Uppáhalds húðumhirðuvörur

 

uppahalds hudumhirduvorur

*stjörnumerktar vörur fékk ég  gjöf 

Ein af mínum fyrstu færslum á Öskubusku var um uppáhalds förðunarvörur mínar, hér.

Sú færsla er reglulega skoðuð sem gleður mig verulega, tilgangurinn að mínum dálki á blogginu er að fólk geti skoðað hann aftur og aftur. Fundið andgift í formi uppskrifta, hugmyndir að snyrtivörum, fatnaði og stökum sinnum hugleiðingar mínar.

Mig langaði því að bæta við enn öðrum lista, um mínar uppáhalds húðumhirðuvörur. Eins og áður eru allar vörur sem ég fjalla um bæði vegan og ekki prófaðar á dýrum (cruelty free).

-English-

One of my first blogs here was about my favorite (vegan) makeup products, here.

I was really glad to notice that this blog has had regular visits throughout time and one of the purposes of my posts is for readers to be able to look it up when they need inspiration or ideas for makeup, fashion, food and anything lifestyle related.

Thus, I wanted to add a new list, of my favorite skin-care products. All the products that I write about are vegan and cruelty free (as always).

 

*Lavera 2n1 cleansing milk

Þessi kremkenndi hreinsir tekur allan farða auðveldlega af, er dúnmjúkur í áferð og þurrkar ekki upp húðina. Hentar viðkvæmri og þurri húð afskaplega vel. Fæst m.a. í Heilsuhúsinu, í stærri verslunum Krónunnar og Hagkaup.

-English-

This is a creamy cleansing product that removes makeup easily, it has super soft texture and doesn‘t dry up my skin. It really suits well for sensitive and dry skin.

 

The Body shop Camomile waterproof eye and lip make-up remover

Augnfarðahreinsir sem nær farðanum auðveldlega en er samt sem áður nægilega mildur til þess að erta ekki viðkvæma húð. The Body Shop er í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi.

-English-

Eye makeup remover that removes makeup easily, yet is mild enough for sensitive eye area and does not irritate it.

 

Dr. Organic Skin Clear Toner

Þrátt fyrir að vera með þurra húð þá kemur alveg fyrir að ég fái bólur eða sýnilegri svitaholur og finnst mér þá mjög gott að grípa í þennan tóner. Hann inniheldur m.a. ávaxtasýrur sem leysa upp leysa upp dauðar húðfrumur og salicylsýru (acetylcalicyl acid) sem er mikið notuð til að minnka bólur. Mér finnst mjög gott að grípa í þennan tóner 1-2svar í viku þegar mér finnst húðin þurfa á því að halda. Dr. Organic vörur fást m.a. í ýmsum apótekum.

-English-

I get break outs from time to time even though my skin is dry and my pores become more visible. I really like using this toner when my skin is having it out with me (psst..it is usually my fault). This toner is enriched with fruit acids and salicylic acid which is known to help with acne. I use it 1-2 times a week when I feel like my skin needs it.

 

The Body Shop Vitamin-E eye cream 

Nærandi og mýkjandi augnkrem sem hentar vel fyrir nóttina. Hentar vel viðkvæmri húð.

-English-

Soothing and nourishing eye cream that I find is particularly good before bed time.

 

Skyn Iceland Oxygen Infusion night cream 

Þetta er eitt af þeim merkjum sem eru aðgengileg á Íslandi, þar sem allar vörurnar eru vegan. Ég get ekki annað gefið slíkum vörumerkjum stórt hrós. Það er þó ekki það eina hrósið sem Skyn Iceland á skilið. Margar vörur þeirra hafa hlotið ýmis verðlaun enda virkilega vel hannaðar og vinsælar vörur en þetta flokkast sem high end vegan húðvara. Verðið er vissulega í hærri kanntinum sem er það sem kom helst í veg fyrir að ég prófaði þær ekki fyrr en ég gerði. Það var þó ekki aftur snúið eftir fyrsta “smakk” og kaupi ég vörur frá þeim aftur og aftur.

Mér líður alltaf vel í húðinni eftir þetta yndislega næturkrem og vakna endurnærð. Fæst á nola.is og sölustöðum þeirra.

-English-

This is one of the skin care products available in Iceland where everything is vegan. I absolutely love all vegan trademarks for obvious reasons, and Skyn Iceland deserves an applause for that. Many of their products have received some kind of prize, as they are really popular and well designed. I would classify Skyn Iceland as high end vegan products. They price is in the higher range which is the prime reason why I did not try them out sooner than I did. I did however fall in love with the products and I buy them again and again.

My skin always feels great after applying this night cream, and I wake up with refreshed skin.

 

Dr. Organic Vitamin E body butter

Ef ég gæti baðað mig upp úr þessu líkamskremi þá myndi ég gera það. Einn af aðal kostum vörunnar að mínu mati er að það inniheldur ekki ilmvatn (parfum), en það er mjög algengt innihaldsefni í body butter líkamskremum. Húðin mín á það til að bregðast illa við húðvörum sem innihalda ilmvatn með tilheyrandi exem blettum, roða og öðrum útbrotum. Því þykir mér mikilvægt að kremið sem fer á stærsta hluta líkamans innihaldi ekki ilmvatn. Einnig er kremið nægilega nærandi til þess að ein umferð dugi til, en smýgur samt hratt inn í húðina svo ég þarf ekki að bíða með að klæða mig. Vara sem ég kaupi aftur og aftur.

-English-

If I could bath myself in this body butter, I would. What I love about this product is that it does not contain chemical parfum, which is included in many body butters. My skin tends to react badly to products containing parfum, leading to dry spots, rashes or eczema. Thus, I feel it is important for me that the product that goes on the largest part of my body, does not include parfum.

 

The Body Shop Aloe Tóner 

Þennan milda tóner nota ég dagsdaglega eftir húðhreinsun þegar ég er ekki að nota Skin clear tónerinn. Frískandi og virkur en þó ekki ertandi.

-English-

I use this mild toner on a daily bases after cleaning my skin, when I‘m not using my Skin Clear toner. It feels refreshing without irritating my skin.

 

Skyn Iceland Pure Cloud Cream 

Get ekki annað en mælt með þessu dagkremi. Áferðin á kreminu er ótrúleg, tilfinningin er í alvöru eins og ég myndi ímynda mér að snerta ský og bera það í andlitið. Dúnmjúkt og nærandi.

-English-

I have to praise and recommend this daytime cream. The texture is so so soft, it really feels like touching clouds and applying them to my face.

 

Eco by Sonya Tan Water 

Ég er að eðlisfari með skjannahvíta húð og er þessi vara algjörlega game changer. Ég set nokkra dropa í bómul og strýk yfir húðina að kvöldi ca 2-3.hvern dag til að viðhalda frísklegum blæ. Þá lýt ég allavega ekki út eins og ég hafi ekki séð sólina í 5 ár. Það sem ég elska við vöruna er hversu auðvelt er að nota hana, hún stíflar svitaholurnar ekki neitt og aldrei verð ég flekkót. 15 ára ég var mikill aðdáandi brúnkuklútanna sem voru vinsælir í den en útkoman var svo sannarlega ekki alltaf flawless. Ég þarf aldrei að hafa áhyggjur af því að vakna eins og blettatígur eða oompaloompa og þá er mikið sagt. Ég er þegar byrjuð á flösku nr. 2 en þrátt fyrir mikla notkun þá endist glasið mjög vel. Fæst m.a. í nola.is og versluninni Maí.

-English-

I‘m naturally very pale so this product is a game changer for me! I add a few drops into a cotton skew and apply on my face in circular motions about every 2-3rd day. My skin maintains a healthy glow that way and I don‘t look like I haven‘t seen the sun for 5 years. What I love about this product is how easy it is to use, it doesn‘t clog up pores and my skin does not come out patchy at all. I have already started my second re-fill of this product.

 

Dr. Organic Skin Clear Deep Pore Charcoal mask 

Þessum maska get ég ekki annað en mælt með! Andlitsmaskinn kemur úr sömu línu og tónerinn og hentar því bólóttri og feitri húð afskaplega vel. Ég er ekki með slíka húð og samt get ég ekki annað en lofsamað hann. Þau skipti sem ég er að byrja að fá roða eða bólur húðina þá hef ég notað þennan maska að kvöldi og sé alltaf mun morgunin eftir. Roðinn eða bólusvæðið er þá orðið umtalsvert minna auk þess sem svitaholurnar eru ekki jafn sýnilegar. Ég nota þennan maska einu sinni í viku fyrir djúphreinsun en stundum tvisvar ef húðin er í sérstaklega erfiðu standi.

-English-

I really have to recommend this facial mask. It is from the same range as my Skin Clear toner and thus works really great for acne and problem skin. Even though I don‘t have that type of skin, I still love this product. At those times when I see a breakout starting to happen or any kind of inflammation of the skin, I use this mask. I apply it in the evening and I always see results in the morning after. The redness and swelling will have decreased significantly as well as thighter and less visible pores.

 

Skyn Iceland Micellar Cleansing Water

Þið tókuð mögulega eftir að þessi vara var á óskalistanum mínum fyrir stuttu, en ég nældi mér í vöruna fljótlega eftir að hún kom í sölu. Ég er afskaplega hrifin af micellar hreinsivötnum sem fyrsta skref í húðhreinsun og varð ekki í vonbrigðum með þessa vöru. Hún hreinsar allan farða vel af og er pumpan algjör snilld. Þú leggur bómul á pumpuna og þrýstir niður, ekkert sull og engin sóun á vöru.

-English-

You may have noticed that this product was recently on my wish list, and I bought it soon after publishing that blog. I really like micellar cleansing waters in general and I use them as a first step in my skin care regime. This product did not disappoint. It removes all makeup off and the pump is genious. Press a cotton skew on the pump and voila, no messiness or product waste.

 

Skyn Iceland Hydra Cool Firming Eye Gels 

Þetta er klárlega lúxus vara sem ég nota spari en vá hvað þessir litlu gel púðar gera mikið.

Þeim er gjarnan líkt við “tímabundið bótox” og þeir mega hreinlega eiga það! Ég sé mikinn mun á fínum línum og augnsvæðið verður allt stinnara og frísklegra. Svafstu lítið sem ekkert og ert á leiðinni á árshátíð/fínan viðburð? Þá er þetta klárlega rétta varan í tilefnið. Mér finnst alltaf gott að eiga þetta til.

-English-

This is definitely a luxury product that I allow myself on special occasions. This product seriously does so much for your skin, it is amazing. The Hydra Cool products are sometimes compared to „natural botox“. Whenever I apply these eye gels I see a significant difference on my small undereye lines (ok fine, they are wrinkles) and the illusion of extra firmness.

If you are going to a fancy party or you just want to treat yourself, then this product is definitely worth it. I like to keep some at home for special occasions.

 

Ég vona að greinin nýtist ykkur vel!  // I really hope this post is helpful!

Þanagað til næst.

25394161_10155102685835983_63182946_n

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments