Uppáhalds í september

Færslan er ekki unnin í samstarfi, heldur keypti höfundur allar vörurnar sjálfur og miðlar hér sinni reynslu af þeim.

 

Þá er september senn á enda og má segja að haustið sé svo sannarlega komið. Þessi mánuður hefur verið talsvert annasamur hjá okkur litlu fjölskyldunni, aðlögun á leikskóla, ný vinna hjá mér og við festum kaup á húsi. Þrátt fyrir þetta allt hef ég verið dugleg að prufa nýjar vörur og langar mig að deila með ykkur hvaða fimm hlutir hafa verið í uppáhaldi hjá mér þennan mánuðinn.

sept

1. Eleven Anti-Frizz sjampó og næring

Eleven vörurnar eru vægast sagt æðislegar. Hárið mitt var orðið mjög þurrt og skemmt eftir litun og björguðu þessar vörur hárinu mínu algjörlega.

 

2. Sensai Bronzing gel

Þetta gel hefur eiginlega verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég kom heim frá Tenerife. Gelið er mjög létt og veitir húðinni einstaklega fallegan bronsleitan lit. Frábært til að viðhalda sumar-glowinu

 

3. Origins GinXing Refreshing Scrub cleanser

Þennan kornaskrúbb hef ég alltaf í sturtunni, hann er mjög mildur en hreinsar vel. Þessi skrúbbur ásamt létta rakakreminu frá Origins er fullkomin blanda.

 

4. Origins GinZing Energy-Boosting Gel Moisturizer

Þetta rakakrem er einstaklega létt og gott og ekki skemmir fyrir þessi æðislegi appelsínuilmur sem er af því.

 

5. First Aid Beauty Facial Radiance Pads

Þessar skífur eru frábærar að mínu mati. Ég nota þær alltaf eftir sturtu til að taka auka óhreinindi af húðinni og fylgi því svo eftir með léttu rakakremi eða næturkremi. Þessar skífur veita húðinni fallega birtu og gljáa. Fást hjá Fotia.is

 

HildurHlín

 

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *