Uppáhalds maskararnir mínir

Ég er forfallinn maskarafíkill og eru maskarar (og reyndar varalitagloss líka) eitthvað sem ég á endalaust magn til af á lager.

Ég hef leitað lengi að hinum fullkomna maskara og fann einn fyrir nokkrum árum síðan sem ég hreinlega dýrka og dái. Ég á reyndar nokkra svona “til vara” maskara og nota þá stundum í bland við minn uppáhalds og eru margir þeirra mjög góðir. Setti saman lista af uppáhalds möskurunum mínum. Tek það fram að ég leitast alltaf eftir maskara sem þykkir vel frekar en að lengja mikið.

maskarar

  1. Lancôme Hypnôse Doll Eyes Þetta er besti maskari sem ég hef fundið. Hann endist vel og þykkir augnhárin alveg svakalega vel. Svo er burstinn alveg æðislegur þar sem að hann er keilulaga (mjókkar út í endann) þannig að maður nær að setja maskara vel á öll augnhárin, líka þessi litlu til endana.
  2. Lancôme Hypnôse & Volume á Porter  Orginal Hypnôse maskarann notaði ég nánast alltaf áður en Doll Eyes maskararinn kom á markaðinn. Hann er nánast eins og Doll Eyes fyrir utan burstann, en burstinn á þessum er ótrulega góður líka þrátt fyrir að vera ekki keilulaga eins og hinn.  Hypnôse Volume-á-Porter maskarann er sá maskari sem ég er að nota í dag og hann kom mér skemmtilega á óvart. Burstinn, sem er úr gúmmí, er einstaklega þægilegur og leggur maskaraformúluna fullkomlega á augnhárin og þykkir þau alveg einstaklega vel. Hann klessir ekki augnhárin saman heldur gerir burstinn það að verkum að þau haldast vel aðskilin og falleg.
  3. Maybelline Go Extreme Þetta er besti ódýri maskarinn sem ég hef prufað. Burstinn er einstaklega þægilegur, hann þykkir vel og endist alveg rosalega vel.
  4. Helena Rubenstein Lash Queen Feline Extravaganza Þessi fannst mér mjög góður þar sem hann þykkir vel og er alveg extra mikið svartur. Burstinn er líka góður þar sem að hann er frekar stór og þykkur en hárin samt ágætlega mjúk.
  5. YSL Volume Effet Faux Cils Shocking & Volume Effet Faux Cils Babydoll Ég tók einu sinni ástfóstri við Shocking maskarann. Hann þykkir rosalega vel bara í einni stroku. Órúlega þægilegur og góður. Ég er nýbúin að prufa Babydoll maskarann en hann kom mér verulega á óvart og er alls ekki síðri en Shocking. Hann lengir, greiðir og krullar augnhárin alveg svakalega vel og þekur þau svo vel maskaraformúlu í einni stroku. 
  6. Diorshow Black Out Ef maður vill drama þá er þessi málið. Hann þykkir mjög vel og formúlan er alveg extra mikið svört. Burstinn er frekar stór sem er flott þegar maður vil mjög dramatísk augnhár.
  7. Cover Girl Lash Blast Volume Þessi fæst reyndar ekki hér á Íslandi en þegar ég finn hann erlendis þá kaupi ég alltaf nokkra. Mér finnst hann ágætur til að nota á milli annara maskara, hann er ódýr, þykkir og endist vel.

Ég hef það fyrir reglu að nota maksara ekki lengur en í 3 mánuði, vegna þess hversu viðkvæm augu ég hef. Einnig hefur verið talað um að nota maskara ekki lengur en í 3-6 mánuði vegna sýkingarhættu, en bakteríur sem geymast í efninu og burstanum geta valdið því. Þannig að best er að fara passa vel upp á hreinlæti og skipta maskaranum út reglulega.

Færslan er ekki kostuð né unnin í samstarfi við fyrirtækin. Höfundur keypti sjálfur allar vörurnar.

 

HildurHlín

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *