Mínar uppáhalds snyrtivörur ársins 2018

Mínar uppáhalds snyrtivörur ársins 2018

Stjörnumerktar (*) vörur fékk ég að gjöf óháð umfjöllun.

Ég safnaði saman mínum uppáhalds vörum ársins 2018. Vörurnar eru allt frá því að hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér til margra ára eða vörur sem ég kynntist á árinu og eru í miklu uppáhaldi. Ég vitna í vefverslanir fyrir flestar vörur en flestar vörurnar fást hérna á Íslandi, t.d. í Hagkaup en aðrar vörur fást ekki á Íslandi en þá er hægt að kaupa þær hjá m.a. Sephora, CultBeauty (senda til Íslands).

Yves Saint Laurent Touche Eclat Blur Primer (fæst í Hagkaup)|| Estee Lauder Double Wear|| Nars Radiant Creamy Concealer|| Laura Mercier Translucent Loose Setting Powder|| Max Factor Cream Bronzer*||Becca Champagne Pop|| Guerlain Terracotta Powder (fæst í Hagkaup)|| Smashbox Photo Finish Primer Water.

YSL blur primerinn er primer sem inniheldur gullagnir og gefur manni mjög fallegan ljóma. Ég nota þennan við fínni tilefni og útkoman er ekkert smá falleg. Á árinu keypti ég mér loksins Estee Lauder DoubleWear farðann, en mig hefur langað að prófa hann í nokkur ár. Farðinn þekur vel og helst vel á allan daginn. Í mörg ár hef ég keypt mér hyljarann frá Nars. Þetta er langt um besti hyljari sem ég hef prófað. Þegar ég er búin að setja primer, farða og hyljara þá set ég laust púður yfir andlitið og ég nota Laura Mercier púðrið til þess. Næst nota ég yfirleitt sólarpúður frá Guerlain (ef ég vil matta áferð) eða Maxfactor* (ef ég vil meiri ljóma) og Champagne Pop frá Becca. Ég enda svo á því að spreya Photo Finish Primer Water frá Smashbox yfir andlitið.

Yves Saint Laurent The Curler Mascara (fæst í Hagkaup) || Kat Von D Tattoo Liner (fæst í Sephora) || Max FactorBrow Shaper* || Urban Decay Eyeshadow Primer (fæst í Hagkaup) || Anastasia Beverly Hills Modern Renaissance|| Artdeco Soft Liner Waterproof (fæst í Hagkaup) || Nars Audacious Lipstick|| Max Factor Velvet Matte*.

Í mörg ár hef ég notað Babydoll maskarann frá YSL en ákvað að prófa nýja maskarann frá þeim The Curler Mascara. Maskarinn smitast ekki á augnlokið, ekki einu sinni á æfingu (allavega af minni reynslu). Ég nota yfirleitt eyeliner þegar ég farða mig og það sem ég elska við Tattoo Linerinn er hárburstinn. Það er svo auðvelt að setja eyelinerinn, hvort sem það er þunn eða djörf lína. Til þess að móta augabrúnirnar nota ég Brow Shaper frá Max Factor*. Uppáhalds augnskugga pallettan mín er Modern Renaissance frá Anastasia Beverly Hills. Litirnir eru ekkert smá fallegir og augnskuggarnir svo pigmentaðir og blandast ekkert smá vel. Ég nota Urban Decay eyeshadow primer áður en ég set á mig augnskugga. Mitt uppáhalds vara combo er Soft Lip Liner nr18 frá Artdeco og Raquel frá Nars eða Velvet Matte Luxe Nude frá Maxfactor*.

Estee Lauder DayWear || Estee LauderDayWear Eye Gel Cream || Yves Saint Laurent Universal Makeup Remover Melting Balm-In-Oil* || Clarisonic Mia 3 (fæst í Hagkaup) || Glamglow Thirstymud|| Origins Clear Improvement || St. Tropez Self Tan Classic Bronzing Mousse || Eco By Sonya Face Tan Water.

Ég var að klára DayWear dagkremið og augnkremið frá Estee Lauderí þessum mánuði og húðin mín hefur sjaldan verið eins góð og eftir þessi krem. Þegar ég þríf af mér farðann á kvöldin nota ég alltaf farðahreinsinn frá YSL*. Maður þarf svo lítið magn af vörunni, en farðahreinsinn er í föstu formi en þegar hann kemur í snertingu við húðina bráðnar hann og verður að fljótandi olíu. Ég reyni að nota 1-2x í viku Clarisonic burstann, sérstaklega ef ég finn að húðin er að verða slæm. Ég er með frekar viðkvæma húð og fæ reglulega þurrkubletti við veðurfarsbreytingar og þá finnst mér æðislegt að eiga rakamaska og nota rakamaskinn frá Glamglow. Ég nota leirmaskann frá Origins 2x í mánuði á T-svæðið til þess að hreinsa svæðið og koma í veg fyrir bólur. Í mörg ár hef ég alltaf keypt mér klassísku froðu brúnkukremið frá St. Tropez. Á árinu prófaði ég brúnkuvatnið frá Eco by Sonyaog varð að kaupa mér svoleiðis sjálf. Ég set það á andlitið sirka 2x í viku og útkoman er fallegur náttúrulegur litur.

Instagram: eydisaegis|| email: eydisaegis@gmail.com

Author Profile

Eydís Sunna

Eydís Sunna er 25 ára búsett í Vesturbænum ásamt maka, dóttur og kisu. Hún er að klára byggingartæknifræði og hefur áhuga á hreyfingu, móðurhlutverkinu, heimilinu, förðun, ljósmyndun, kökuskreytingum og ýmislegu tengt lífstíl.


Facebook Comments

Share: