Makrónurjómabomba – uppskrift

Þegar ég fæ gesti með stuttum fyrirvara og á ég það frekar oft til að skella þessari saman, en uppskriftina fékk ég hjá mömmu fyrir löngu síðan. Uppskriftin er ofur einföld og tekur ekki nema svona 10 mínútur framkvæmd. Mér finnst hún alltaf best ef hún fær að standa í nokkra klukkutíma inni í ískáp, en það er samt ekki nauðsyn. En hér kemur uppskriftin af þessu yndi!

bomba

 

Makrónurjómabomba

Makrónukökur
Smá ávaxtasafi
Rjómasúkkulaði
½ l rjómi
Nóakropp
Jarðaber, bláber eða aðrir ávextir
Marengsbotn

Makrónurnar eru settar í botnin á eldföstumóti og smá ávaxtasafa dreypt yfir hverja köku (ca 2-3 dropar). Því næst er súkkulaðið saxað niður og dreift yfir og svo rjóminn þeyttur og einnig settur yfir. I lokin er marengsbotninn brotinn og honum dreift yfir rjóman ásamt nóakroppinu og ávöxtunum. Einfalt, auðvelt og fljótlegt.
Nammi namm!

hildur-hlin

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

1 Comment

  1. Guðbjörg
    November 2, 2016 / 6:27 pm

    Það er líka gott að kremja 4 kókósbollur ofan á ávextina (sleppa þà rjômanum) og hita herlegheitin smá stund í ofni, hafa ís með nú eða þeyttan rjóma – jummý 🙂 🙂

Leave a Reply to Guðbjörg Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *