Uppáhaldsöppin – Selma

Uppáhaldsöppin – Selma

 

Ég er voðalegur aðdáandi þess að fólk deili því sem því þykir nytsamlegt eða skemmtilegt.
Það hefur svo sem einnig komið fram að ég er mikill aðdáandi top 10 lista !
Öpp eru alger snilld og líka óttalegt rusl, svo ég ætla að deila með ykkur því sem er ekki rusl.

 

Hver er að hringja!

Stundum er bara ekki stemmning fyrir því að svara nýjum tilboðspakka frá símfyritæki eða tilboði lífs míns á líftryggingu og þá er ágætt að geta bara séð hver er að hringja.

 

Hlaðvarp á mig eða þessi þvottur verður ekki brotinn saman

 

Mánudagar eru Dómsdagar, fimmtudagar eru Morðcastdagar, Mistería og ÞAVG eru líka möst og ótrúlega mikið næs að geta hlustað á 95Blö án laga og auglýsinga!

 

Skannað’etta bara

 

Sparar þér ótrúlega mikið að geta komið umsóknum á sýslumann, þjóðskrá, Lín, bankann eða hvað það nú er bara með tölvupósti.

 

Í hverju lék hann aftur!

 

Já ég bara get ekki haldið áfram að horfa á bíómyndina ef ég finn ekki út hvaðan ég kannast við leikara! Svo ég þarf app..

 

Læknir (við hvaða spurningu heimsins): „og hvar ertu stödd í tíðahringnum?“

Já ég hef bara yfirleitt ekki hugmynd um það, ég er ekki ein þeirra sem gengur eins og klukka..

 

You have 354 items in your cart!

Það er hollt að láta sig langa sagði mamma mín alltaf. Ég geri það reglulega þegar ég raða í körfuna mína á Ali.

Myndamöndl af öllu tagi

 

Ég er ekkert ótrúlega flink í svona og ég ræð ekki við að vera með milljón mismunandi öpp og ekkert þeirra gerir sama hlutinn, ég þarf eitt sem gerir semí allt bara! Pic Collage er mitt lieblings.

 

„Hvenær ertu í skólanum á miðvikudaginn?“

Ræð alls ekki við að muna kl hvað tímarnir í skólanum byrja og enda !

 

„Hvenær eigum við að hittast stelpur?“

Það er minna mál fyrir mig að finna mér nýja vini heldur en finna tíma þar sem vinkonurnar eru allar lausar til að hittast..! Svo við brugðum á það ráð að horfa á okkur sem stóra fjölskyldu og erum allar með FamCal app þar sem við getum séð hverjar eru lausar hvenær.

Fallegt, einfalt og engar auglýsingar

 

Sumir foreldrar grípa stundum í símann þegar ekkert annað virkar til að halda barninu vakandi frá Hafnarfirði og upp í Mosó. Það er samt óþolandi hversu mörg öpp fyrir börn eru rusl, innihalda einhvern óbjóð eða gera krökkunum kleift að fara hálfaleið í að panta innanlandsflug á Ísafjörð út frá einhverri auglýsingunni. Þetta app er einfalt, saklaust og inniheldur ekkert enskt tal! Mæli með Lego Juniors og bara alment með Lego og Duplo öppunum.

Author Profile

Selma

Selma er 27 ára móðir frá Húsavík. Búsett í Reykjavík ásamt syni sínum Val Frey (2017). Hún er með Ba. próf í almennum málvísindum og leggur nú frekari stund á nám í íslensku við Háskóla Íslands. Áhuginn liggur í flestu tengdu Íslandi og íslensku en einnig öllu sem viðkemur móðurhlutverkinu, heimilinu, lífsstíl, þrifum, skipulagi og svo mörgu öðru.


Facebook Comments