UNFORGOTTEN PAST

UNFORGOTTEN PAST

Þessi færsla er ekki kostuð, styrkt eða samstarf að neinu leiti.

 

Sunnudagsspjallið (degi seint don’t hate) að þessu sinni er við hann Daniel Jordan sem er eigandi Unforgotten Past.
Hann leggur metnað í að selja úrvals uppstoppuð skordýr og fann ég hann á Instagram fyrir nokkrum mánuðum. Ég hef síðan dáðst af verkunum og á endanum fjárfest í einni mölflugu. 
Ég fékk að spurja hann nokkurra spurninga um hvernig hann byrjaði, aðeins um fyrirtækið og hver hans framtíðarplön eru.
– Hver ert þú og hvenær fékkst þú fyrst áhuga á uppstoppun?
Ég heiti Daniel Jordan. Ég hef haft áhuga á uppstoppun og skordýrafræði svo lengi sem ég man. Ég hef einnig verið safnari í þó nokkur ár, en alltaf efast um trúverðuleika sumra safnara sem halda því fram að eintökin sem þau selja séu af siðfræðilegum uppruna. Ég ákvað því að rannsaka þetta sjálfur.
– Hvað varð til þess að þú ákvaðst að byrja með þitt eigið fyrirtæki og hvenær léstu verða af því?
Ég hef verið sjálfstætt starfandi í um 8 ár. Þegar ég kláraði gráðuna mína í stafrænni fjölmiðlun vissi ég að ég vildi byrja með mitt eigið fyrirtæki og leyfa sköpunargáfunni að njóta sín. Fyrir rak ég sjálfstæða fatalínu svo ég vissi um mátt samfélagsmiðla og kunni að nýta mér það en ég átti alltaf frekar erfitt með að koma með hugmynd um dótturfyrirtæki.Eins og áður sagði lagði ég alltaf trúverðuleika sumra seljenda uppstoppaðra dýra í efa svo ég ákvað að fara að koma mér upp mínum eigin byrgjum og er þaðan alveg sjálflærður. Ég hef rekið Unforgotten Past í rétt rúmlega ár og er þetta núna mín eina innkoma og starf.
– Ertu í þessu alveg einn eða eru fleiri starfsmenn?
Ég er einn í þessu, ég hef verið einn í báðum stóru verkefnunum sem ég hef tekið mér fyrir hendur.
– Hvað er þitt uppáhalds eintak af uppstoppuðum skordýrum?
Þetta er mjög erfið spurning þar sem það er stöðugt að breytast. Frá fyrsta eintakinu af Death’s head hawk mölflugunni sem ég festi, til minna nýjustu verka eins og White Ghost Cicada’s sem ég var svo heppin að verða mér útum. Alltaf þegar ég kem höndunum yfir nýtt eintak sem ég hef aldrei unnið að áður verður það uppáhaldið mitt á þeim tíma.
– Er þjónustan þín alþjóðleg og hvert er það lengsta sem þú hefur sent sýni?
Já, strax frá upphafi hef ég sent sýni útum allt, annars minnkarðu mögulegan kúnnahóp strax. Ég hef sent útum allann heim, það lengsta líklega Ástralía þar sem það er það lengsta sem þú kemst. Vikulega sendi ég um alla Evrópu og Bandaríkin.
– Hvernig sýni ertu með? Eru það aðallega skordýr?
Ég hef fest eðlur og sporðdreka, en vill halda mig í skodýrunum.
– Hverjar eru vonir þínar með framtíðina?
Eins og hjá flestum vill ég sjá fyrirtækið mitt stækka og halda áfram að hafa siðferði nálægt hjartanu mínu, og að hver einasti kúnni sé ánægður með kaupin sín.

———— ENGLISH ———-

* Who are you and when did you first gain interest in taxidermy?
My name is Daniel Jordan, I’ve had an interested in taxidermy & entomology as long as I can remember. I’ve been a collector for a number of years but always questioned the credibility of ‘ethical sourcing’ of some specimens so decided to look into it even further.
* What prompted you to start your own business and when?
So I’ve been self employed for 8 years, Soon as I finished my degree in Digital Media I knew I wanted to be my own boss and do something creative.
Running a independent clothing business for 8 years I already knew the power of social media & had the knowledge to use it correctly, but always struggled coming up with an idea for a sub company.
After issues stated previously questioning the credibility of ‘ethical’ entomology I set about gathering my own contact and from there on wards am 100% self taught. I’ve been running Unforgotten Past now for just over a year & it’s became my main focus & income.
* Are you alone or do you have anyone with you in this?
Alone, I’ve worked alone in both major projects I’ve been a part off.
* What is your personal favorite piece?
This is a very difficult question as it’s always changing, From the first Death’s Head Hawk Moth I successfully pinned and mounted to more recent projects such as the White Ghost Cicada’s I was lucky enough to source. Every time I receive a new specimen I’ve never worked on that becomes my favorite for that moment.
* Is your service worldwide? What’s the furthest you have shipped a specimen?
Yes! From day one I’ve shipped worldwide otherwise you narrow your clientele straight away. I’ve shipped across the globe, I guess the furthest would be Australia as you can’t get further away! On a weekly bases I’m shipping across Europe and to the States.
* If you could tell, what kind of products you sell – are you strictly selling insects?
In the past I have mounted some lizards & scorpions, But I do want my main focus to be insects.

* What are your hopes for the future?
Hopes for the future is like anyone else, Continue to grow as a company, keep my ethics close to my heart & have every customer happy with their purchase.

Þið finnið helstu miðla Unforgotten Past hér að neðan!

Instagram: https://www.instagram.com/unforgottenpastco/
Hér má sjá mynd af Death’s Head Hawk Moth eintakinu mínu en eins og sumir muna er þetta mölflugan sem er í Silence of the lambs sem er án efa á top 5 listanum hjá mér yfir uppáhalds myndir!

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: