MARR vefverslun

Varan sem um ræðir fékk ég að gjöf óháð umfjöllun.

Um daginn var ég að skoða instagram, þið vitið – discover hlutann og þar rekst maður oft á eitthvað fallegt. Í þetta skiptið fann ég vefverslun sem heitir MARR. En MARR samanstendur af hjónunum Ninnu og Pálma en þau sérhæfa sig í að gera fallega húsmuni úr íslensku hráefni. Þau gera vegghengi, hillur og blómahengi og eru þau að notast við svokallaða “macramé” aðferð sem er gömul hnýtingaraðferð (sem ég veit reyndar ekkert um nema það sem google sagði mér en fallegt er þetta!).

Þetta eru allt saman ótrúlega vandaðar og gullfallegar vörur og greinilegt að þau leggja mikinn metnað í hverja og eina vöru, ekki skemmir fyrir að sjaldan hef ég kynnst jafn kurteisi og yndislegri konu og henni Ninnu en hengið var komið til mín í pósti aðeins örfáum dögum eftir að við töluðum saman.

 2017-04-01_15.03.59

Vegghengið sem ég fékk að velja mér er úr blandaðri ull en það á eftir að sóma sig prýðilega inni hjá Huldu Maríu þegar við fáum nýja húsið okkar afhent. Mig klægjar svo líka í puttana að versla meira þarna en ég er alveg klár á því að ég mun eiga fleiri vörur frá MARR heima hjá mér – helst í hverju herbergi!

Hægt er að finna MARR á eftirfarandi miðlum;
Heimasíðan þeirra er MARR.is
Facebook síðuna þeirra má sjá hér
Og svo mæli ég með að þið kíkið á Instagrammið þeirra hér.

Einnig er gott að taka fram að þau verða með vörurnar sínar á Amazing Homes sýningunni í Laugardalshöllinni núna í maí og hvet ég alla til þess að leggja leið sína þangað og skoða hjá þeim og að vörurnar þeirra fást núna í Litlu Hönnnarbúðinni sem er standsett við Strandgötu 17 í Hafnarfirði.

Má svo til með að sýna ykkur 2 hluti sem mig langar í frá þeim en á heimasíðunni þeirra getiði séð allar vörurnar og verð.

MARR-21.jpg

Læt mig dreyma um þetta blómahengi en þau koma í 3 litum og kosta aðeins 4.900kr !

MARR-14.jpg

Og þessi hilla. Hægt er að velja um að fá einfalda, tvöfalda og þrefalda og kosta þær á bilinu 13.900-21.900kr

Þangað til næst

Ingibjörg.jpg

 

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *