Úlfur dagbókin mín frá Two Peas

Ahh, nýtt ár – ný ég. Eða ekki alveg kannski.

Þar sem ég ætla sko aldeilis að vera skipulögð í ár (500 kall að ég endist út febrúar!) og skrifa niður alla mikilvæga tíma og aðra punkta niður í dagbók þá langaði mig að panta mér dagbók. Ég var búin að skoða helling á netinu, panta frá útlöndum en hey. Ég er bara of óþolinmóð til að bíða. Svo rakst ég á þessa gullfallegu Úlfa dagbók frá Two Peas á síðunni hjá Litlu Hönnunarbúðinni og pantaði hana. Hún kostar 2.990 og ég þurfti að bíða í heila 2 daga eftir henni en þau senda líka frítt um land allt – og það krakkar, var nóg til þess að selja mér hana. Ég elska fría sendingu!

Það eru allar líkur á að ég fylli inní þessa dagbók fyrsta mánuðinn á þessu ári, skrifi inn allskyns daga eins og afmæli og helgar sem Hólmgeir fer inná akureyri – og horfi síðan aldrei inní hana aftur! En ég get þó horft utan á hana og stilli henni fallega upp á skrifborðinu mínu, því hún er bara það falleg. Reyndar skemmir ekki að hönnunin innan í er líka gull falleg og stílhrein.

 2017-01-26_11.03.05

Bókin byrjar á fallegu spakmæli, og á eftir fylgir yfirlit yfir 2016, 2017 og 2018. Þar næst kemur auð blaðsíða fyrir óskir þínar, vonir og væntingar fyrir 2017. Forsíðurnar fyrir mánuðina eru svo clean og snyrtilegar (sem er frábært fyrir minimalismaperrann í mér) og er alltaf eitt gott spakmæli fyrir neðan. Áður en mánuðurinn byrjar er svo heildaryfirlit yfir mánuðinn en ég nota það til þess að skrifa hvaða helgar Hólmgeir fer inn á Akureyri en þar að auki eru 2 auðar síður fyrir auka punkta fyrir þann mánuð, klikkhausinn ég nota það til að skrifa brúðkaups pælingar!

Eini gallinn sem ég hef fundið við þessa bók að fyrir hvern dag er ekkert of mikið pláss til að skrifa en þessar auka blaðsíður og mánaðaryfirlitið gera það að verkum að ég þarf ekkert of mikið pláss fyrir hvern dag fyrir sig.

2017-01-26_11.02.18

Ég mæli alveg 100% með þessari bók. Hún fæst í Litlu Hönnunarbúðinni í Hafnarfirði eða í netversluninni þeirra hér. Einnig fæst Úlfur meðal annars í Kastalanum Selfossi, Gullabúið Seyðisfirði og Útgerðin Vestmannaeyjum. Þarf ég að minnast aftur á það að þau senda frítt um land allt OG á höfuðborgarsvæðinu er heimsending UPP AÐ DYRUM!

Allir ættu að eiga einn Úlf.
Þangað til næst.
Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *