Ungbarnamyndataka

Færslan er ekki kostuð

 

Það er eitt sem ég skoða daglega, en það eru myndir af Fannari – já þegar hann er sofnaður þá renni ég mjög oft yfir myndir af honum, rifja upp skemmtileg augnablik og velti fyrir mér hversu hratt hann vex (stjarnfræðilega hratt!)

Þegar Fannar var tveggja vikna þá fékk ég ljósmyndara til að koma heim til okkar og taka myndir af litla molanum.

Hún Ellen Inga er mjög fær ljósmyndari, en hún kíkti til okkar og eyddi góðum hluta úr degi með okkur. Hún tók svo fallegar heimilslífsmyndir af okkur sem og nokkrar ungbarnamyndir sem hægt var að nota í jólakortin. Ég er svo ánægð með þessar myndir og kíki reglulega yfir þær, það er eitthvað svo yndislegt að eiga svona hversdagsmyndir líka, þær fanga einhvernvegin ómetanleg augnablik sem gaman er að skoða seinna meir.

Það var svo afslappað og notalegt að fá hana hingað heim til að taka myndirnar og skapar það einhvernvegin svo allt aðra stemmningu en að fara með barn í stúdíó-myndatöku (þó svo að þær séu skemmtilegar líka). En ég mæli klárlega með að prufa svona myndatöku.

Langaði að deila með ykkur nokkrum yndislegum myndum úr myndatökunni <3

HildurLitliGaur-3

HildurLitliGaur-4

HildurLitliGaur-9

HildurLitliGaur-13

HildurLitliGaur-14

HildurLitliGaur-19

HildurLitliGaur-22

Hægt er að nálgast fleiri upplýsingar um Ellen á www.elleninga.is eða á Facebook-síðunni hennar www.facebook.com/elleninga.is/

HildurHlín

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *