög fallega út, og hentar mér mjög vel dags daglega.

Blýantarnir fyrir augu, varir og augabrúnir eru mjög mjúkir og þægilegir í notkun en ég fékk blýant í litnum 613 sem er svolítið grá-brúnleitur. Ég nota hann á augnlokið sem augnblýant og mýki línuna aðeins með bursta.

Þrenns konar varalita tegundir eru í boði: mattir, soft touch og varalitir með gljáa. Ég fékk að prófa soft touch sem eru aðeins mýkri týpa en möttu litirnir, en þeir eru samt sem áður án gljáa. Mér þeir virkilega meðfærilegir og þægilegir í notkun, ég þarf ekki að nota varablýant með þeim frekar en ég vil, þar sem það er auðvelt að móta varirnar. Liturinn sem ég er með er númer 433 og er brúnleitur með smá keim af appelsínugulum þegar hann er kominn á húðina. Virkilega frísklegur og vorlegur litur! Ég er mjög spennt að prófa fleiri liti.

 

Þrátt fyrir að vera að vinna í átt að ruslminni lífsstíl þá er ég ekki tilbúin til þess að gefa förðunarvörur alveg upp á bátinn. Því er ég afskaplega ánægð með þessar vörur og að þær séu loksins fáanlegar á Íslandi. Ég mæli með að skoða úrvalið í persónu ef þið hafið kost á því en mena.is er með opið mánudögum og fimmtudögum kl. 11-15 í Sundaborg 5. Einnig verða þau með opið á litlum POPUP markaði í Sundaborg á laugardaginn (6.4.19), sjá viðburð hér. Netverslunin er þó að sjálfsögðu alltaf opin. Vörurnar fást einnig í Vistveru.

Þar til næst!

 

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments