Tyto Dreads

Tyto Dreads

Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi.

Mig hafði langað í dredda lengi en aldrei þorað og fyrst ég var hvort sem er byrjuð á allskonar tilraunastarfsemi ákvað ég bara að slá til og allavegana skoða.  Ég fann síðu á facebook sem heitir Tyto Dreads (upprunalega fann ég hana samt á instagram) en stelpan á bakvið hana heitir Monique og hefur verið að búa til dread locks í um 9 ár svo ekki vantaði reynsluna. Ég pantaði mér bleika útí hvíta axlarsíða þar sem mér fannst líklegast að ég myndi ekki fá leið á þeim.

Ég þurfti að borga um 120 pund fyrir þá og þurfti að borga í gegnum Paypal. Það tók alveg frekar langan tíma fyrir þá að koma reyndar en svo þegar þeir loks komu þá sá ég að þetta var alveg peninganna og tímans virði. Við tók bara að horfa á allskonar how to’s á youtube um hvernig væri best að setja þá í en þetta voru dreddar með lykkju en ekki 2 endum. Það kom svo bara í ljós að það er easy peasy að setja þá í! Þræðir bara þitt hár í gegnu lykkjuna og fléttar hárið þitt svo bara saman við. (tekur lokk og þræðir í gegnum lykkjuna á dreddanum, skiptir þeim lokk svo í tvennt og notar dreddann sem 3 lokkinn í fléttunni). Ég er náttúrulega með frekar lítið hár svo þetta tók mig ekki langann tíma og ég var bara ein að brasa þetta. Þetta kom svo sjúklega vel út og ég hlakka til að panta fleiri liti og jafnvel krullaða frá henni

Hún fær alveg extra hrós fyrir customer service þar sem að hún hjálpaði mér endalaust í gegnum pay pal og svo þegar hún sá fram á að það myndi tefjast að skila af sér dreddunum lét hún mig vita og leyfði mér að fylgjast með hvert skref.

Hér er allavegana niðurstaðan og ég er alveg að elska þetta!

Þú finnur Tyto Dreads hér;
Etsy
Facebook
Instagram

Þangað til næst!

Þið getið fylgt okkur á snapchat!

 

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: