Til leikskólabarnsins míns

Til leikskólabarnsins míns

Þessi grein birtist fyrist á The Mushy Mommy og fengum við að endurbirta hana.

Hvenær varðstu svona stór elsku barnið mitt? Þetta gerðist allt svo hratt. Hér ertu örstutt frá því að byrja í leikskóla og það eina sem ég get hugsað um er hversu hratt þetta allt gerðist. Ég var ekki tilbúin í þetta, það bjó mig enginn undir þetta.

Fólk segir oft “þetta líður svo hratt”, en þegar lífið þitt samanstendur af svefnlausum nóttum og ógrynni af barnaælu virðist ekkert líða hratt. Og í allri hreinskilni þá óskaði ég þess stundum að þú myndir stækka og komast yfir hvaða erfiða stigi við vorum á þá (eins og hræðilegi 2 ára aldurinn) en hér er ég, að óska þess að þú værir enn með fallegu bollukinnarnar og stutt krullað hár.

Það er eins og það hafi bara verið í gær sem þú varst að drekka úr krúttlegu stútkönnunni sem þú hentir alltaf útum allt. Núna segirðu bara “ég get gert þetta” þegar það kemur að því að setja rörið í safafernuna þína. Stundum áttu erfitt með það og þá þarftu mig, og kannski í laumi elska ég það.

Það er eins og það sé ekki svo langt síðan þú varst að segja orð á þennann krúttlega og fyndna hátt og mér fannst það svo sætt að ég leiðrétti þig varla ef þau voru vitlaus. Guð ég man varla nokkur af þessum orðum núna því þú ert orðin svo fullorðin og það er svo langt síðan. Núna, suma daga, talarðu eins og þú sért í 7 bekk og ég sit bara hérna í hálfgerðu losti að reyna að átta mig á því hvenær ég fór að ala upp 13 ára ungling.

Þú ert svo spennt fyrir að byrja í skólanum og é ger svo glöð fyrir þína hönd. Ég veit að þetta þýðir nýjir vinir, nýjar áskoranir og glænýtt “norm” fyrir þig. En hvað með okkar gamla “norm” ?

Hvað með öll árin af því að vera heima með mér og læra lífslexíur frá mér? Hvað með að hlaupa í gegnum úðarann eða leika í garðinum meðan restin af heiminum sat á bakvið skrifborð. Muntu muna eftir þeim dögum? Muntu muna eftir öllu naslinu sem við borðuðum á pallinum og leti kúrunum eftir hádegislúrana þar sem við kúrðum bara og horfðum á uppáhalds myndirnar þínar? Ég vona að þú munir muna eftir þeim.

Mitt “norm” hefur verið þú svo lengi. Þú heima, þú hérna hjá mér, þú að eyða svo miklum tíma með mér. Ég var öryggisnetið þitt og núna verður einhver annar það líka (og það hræðir mig).  Ég spennti þig þétt og keyrði hægt, og núna er stór gul rúta að bíða eftir þér (og það hræðir mig líka).

Svo hér erum við, á barmi þess að breyta okkar “normi” að eilífu. Vekjaraklukkur þurfa að vera stilltar, leikskólatöskur gerðar tilbúnar og þetta er alvaran. Þetta er ekki þar sem við getum farið í skólann í 2 ttíma og komið svo heim, eða sleppt því að fara yfir höfuð. Þetta er alvöru og hjartað mitt er fullt af svo mörgum mismunandi tilfinningum. En ég þarf að vera sterk, því þú ert það.

Og á meðan þú ferð út í heiminn og býrð til þitt eigið “norm”, á meðan þú eignast nýja vini og lærir nýjar lexíur, þá vona ég að þú notir þær sem þú lærðir á meðan við eyddum tíma saman. Ég vona að þú finnir alltaf ástina mína og knúsin – jafnvel þegar við erum í sundur. Ég vona að þú sýnir góðmennskuna sem ég kenndi þér og sýnir öðrum hana. Ég vona að þú munir hvers virði þú ert, fegurðina þína, gleðina og sjálfsástina sama hvaða hlutum er fleygt í áttina að þér.

Ég vona að þegar þú opnar nestið þitt í skólanum að þú munir eftir öllu nestinu sem við borðuðum, eða kökunum sem við bökuðum; og ég vona að þú deilir því með öðrum sem þurfa á því að halda. Ég vona að þegar þú hugsar um mig, þá fyllist hjartað þitt af gleði og að þú dreyfir þessari gleði til annarra.

Svo, þetta er fyrir þig, mitt elsku fallega barn, því þú byrjar þitt eigið “norm”. Þetta er fyrir mig og þig meðan við byrjum þetta nýja “norm” saman. Lífið er að breytast hratt og tímabil og taktur móðurhlutverksins og æskunnar breytast meira en ég held ég sé tilbúin fyrir. En við komumst í gegnum það einn dag í einu.

Svo farðu elsku ástin mín, geislaðu hamingju til annarra og sýndu góðmennskuna í verki. Berðu ást mína í hjartanu þínu og komdu í mömmufang þegar þú þarft; því ég verð hér tilbúin fyrir þig og öll nýju tímabilin sem við förum í gegnum. Ég er ekki að fara neitt, þetta er bara nýtt tímabil.

Facebook Comments

Share: