Þjóðhátíðarbakpokinn

Þjóðhátíðarbakpokinn

Í bakpokann

Húfa – Ef það gerir leiðinda veður er alltaf gott að vera með húfu eða eyrnaband.

Vettlingar – Fyrir símafíklana mæli ég með 66 fingravettlingum sem virka á snertiskjáinn.

Undirbreiðsla – Þessar köflóttu úr Rúmfatalagernum hafa algerlega staðið undir sínu undanfarin ár. Þær eru ekki dýrar heldur svo það er enginn skaði skeður ef þær skemmast eða týnast. Þetta er eins konar teppi með plasti undir þannig það blotnar ekki í gegn í Brekkunni.

Poki undir rusl – Reynum öll að vera minni sóðar, setjum ruslið okkar í poka og hendum því í næstu tunnu.

Plastbrúsi – Ég keypti mér æðislegan brúsa með röri í Byggt og búið í Kringlunni en hann er stór þanig það er hægt að skera jarðarber eða sítrónu og setja ofan í ef maður vill (svo er hann bara tilvalinn sem vatnsbrúsi í ísskápinn framvegis). Mæli samt með þvi að gera tilraunir með alla brúsa hvort þeir leki nokkuð, það er fátt leiðinlegra en að hafa allt klístrað í töskunni í miðri Brekkunni og þurfa að fara að redda því.

Blautþurrkur – Water wipes eru lausar við alla olíur og ilmefni svo þær má nota i stað klosettpappirs ef þörf krefur, til að þurrka klistur eftir blöndunarsnilli í brekkunni, til að þvo sér i framan eða bara í hvað sem er.

Upptakari – Ef þú ætlar að hafa með þér drykk í gleri í guðana bænum vertu með upptakara og ekki sýna snilli þína í að opna flöskuna með tönnunum!

Nasl – Gleymist allt of oft og maður fer i langa röð til að kaupa bara eitthvað þvi maður er svo svangur, gott að vera með poka af Gifflar snúðum eða pizzusnúðum eða einhverju sem hægt er að koma ofan i sig reglulega yfir kvöldið og vera svo með samloku eða einhverja næringu meðferðis í töskunni þegar þú allt í einu ert að farast úr hungri.

Lyf – Mæli með að hafa Histasín meðferðis ef grasofnæmi gæti gert vart við sig. Svo er alltaf gott að eiga stauk af Treo og/eða önnur verkjalyf í töskunni, ef þú ert hausverkjameistari eins og ég t.d. nú eða bara fyrir mánudagsmorguninn!

Sólarvörn – Kannski lítil þörf á henni núna en maður svo sem veit aldrei. Ef þu ert bara á leið í sólarhringsferð þá mæli ég með að smella henni bara á helstu staði aður en farið er af stað.

Hleðslubanki – Síminn er mikið notaður í Snap, Instagram og þess háttar og rafhlaðan ekki lengi að tæmast. Þar fyrir utan vill enginn verða með straumlausan síma og verða viðskilja við hópinn sinn.

Klæðnaður

Pollabuxur: Það á að rigna eitthvað í ár og brekkan verður ekki smekkleg þegar fer að líða á helgina. Ef þú ert í pollabuxum þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að detta eða misstíga þig í brekkunni, það gerir ekkert til. Já og ef það fer að helli rigna þá skiptir það heldur ekki máli.

Innanundirföt: Gott er að vera í einhverju mjúku og þægilegu undir útifötunum. Þröngu gallabuxurnar eru kannski ekki alveg málið undir pollabuxurnar.

Hlý peysa: Ég er yfirleitt bara í einhverri góðri ‘flís’peysu eða ullarpeysu svo mér verði ekki kalt. Úlpur eru dýrar og fyrirferðamiklar og ekki þörf á þeim á þessum árstíma.

Góðir skór: Ef þú átt þægilega gönguskó eða Timberland eða eitthvað í þeim dúr er það tilvalið. Nú ef ekki þá bara einhverja gamla sem þér er sama að skemmist mögulega. Þeir koma ekki hreinir með þér heim eftir Brekkuna.

 

Ef það er eitthvað sem þú manst eftir sem má bæta við þá endilega bættu því við í kommentum hér fyrir neðan! 

 

Að lokum vil ég bara minna alla á að vera vakandi fyrir því sem er að gerast í kring um okkur. Aðstoðum þá sem þurfa á hjálp að halda, verum góð og pössum upp á hvert annað <3

 

Author Profile

Selma

Selma er 27 ára móðir frá Húsavík. Búsett í Reykjavík ásamt syni sínum Val Frey (2017). Hún er með Ba. próf í almennum málvísindum og leggur nú frekari stund á nám í íslensku við Háskóla Íslands. Áhuginn liggur í flestu tengdu Íslandi og íslensku en einnig öllu sem viðkemur móðurhlutverkinu, heimilinu, lífsstíl, þrifum, skipulagi og svo mörgu öðru.


Facebook Comments