Uppáhalds hafraklattar Amöndu

Uppáhalds hafraklattar Amöndu

Uppskriftin að þessum guðdómlegu hafraklöttum eru algjörlega í uppáhaldi hjá mér en ég hef bakað þá margoft og þeir bara klikka ekki. Mér finnst þeir alltaf jafn góðir og það er auðvelt breyta hráefnum til eftir sínu höfði.

-English-

This recipe is absolutely a favorite, these outmeal bars always taste amazing and I have baked them quite a lot. It is easy to adapt the recipe to your own needs.

Þeir eru fljótlegir í gerð og bakstri, geymast í um 5-7 daga í kæli og er ansi ljúft að eiga nokkur stykki inn í frysti ef að heimsókn ber að garði eða ef þig langar bara í ansans snarl.

Eins og þið sem fylgið mér á snapchat vitið, þá lifi ég fyrir mat, og snarl/millimál er ekki eitthvað sem skal vanmeta. Pirrað fólk (lesist: ég) er fólk sem gleymdi að fá sér snarl. Punktur.

Ef þið viljið fleiri hugmyndir að millimálum þá getið þið skoðað uppskriftir mínar að orkukúlum hér.

-English-

These oatmeal bars are  easy and quick to make, stay fresh for 5-7 days if refrigerated and it really hits the spot to have a few bars in the freezer if you get guests or you just want a quick snack.

If you are following me on instagram (amandasophy) then you will know that I love my snacks. I am a huge foodie and snacks is not something to underestimate. Grumpy people (hint:  me) is people that forgot to have snacks. Period.

If you want more snack ideas, you can check out my recipes for bliss balls here.

Hráefni/ Ingredients

– 3 vel þroskaðir bananar / 3 ripe bananas

– ¼ bolli eplamauk án viðbætts sykurs / ¼ cup unsweetened apple sauce

– 2 tsk vanillu dropar / 2 tsp vanilla extract

– 2 og ¼ b hafrar / 2 and ¼ cup oats

– ½ tsk matarsódi / ½ tsp baking soda

– ½ tsk lyftiduft /  ½ tsp baking powder

– 1 tsk kanill / 1 tsp cinnamon

– ¼ tsk salt  /  ¼ tsp salt

1/3 bolli hnetur, fræ eða þurrkaðir ávextir / 1/3 cup nuts, seeds and/or dried fruit

Hér getið þið sett það sem ykkur lystir en ég vel yfirleitt bara það sem er til í skápnum hverju sinni. Í þetta sinn setti ég pekan hnetur, þurrkuð trönuber og sólblómafræ. Einnig er mjög gott að eiga smá aukalega af fræjum til að strá yfir klattana áður en þeir fara í ofninn.

-English-

Here you can add whatever you like of nuts and seeds, but I usually just use what I have at home at that time. This time I used pecans, dried cranberries and sunflower seeds. I also recommend keeping a bit of extra seeds to sprinkle on the oatmeal bars before they are baked.

Hafrarnir eru malaðir í blandara og hrærðir við matarsóda, lyftiduft, kanil og salt. // Grind the oats and mix with baking powder, baking soda, salt  and cinnamon.

Bananar, eplamauk og vanilludropar eru stappaðir saman í hrærivél eða með blandara (megið líka nota bara gaffal ef þið eruð badass). // Mash bananas together with vanilla in a stand mixer or a blender (or use a fork if you are badass).

Þurrefnum er blandað við blautefnin og loks hnetum og fræjum hrært út í með sleif.  // Mix dried products in with wet products and then add nuts and seeds with a spoon.

Deiginu er komið fyrir í bökunarformi (mitt var 20x20x5cm) og fræjum stráð yfir ef þið kjósið þá leið. Klattarnir eru bakaðir við 180°C í 15 mín. Leyfið þeim að kólna áður en þið skerið þá niður í þá stærð sem hentar ykkur.

-English-

Pour the dough in a baking tray (mine was 20x20x5cm) and sprinkle seeds on top of it if you care for that. Bake the bars at 180°C (356 °F) for 15min. Allow them to cool down completely before cutting the dough into bars. Enjoy!

 

Njótið elskur.

Þar til næst!

 

 

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments