Ensk útgáfa fyrir neðan
Eins og flestir vita sem eru að fylgjast með mér á einhverjum samfélagsmiðlum er Tryggvi minn á sjó. Hann er úti í 4-5 vikur og heima í 1-2 svo ég persónulega veit um eiginmenn sem eru meira heima, en svona er sjóaralífið víst. ANYWHO! Í sumar ræddum við vel möguleikann á að fá okkur au-pair þegar liði á haustið þar sem ég yrði í vinnu, hann útá sjó og börnin á leikskóla. Okkur vantaði að dekka þetta smá bil frá því að Hulda María kláraði leikskólann og þar til ég kláraði að vinna þar sem okkur fannst hún hreinlega ekki tilbúin til að vera lengur á leikskólanum en 9-12.20. Ég mæli algjörlega með þessu því maður lærir ótrúlega mikið sjálfur, og það er alls ekki slæmt að Hólmgeir Logi er orðin svo góður í ensku að við Tryggvi verðum að læra þýsku til að geta talað um jólagjafirnar.
Svo ég lagðist í rannsóknarvinnu, talaði við fólk sem ég þekki sem hafa verið með au-pair og frétti þar af síðu sem heitir Workaway.info og er til að tengja saman fólk sem óskar eftir auka höndum og fólki sem vill kanna heiminn og upplifa menningu annara landa. Síðan er þannig upp sett að þú býrð til þinn prófíl og skrifar eftir hverju þú óskar, um þína fjölskyldu og allt mikilvægt sem þú telur að þurfi að koma fram. Hægt er svo að skrifa umsögn um hverja fjölskyldu eftir dvölina, gefa þeim einkunn, deila myndum og þar fram eftir götunum.
Nú kemur væmni parturinn;
Ég skráði okkur inná þessa síðu og hálfpartinn gleymdi þessu svo. Þangað til að einn daginn fékk ég e-mail frá stelpu sem heitir Olivia, var 18 ára og bjó í Bandaríkjunum en það var akkúrat það sem við vorum að leita að (manneskja frá enskumælandi landi). Það var eitthvað sem sagði mér að þessi stelpa myndi smell passa inní heimilislífið okkar svo ég ákvað að svara henni og bjóða henni að koma til okkar. Við skiptumst á e-mailum fyrst og ákváðum svo að tala saman á skype. Hana langaði til að koma og vera hjá okkur í 7 vikur og upplifa íslenska menningu og kynnast okkar siðum. Hún ætlaði fyrst að koma í byrjun september, en óvænt breyttist það og hún kom í lok ágúst og þið vitið ekki hvað ég er þakklát fyrir þessa nokkra auka daga sem við fengum með henni.
Við hefðum ekki getað lent á yndislegri manneskju, hún varð strax eins og partur af fjölskyldunni og ég sem hélt þetta gæti orðið vandræðalegt – þið vitið, að einhver alveg ókunnugur búi inná heimilinu þínu. Börnin elskuðu hana frá byrjun, og þegar ég segi börnin meina ég Hólmgeir Logi – Hulda María er alltaf tortryggin en hún var byrjuð að mildast svona undir lokin! Olivia tók fullann þátt í öllu heimilisstarfi frá byrjun, við ferðuðumst helling innan norðurlandsins, eyddum helling af tíma með fjölskyldunni minni, fórum á tónleika, horfðum á Bold and the beautiful, bökuðum og skemmtum okkur konunglega í réttum.
Við erum ótrúlega heppin að hafa lent á jafn góðri manneskju, svo hjartahlý og einlæg að þó við séum alveg ótrúlega ólíkar þá er hún eins og systirin sem ég eignaðist aldrei.
Takk fyrir allt Olivia.
English;
Like most people know that follow me on social media my husband works at sea. He works away for 4-5 weeks and then comes home for a week or two. This last summer we talked about getting an au-pair in the fall because I’d have work, he’d be away and the kids would be in kindergarten. We needed to fix that hour and half between Hulda finishing kindergarten till I got home from work since we didn’t feel like she was ready to stay longer. I completely wholeheartedly recommend getting an au-pair if you’re in a position to host one, I learned so much from having Olivia around and Hólmgeirs english has gotten so good me and my husband will probably have to learn german to be able to talk about christmas presents, you know pots have ears and all.
BUT! I started trying to find ways to find a good au-pair. I spoke to people I know that have used various sites that help people connect and finally found the right one called Workaway.info. The site is designed so you can put up your own profile and write exactly what you’re looking for, everything about your family and other important things you want to put out there. Then you can also write reviews about your host/workawayer after the stay, rate them, share pictures and so on.
Now queue the waterworks my dear,
I made a profile on the site and then ofcourse forgot about it. Untill one day I got an e-mail from an 18 year old girl called Olivia. Olivia was from the states which is exactly what we were looking for (english speaking person). There was something that told me that she’d be the perfect fit to our family so I emailed her back (totally not right away though because I’m a dweeb and forget everything) and offered her to stay with us. We exchanged e-mails first and then decided to talk over skype. She wanted to come and stay with us for 7 weeks and experience Icelandic culture and help around the house. Her plan originally to come at the beginning of september but that changed and she came at the end of august and I swear you don’t know how greatful I am for those few extra days we got with her.
We couldn’t have gotten a sweeter au-pair, she immidiatly became one of your family (Hólmgeir even told her she was family and that she was beautiful and it was perfect). And I thought before she came that this might be akward, you know having a stranger in my house. How wrong I was! The kids loved her from the start, and when I say the kids I mean Hólmgeir, Hulda was her regular suspicious self untill the end she was starting to get a little bit softer around the edges. Olivia took part in our lives fully from day one, we traveled a lot within the north, spent time with my extended family, went to concerts, watched plenty of Bold and The Beautiful, baked pancakes and had a blast herding sheep.
We are so lucky to have met you Olivia, you have the kindest heart and you are now forever a part of our family.
Despite how different we are, you are like the sister I never had.
We love and miss you and cannot wait till we meet again.
Thank you.
Author Profile

-
Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.
Latest entries
Annað2020.02.18Kveðjustund
Uncategorized2019.12.31THE DECADE CHALLENGE
Afþreying2019.12.15TIK TOK – Erum við nógu meðvituð?
Annað2019.12.06ROKK OG RÓMANTÍK ÓSKALISTI
Facebook Comments