TIK TOK – Erum við nógu meðvituð?

TIK TOK – Erum við nógu meðvituð?

DISCLAMER.
Þetta verður beinskeytt og mögulega langt rant, en þetta er byggt á minni persónulegu reynslu af þessu appi.

TikTok (áður Musical.ly) er eitt vinsælasta app í heimi. Síðan fyrirtækið opnaði dyr sínar fyrir notendur utan Kína árið 2017 eru komnir yfir 500 milljón staðfestir/virkir notendur og þetta fer bara vaxandi í vinsældum og ekki bara meðal yngra fólksins.  Ég bjó mér meiraðsegja til aðgang til að sjá hvað allt þetta hype væri um. Hafa skal í huga að 41% af notendum TikTok eru á aldrinum 16 og 24 ára en samkvæmt reglum TikTok þurfa notendur að vera lágmark 13 ára gamlir. Samt er mælt er með að þeir séu 16+ bara byggt á efninu sem er á þessu appi en MJÖG mikið er um efni sem ekki hæfir einstaklingum undir 18 ára aldri – og ég hef séð börn allt niður í 8 ára þarna inná.

Svo þið vitið aðeins hvað þetta snýst um, þá snýst þetta um að búa til myndbönd (allt frá nokkrum sek og uppí mínútu) og fólk getur þá skoðað myndböndin, skilið eftir athugasemdir, “duettað” þau, líkað við þau, deilt áfram og bara name it – hugsið um þetta eins og kariókí nútímans. Fólk er farið að leggja gríðarlegan metnað í myndböndin, ég hef séð aðila vera með heilu production teymin í kringum myndböndin sín og mér finnst það frábært. Þetta app gefur manni færi á að fá ótrúlega skemmtilega listræna útrás og hægt er að gera allt frá förðunarmyndböndum útí dans eða búninga eða söng. Bara name it, það er nánast allgjört listrænt frelsi (en auðvitað eru community guide lines sem þarf að fylgja og þeir eru víst frekar strangir á þeim eftir því sem ég hef séð eins og þegar kemur að sjálfsskaða og vopnanotkun).

En eins og ALLT á internetinu hefur þetta skugga hliðar. Skuggahliðar sem foreldrar ÞURFA að vera meðvitaðir um. Ég veit að ef maður minnist á öryggi á internetinu við foreldra þá fær maður alltaf sömu rulluna “já ég skoða sko alveg hvað barnið mitt er að gera blablabla.” því ekkert foreldri vill viðurkenna að í mörgum tilfellum (ekki öllum auðvitað) ER ÞAÐ KJAFTÆÐI. Foreldrar geta ekki fylgst með öllu sem börnin gera ef þeir leyfa börnunum eða vera á Instagram eða TikTok eða einhverjum af þessum öppum. Þið getið ekki alltaf fylgst með athugasemdunum sem þau skilja eftir eða hverju einasta myndbandi sem þau horfa á. Til að einfalda þetta (og við höldum okkur við TikTok) þá eru 2 flipar á “forsíðunni”. Þeir eru “following” og “For you”. Undir Following hnappnum sérðu efni frá þeim sem þú fylgir, og svo For You síðan – þar birtist efni frá fólki útum allann heim og á öllum aldri, vissulega er ákveðin formúla sem stýrir því hvaða myndbönd fara inná For You síðuna þína en þetta snýst líka um aðgengið að óviðeigandi efni. Áður en ég svo mikið sem líkaði við eitthvað myndband á þessari síðu eða gerði nokkuð skapaðann hlut voru búin að birtast myndbönd hæfðu einungis fullorðnu fólki (í mínu tilviki voru það nokkur myndbönd með BDSM fróðleik, furries og myndband þar sem strákur var að leika það að kyrkja stelpu og er það myndband mjög vinsælt sem þýðir að það birtist á For You síðunni hjá fleiri notendum).

Ég ætla bara alveg að koma hreint fram og segja það eins og það er. Tölvur og símar eru oft (og ég er alveg sek um það líka hæ krakkarúv og youtube og takk fyrir að leyfa mér að brjóta saman þvottinn í friði og bara anda eftir leiðinlegan dag) orðnar barnapíur fyrir börnin okkar og við sofnum á verðinum. Og það er ekkert óeðlilegt, við búum á þessari tækniöld þar sem heimurinn er bókstaflega í höndunum á okkur. En, það er ástæða fyrir því að þetta app er með aldurstakmark. Ég hef séð börn nota tónbúta úr kynferðislegum lögum og dansa við þau (Eitt vinsælasta lagið er lagið Sex Talk með Delli Boe, mæli bara með að foreldrar lesi textann við það lag sjálfir svo þeir heyri hvað börnin dansa við) og ég hef séð börn skilja eftir viðurstyggilegar athugasemdir á myndbönd hjá öðrum krökkum, og taka virkann þátt í einelti og öðru niðurrifi. Segja öðrum börnum að þau séu ljót, og hötuð og eigi að drepa sig.

Er í alvörunni 5 mínútna pásan þess virði að láta enn eitt verkfærið í hendurnar á BÖRNUM sem þau hafa ekki andlegan þroska til að nota á réttann hátt? Og áður en einhver gjörsamlega fær kast og öskrar á mig. Þá auðvitað vilja allir foreldrar það besta fyrir sín börn og það vilja allir foreldrar fylgjast með því sem börnin þeirra gera á netinu – en það sem foreldrar halda kannski að sé skaðlaust (eins og Tiktok) er það bara alls ekki. Og við megum ekki sofna á verðinum.

 

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *