Uppskrift // Bláberja og quinoa hafraklattar

Uppskrift // Bláberja og quinoa hafraklattar

 

Ég er að vinna í bloggi sem inniheldur mín uppáhalds vegan millimál en ég vil hafa það ítarlegt, með myndum og linkum á uppskriftir þar sem á við. Því vildi ég setja inn uppskrift af þessum skemmtilegu bláberjaklöttum svo ég geti vísað í hana seinna. Aðal uppistaðan eru bláber, hafrar og quinoa. Quinoa er ein af mínum uppáhalds korntegundum því það er próteinríkt (miðað við mörg önnur korn), næringarríkt og fljótlegt í suðu. Ég sýð 1 bolla af quinoa á móti 2 bollum af vatni og tekur það ca 10mín frá suðu að verða tilbúið. Mér finnst þessir klattar virkilega góð tilbreyting frá þeim hefðbundnu og er tilvalið að nýta bláberjatíðina og smella ferskum berjum í uppskriftina.

-English-

I‘m working on a blog about my favorite vegan snacks, I want to keep it thorough, including photos and links to recipes. That‘s why I wanted to add this recipe of blueberry oatmeal bars. The main components are blueberries, oats and quinoa. Quinoa is one of my favorite type of grain as it is rich in protein (compared to many other grains), full og nutrients and cooks quickly. I boil 1 cup of quinoa with 2 cups of water, it takes around 10 minutes from boiling until it is ready. I love these bars and think they are a nice change from the regular ones. It‘s a great idea to use the blueberry season to get fresh ones and make this recipe.

 

Hráefni // Ingredients

– 1,5 bolli hafrar // 1,5 cup oats

– 1 bolli soðið quinoa (ég sýð 1 bolla af quinoa í 2 bollum af vatni) // 1 cup cooked quinoa

– 1 tsk lyftiduft //  1 tsp baking powder

– 1/3 bolli kókospálmasykur (má breyta í hrásykur) // 1/3 cup coconut sugar

– 1 bolli stappaðir bananar (ca 2 miðlungs) // 1 cup mashed bananas (around 2 medium sized)

– 2 hör “egg” // 2 flaxseed eggs

(1 höregg = 1 mtsk mulin hörfræ + 2 mtsk vatn)

– 2 mtsk hnetusmjör // 2 tbsp peanut butter

– 2 mtsk sítrónu safi // 1 tbsp lemon juice

– 1 tsk vanilla extrakt // 1 tsp vanilla extract

– 1,5 bolli fersk eða frosin bláber  // 1,5 cup fresh or frozen blueberries

 

Aðferð

Ofninn er forhitaður í 175°C. Hrærið saman mulin hörfræ og vatn, leyfið því að standa í 5 mín svo að blandan þykkni og virki sem bindiefni.

Þurrefnin eru hrærð saman (hafrar, quinoa, sykur og lyftiduft). Banana, hnetusmjöri, hör eggjum, sítrónusafa og vanillu er blandað saman í matvinnsluvél eða hrærivél. Blautefnunum er þá blandað við þurrefnin.

Bláberjum er loks blandað varlega saman við degið og það bakað í 30mín. Leyfið bökunni að kólna áður en skorið er í klatta.

-English-

Heat your baking oven to 175°C/ 338°F. Mix together ground flaxseeds with water and put aside for 5 minutes or until the mixture has thickened. Stir together dry ingredients (oats, quinoa, sugar and baking powder). Mix together banana, peanut butter, flaxseed eggs, lemon juice and vanilla in a stand mixer. Add wet ingredients to dry ingredients.

Add blueberries carefully with a spatula and bake the batter for 30mins. Let it cool down before cutting up in squares.

 

Þar til næst!

 

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments