Vörurnar fékk ég að gjöf óháð umfjöllun.
Uppáhalds maskarinn minn er Hypnôse Doll Eyes frá Lancôme, en hann hefur verið það langan tíma eða alveg frá því að hann kom fyrst á markað. Ég hef alltaf verið hrifin af Hypnôse möskurunum en hefur fundist Doll Eyes týpan bera af, en ég hef alltaf leitast eftir maskara sem þykkir vel augnhárin mín þar sem að mín eru ágætlega löng og sveigð en alveg afskaplega strjál. Burstinn á Doll Eyes týpunni er einstaklega þægilegur, en hann er keilulaga þannig að maður nær vel litlu augnhárunum innst og veitir manni opnara augnráð. Formúlan er samsett úr hörðu og mjúku vaxi og veitir fullkomna sveigju. Hann þéttir, lengir og lyftir augnhárunum án þess að klessast og helst vel allan daginn.
Um daginn fékk ég svo að prufa Hypnôse Volume-à-porter maskarann. Ég var mjög spennt að prufa hann, því ég hafði bæði heyrt og lesið gott um hann. Ég var smá efins til að byrja með hvort mér myndi líka hann, en burstinn á honum er úr gúmmíi en ég hef aldrei fundið maskara með gúmmíbustra sem ég fíla alveg í botn. En halló halló vá hvað þessi kom mér á óvart, burstinn er einstaklega þægilegur og leggur maskaraformúluna fullkomlega á augnhárin og þykkir þau alveg einstaklega vel. Hann klessir ekki augnhárin saman heldur gerir burstinn það að verkum að þau haldast vel aðskilin og falleg. Ég held bara að Doll Eyes sé komin með harða samkeppni!
Maskarana er hægt að nálgast á öllum sölustöðum Lancôme (t.d. apótek, Hagkaup o.fl staðir).
Author Profile

-
Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.
Latest entries
Uncategorized2020.04.07Kókoskúlur
Uncategorized2020.03.26Hugmyndabanki fyrir inniveru
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir HEIMILIÐ
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir UNGLINGINN
Facebook Comments