Valgerður Sif – Kynningarblogg

Valgerður Sif – Kynningarblogg

Kæru lesendur,

Valgerður Sif heiti ég og er nýr bloggari hér hjá Öskubusku.is. Ég er 26 ára Reykjavíkurmær, búsett í Breiðholti ásamt manni mínum Berki og syni okkar Jökli Mána. Þann 8.ágúst 2016 breyttist líf mitt til hins betra en þá kom sonur okkar í heiminn og gætum við ekki verið hamingjusamari með þetta nýja hlutverk. Jökull Máni er fæddur með talipes equinovarus (klumbufót) og hafa hans fyrstu 7 mánuðir verið hálfgerður rússíbani. Honum fylgja spelkur og ansi margar læknisheimsóknir en auðvitað tekur maður þessu með jafnaðargeði eins og öllu öðru sem uppá kemur!

 

Ég er enn í fæðingarorlofi og hefur sá tími verið vel nýttur með fjölskyldunni. Ég elska að ganga, já ég hljóma svolítið eins og Forrest Gump (hann hljóp Sif) en ég segi það! Ég elska að ganga! Hvort sem það er gönguferð með soninn um Elliðárdalinn, fjallgöngur eða bara út í búð! (djók) Mér þykir einstaklega gaman að prjóna og hekla og skapa fallegar flíkur, bæði á mig og son minn, einnig er ég frábær bakari (algjörlega að eigin sögn) og hef ég verið að prófa mig áfram í kökuskreytingum með sykurmassa. Ég er algjör sælkeri og nýt þess að skipuleggja veislur. Ef það er ekki tilefni þá bara bý ég það til! Ég kem til dyranna eins og ég er klædd, alltaf stutt í hláturinn og grínið og hlakka ég mikið til að sýna ykkur það sem ég geri best og deila með ykkur sniðugum hugmyndum, fallegum og gómsætum uppskriftum og almennum hugrenningum mínum.

  

ValgerðurSif

Facebook Comments

Share: