Út fyrir landsteinana: Dubrovnik // Traveling: Dubrovnik

Út fyrir landsteinana: Dubrovnik // Traveling: Dubrovnik

Við Biggi fórum til Dubrovnik í Króatíu í maí, en vinnustaður hans planar ca. annað hvert til þriðja hvert ár slíka ferð, í staðin fyrir árshátíð. Það safna allir í ferðasjóð og svo er kosið um hvert skal fara. Mér finnst þetta snilldar fyrirkomulag, þetta hristir fólk saman en oft verður líka staðsetning fyrir valinu sem manni hefði ekki dottið sjálfum í hug að velja.

Dubrovnik kom verulega á óvart, ég vissi lítið um staðinn og sló fegurð þess mig alveg út af laginu. Byggingarstíllinn er allt annar en við í Skandinavíu erum vön, en ó svo fallegur og magnaður. Það eru þó nokkrir áberandi kastalaturnar og veggir en þessi staðsetning er vinsæl í tökur fyrir kvikmyndir og þætti, og má þar nefna þættina Game of Thrones.

-English-

Me and Biggi went to Dubrovnik in Croatia in May. His workplace has a tradition to go abroad evert second to third year. Everybody pays a small fee each month that goes towards their travel fund and then there is a voting where to go next. I love this tradition as this brings a lot of people together and the destination chosen is often something you wouldn’t think of choosing yourself.

Dubrovnik definitely suprised me with its beauty, as I didn’t know much about the city. The architecture is quite different from our Scandinavian style, and so so beautiful. There are a few castle towers and walls that stood out that makes this place popular in the filming industry,  and this landscape was for example used as setting in the series Game of Thrones .

Við gistum á hóteli sem heitir Sheraton Dubrovnik Riviera og vorum við hæstánægð með aðstæður og þjónustu. Herbergin voru rúmgóð og falleg, flott sundlaugarsvæði og bæði spa og lítill ræktarsalur á staðnum. Ræktin var svo sem ekki til að hrópa húrra fyrir, en ég hef nú séð það verra og voru nokkur tæki ásamt hlaupabrettum, handlóðum, sippubönd og nuddrúllur. Ég var sérstaklega þakklát fyrir nuddrúllurnar eftir langa daga á fótum og var 24/7 aðgangur að ræktinni.

Hótelið er í ca. 15.mín akstursfjarlægð frá gamla bænum þannig það var mjög friðsælt hjá okkur en aftur á móti ekki margir veitingastaðir í grenndinni.

-English-

We stayed at Sheraton Dubrovnik Riviera and we really liked the accommodation and service at this hotel. The rooms were spacious and pretty, the swimming pool area was really nice and there was even a spa and small gym area. The gym wasn’t amazing but I’ve seen it worse at hotel gyms. There were a few devices there for lifting and running, some dumbbells, skipping ropes and foam rolls. I was expecially grateful for the foam rolls after long days on my feet and you could access the gym 24/7. The hotel is about 15.min of driving from Dubrovnik old town so it was very peaceful but not so many restaurants close by.

Á hótel svölunum // At the hotel balcony

Ég á oft erfitt með hótel morgunmat en úrvalið er ekki alltaf það besta. Á Sheraton fékk ég mér yfirleitt baunir, steikt grænmeti, ferskt grænmeti og ferska ávexti í morgunmat sem mér fannst frábært.

Ég ætla að vera hreinskilin og segja að veganismi er lítið þekktur í Dubrovnik. Flestir vissu ekki hvað það þýddi og þörf var á að útskýra það vel, og fjöldi staða sem merktir voru á Happy Cow appinu með vegan úrval voru svona 4-5. Ég borðaði því yfirleitt vel af baunum í morgunmat og svo var reynt að velja grænmetisrétti á veitingastöðum og láta “veganvæða” þá. Flestir veitingastaðir voru meira en til í að græja rétti án dýraafurðan ef staðan var útskýrð vel. Oftast var ég að fá mér ostalausar pizzur, pasta eða salat.

-English-

I often have a hard time getting good breakfast at hotels as the buffets don’t always have a lot of vegan options. I usually had beans, sautéed veggies, fresh veggies and fresh fruit for breakfast at Sheraton, which I think is great.

Let me be honest: veganism is not a well known term in Dubrovnik. Most people didn’t know what it meant so it was necessary to explain it well. Number of places listed on Happy Cow with vegan options were about 4-5.

I usually ate a lot of beans for breakfast for protein, then tried to choose vegetarian dishes at restaurants and ask for them to be “veganized” (I of course explained how). Most restaurants were more than happy to fix something up without animal products. I usually had pizza without cheese, pasta or salads.

Veganvætt risotto á staðnum Lucin Kantun // Veganized risotto at Lucin Kantun

Nishta er eini vegan veitingastaðurinn í Dubrovnik og er gífurlega vinsæll. Við fórum nokkur saman einn daginn en hann er mjög lítill og mikið að gera, svo það þarf að bóka borð með fyrirvara. Ég sendi þeim skilaboð á facebook til að bóka borð en ca. sólarhringur í fyrirvara dugði til (á þessum tíma). Það var æðislegt að geta sest niður og pantað sér hvað sem er. Við deildum milli okkar vegan nachos en ég pantaði mér svo vegan naan brauð og crepes með linsubaunum og epla-mintu sósu. Biggi fékk sér falafel vefju sem bragðaðist mjög vel! Í eftirrétt fengum við okkur súkkulaði hráköku sem ég get einnig mælt með. Topp staður!

-English-

Nishta is the only vegan restaurant in Dubrovnik and it is very popular. I went with a group of friends one day and the place is tiny and busy, so it is important to order a table with notice (24hour notice was enough in May). I simply send them a message on facebook to order. It was awesome to be able to sit down and just order whatever I wanted. We shared vegan nachos and then I ordered vegan naan and crepes with lentils and apple-mint sauce. Biggi had a delicious falafel wrap. We had some chocolate raw cake for dessert that I can definitely recommend.

Við fórum m.a. í kayak ferð, jeppa safari, sóluðum okkur og röltum um gamla bæinn. Ég ætla að leyfa myndunum að tala en ég get ekki annað en mælt með því að kynna sér þessa gullfallegu borg.

-English-

We went on a kayaking trip, buggy safari, did some sunbathing and walked around the old town. I’m going to end this with a few photos from our trip and I really recommend checking out this beautiful city.

LINDEX shorts      VERO MODA lace top      Matt&Natt sandals 

Banje beach

TRIANGL Gigi bikini

Cool kids

Ég fann meira að segja vegan ís // I even found vegan ice cream

WILLS VEGAN SHOES sandals

Þangað til næst!

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments