ÞRASTALUNDUR

ÞRASTALUNDUR

Færslan er unnin í samstarfi við Þrastalund.

Hvað er betra á ljúfum laugar eða sunnudegi en að skella sér út fyrir höfuðborgina í rólegt og fallegt umhverfi? Fá sér góðan mat og jafnvel ef það er bílstjóri með í för, að fara alla leið og gæða sér á kampavíni?

Við hjá Öskubuska.is skelltum okkur í smá road trip þar síðustu helgi og ferðinni var haldið á Þrastalund.  Við mættum og var tekið mjög vel á móti okkur. Okkur var vísað til sætis þar sem við gátum notið þess að horfa á fallegu íslensku náttúruna í fallegu haust veðri og var þetta mjög friðsælt og kósý.

IMG_0818

Við ákváðum að fá okkur VIP brunch og sígildan brunch, þvílik og önnur eins veisla sem var í boði. Bacon, egg, humar, djúpsteiktur camenbert, ávextir, boozt, 5 korna súrdeigs sveitabrauð, ostur & pastarmi skinka, kartöflubátar, sítrónu límónu skyrmús, amerískar pönnukökur, hlynsíróp, appelsínusafi, kampavín svo var máltíðinni lokið með rjúkandi heitu kaffi eða kakó með rjóma. Einnig er hægt að fá ótrúlega góðar pizzur hjá þeim og miklu fleira. Maturinn var hreint út sagt frábær og það fór enginn svangur heim. Þjónustan var alveg fyrirmyndar, þjóninn var frábær og vorum við einstaklega sáttar með hann.

IMG_0718.HEIC

23483305_10155956006584885_690363281_o

Það sem var einnig heillandi var hvað Þrastalundur er barnvænn, en þar er skemmtilegur leikgarður með leikfangahúsi með rólum og rennibraut. Barnamatseðill var svo í boði fyrir yngstu viðskiptavinina.

Við viljum þakka Þrastarlundi kærlega fyrir okkur en við munum klárlega leggja leið okkar aftur þangað í framtíðinni og við hjá Öskubusku mælum með þessum stað, enda mjög skemmtilegt að taka bíltúr með fjölskylduna og gæða sér af góðum mat.

Þið getið skoðað meira um Þrastalund HÉR

IMG_0776.HEIC

23484875_10155956006599885_1775608515_o

oskubuska

Facebook Comments

Share: