Þá hefst brúðkaupsundirbúningurinn!

Screenshot_20180130-145237

 

Við Halldór minn stefnum á að gifta okkur núna í ágúst og er ég þ.a.l. byrjuð á fullu að undirbúa væntanlegt brúkaup.

Það er margt og mikið sem þarf að huga að þegar maður er að plana stóra veislu og það sem kemur mér eiginlega mest á óvart (eða svona fyrir utan það að allt sem kallast brúðkaups- eitthvað er a.m.k. helmingi dýrari en nánast sama vara/þjónusta kostar venjulega) er hvað maður þarf að vera tímalega í öllu.

Ég byrjaði undirbúninginn rólega fyrir jólin, fann fullt af listum á netinu yfir hvað sniðugt væri að gera og með hve löngum fyrirvara. Ég fann fljótt út úr því að mig langaði að eiga svona brúkaupsbók (“Wedding Planer”) og fann eina sem ég ákvað að kaupa.

Screenshot_20180130-151508

Hægt og rólega hafa blaðsíðurnar fyllst og mér finnst mjög gott að hafa svona bók upp á yfirsýnina að gera. Það er gott að geta ferðast með hana milli staða, sýnt fólki hvað maður er að spá og sett inn kvittanir, upplýsingar og fleira í bókina.

Bókin sem ég keypti heitir A Decadent Do Wedding Planer og ég fékk hana á síðunni www.hobbtcraft.co.uk, en HÉR er linkur á bókina sjálfa 🙂

 

Screenshot_20180130-151619

 

Þessi bók er vel skipulögð og kaflaskipt. Hún er reyndar gerð fyrir amerísk brúðkaup þannig að það er ýmislegt sem mér finnst ekki alveg eiga við, en þeim blaðsíðum sleppi ég auðvitað bara eða nýti þær undir annað, eins og t.d úrklippur, “mood board” o.fl.

Screenshot_20180130-151357

Ef þið viljið fylgjast með mínum undirbúningi þá verð ég talsvert virk á Instagraminu mínu, endilega smellið einu follow á það – hildurhlin

 

HildurHlín

 

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *