Uppáhalds podcöst

Uppáhalds podcöst

Eins og margir íslendingar, þá hef ég verið að hlusta á podcast þætti. Ég uppgötvaði podcast ekki fyrr en ég var í fæðingarorlofi og fékk nóg af því að hlusta á tónlist á meðan ég var í göngutúr.

Up and vanished

Þáttastjórnandi: Payne Lindsey
Apple Podcast | Facebook

Ég hef reyndar einungis klárað fyrstu seríu, en hún gleypti mig alveg. Þetta er fyrsta podcastið sem ég byrjaði að hlusta á. Serían fjallar um rannsókn á Tara Grinstead sem hvarf í Ocilla, Gorgíu árið 2005. Payne fer á staðinn (2016), talar við íbúa bæjarins og rannsakar málið og nær að komast að allskonar leyndarmálum.

Illverk

Þáttastjórnandi: Inga Kristjánsdóttir
Apple Podcast | Facebook

Ég er alltaf spennt að byrja vikuna á nýjum þætti! Inga fjallar um sannsöguleg true-crime mál. Það sem mér finnst frábært við þættina er að maður fær að heyra sögu morðingjans (fjölskyldusögu og uppeldi). Ég er mikill true-crime aðdáandi og finnst mjög áhugavert að heyra hvernig saga morðingjans er! Þetta podcast er alls ekki fyrir viðkvæma!

Bara við

Þáttastjórnendur: Sólrún Diego og Camilla
Apple Podcast

Þær Sólrún Diego og Camilla eru þáttastjórnendur og eins og margir vita þá hafa þær verið áberandi á samfélagsmiðlum. Í podcast þáttunum fær maður að kynnast þeim á öðrum hætti en í gegnum samfélagsmiðla. Þær eru mjög persónulegar og tala um allskonar málefni, reynslusögur og fleira áhugavert.

Normið

Þáttastjórnendur: Sylvia Briem og Eva Mattadóttir
Apple Podcast | Instagram

Svo frábært og uppbyggjandi podcast sem ég mæli svo mikið með fyrir alla! Þær Sylvia og Eva fjalla um nauðsynleg og þörf málefni og hver og einn einasti hlustandi ætti að geta tekið til sín nokkra punkta og lært af. Þær eru báðar Dale Carnegie þjálfarar og koma með allskonar ráð til þess að efla sjálfan sig í átt að bættu sjálfstrausti, betri sjálfsmynd og allskonar. Nei í alvöru, ef það er podcast sem þið verðið að hlusta á, þá er það þetta!

Morðcastið

Þáttastjórnandi: Unnur Borgþórsdóttir
Apple Podcast | Facebook

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá er ég þvílíkur true-crime aðdáandi. Í þessu hljóðvarpi fær hún Unnur, þáttastjórnandi, til sín vini og þau ræða morðmál sín á milli á léttari nótunum. Yfirleitt fjalla þau um tvö skandanavísk morðmál og oftast er þema í hverjum þætti. Mjög áhugaverðir þættir.

Ef þið eigið ykkar uppáhalds podcast, endilega deilið því í comment. Ég er alltaf að leita af einhverju nýju til þess að hlusta á.

Instagram: eydisaegis|| email: eydisaegis@gmail.com

Author Profile

Eydís Sunna

Eydís Sunna er 25 ára búsett í Vesturbænum ásamt maka, dóttur og kisu. Hún er að klára byggingartæknifræði og hefur áhuga á hreyfingu, móðurhlutverkinu, heimilinu, förðun, ljósmyndun, kökuskreytingum og ýmislegu tengt lífstíl.


Facebook Comments