Þvottahús : Fyrir&Eftir

Þvottahús : Fyrir&Eftir

Ég var hreinlega komin með ógeð af þvottahúsinu mínu, það safnaðist alltaf fullt af drasli þarna inni og ekki pláss fyrir neitt, þvottakörfur á gólfinu og ekkert hillupláss. Ég komst ekki að vaskinum útaf þvottakörfum og þvotti. Já ég var komin með nó og vildi ég geta notið þess að þvo þvottinn, hahaha já ég sagði það- ég vildi njóta þess að þvo þvottinn. Ég eyði nefnilega hellings tíma inní þvottahúsi, þá að þrífa fötinn okkar og að nota vaskinn þar inni.

Þegar Eggert var að fara á sjó þá sagði ég við hann að ég ætlaði að breyta þvottahúsinu og eins og flestir karlmenn þá játa þeir bara og amen haha, þegar ég var búin að sannfæra hann um að það þyrfti virkilega að breyta því þá loksins samþykkti hann og leyst vel á hugmyndina. Ég fór strax að skoða lausnir fyrir þvottahúsið, ég fór inná Skreytum Hús grúbbuna sem er á facebook og spurði þar hvað ég gæti gert.  Ég fékk fullt af frábærum hugmyndum og lág ég eitt kvöldið í tölvunni að hugsa hvað ég gæti gert.  Ein stelpa benti mér á ALGOT línuna frá Ikea og fannst mér það snildar lausn.  Þar er hægt að kaupa stangir sem eru með festingum og þær eru festar á vegginn og svo er hægt að kaupa hillur,körfur,þvottasnúru og fleira til að festa á þessar stangir.

Daginn eftir skellti ég mér í Ikea og leyst mér mjög vel á þessa línu,  ég fór strax heim að mæla og sjá hvað ég þurfti mikið af hillum og fékk ég Guðrúnu vinkonu mína til að koma og hjálpa mér.  Ég ákvað að nýta vel lofthæðina í þvottahúsinu, þó það sé frekar lítið þá er það mjög hátt til lofts. Ég fór svo daginn eftir og keypti allt sem ég þurfti, eða ég þurfti alveg að fara 2-3 í ikea, það var alltaf eitthvað sem gleymdist.  Ég var með allan þvott í risa dúnkum á gólfinu og vildi ég reyna færa þvottakörfurnar upp. Í algot línunni var hægt að kaupa rennur sem er hægt að setja grindur á, skellti ég mér á þær og þetta kom ótrúlega vel út.  Pabbi kom að hjálpa mér að bora upp stangirnar og svo sá ég um rest,  þetta tók 2 daga frá þeim degi sem ég fékk flugu í hausinn að breyta þvottahúsinu.  Ég er bara þannig gerð ef ég fæ hugmynd þá verð ég að framkvæma strax !  Er öruglega ekki ein um það haha .

 

img_7831

Hér sjái þið fyrir mynd, dísus kræst. Hvernig gat ég verið með þetta svona, hræðilegt.  Allt útum allt og ekkert skipulag.

ooooog svo

eftir.JPG

Hér sjái þið eftir breytingar, miklu betra pláss,nó af hilluplássi,ég kemst að vaskinum án þess að þurfa beygja mig yfir allt. Ég er sérstaklega ánægð með þvottakörfurnar, hægt að renna þeim út og taka þær niður og þá get ég sett í þvottavélina, ótrúlega þægilegt.  Er reyndar með þvottakörfuna hans Viktors þarna á gólfinu en hún tekur ekkert pláss.  Ég setti svo þvottaefnið upp í hillurnar og gott aðgengi að því. Keypti svo plastkassa sem ég geymi allskonar dót í.  Það er eigilega of mikið hillupláss og ég veit ekki hvað ég á að setja í hillurnar haha.  Ég er ekkert smá sátt með útkomuna og kostaði þetta sirka 20 þús, sem mér finnst alls ekki mikið.

Þið getið farið HÉR og skoðað Algot línuna frá Ikea, margt ótrúlega sniðugt sem er hægt að gera.

 

*Þangað til næst*

hildur

 

 

 

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share:

2 Comments

  1. November 21, 2016 / 7:49 am

    Eftir myndin er svo lítil að hún sést varla og ekkert hægt að smella á hana til að stækka.