Tenerife

Tenerife

 

Við litla fjölskyldan skelltum okkur til Tenerife í ágúst eins og þið sáuð örugglega á snappinu mínu (hilduryr) og Öskubusku snappinu (oskubuska.is).   Ég var búin að tala nokkru sinnum við Eggert um að mér langaði að fara eitthvað áður en sumarið kláraðist og áður en Viktor Óli byrjaði á leikskóla. Líka bara að komast aðeins í annað umhverfi og njóta saman við fjölskyldan.  Í enda júlí ákváðum við á seinustu stundu að panta ferð til Tenerife. Ég fer á fullt að skoða hjá öllum ferðaskrifstofum og finn frábæra pakkaferð hjá Heimsferðum. Ég fékk ótrúlega góða þjónustu hjá þeim og ekkert mál að hringja þangað og fá hjálp.  Ég pantaði ferð frá 17-27 ágúst á æðislegt hótel með öllu inniföldu.

Við áttum þetta bæði skilið að komast aðeins út fyrir rútinuna og slaka á, sérstaklega Eggert það sem hann er búin að vera ótrúlega duglegur að vinna.

Mér langar að byrja seigja ykkur aðeins frá flugferðinni,  ég var mjög stressuð fyrir fluginu því þetta er 5 og hálfs tíma flug, og þeir sem lásu bloggið mitt um Noregsferðina þá var reynsla mín að fljúga með barn ekki góð. Nóttina fyrir brottför var ég með í maganum og var svakalega stressuð.  Ég verð oft líka mjög stressuð á að gleyma eitthverju og svaf voða lítið því hausinn á mér á fullu um hvernig flugið mundi ganga og hvort ég væri að gleyma eitthverju.  Við áttum flug kl 8:20 þannig við þurftum að vakna eldsnemma til að fara uppá flugvöll. Þegar það var komið uppá flugvöll var Viktor Óli mjög hress,  mamman ekki eftir lítin svefn og stresshnút í maganum.  Til að gera langa sögu stutta þá skil ég ekki hvað ég var að stressa mig,  flugið gekk eins og í sögu.  Minn maður dundaði sér og svaf hálfa ferðina og ekkert mál báðar flugferðirnar. Það sem hélt honum mest upptekum vöru bílar, en ég var með nokkrar myndir á ipad og svo er hann nýfarinn að fatta Georg&Félagar appið, svo var ég með skvísur og smá snarl fyrir hann og stútkönnu með vatni.

 

IMG_8827

Mér langar svo aðeins að segja ykkur frá hótelinu sem við vorum á sem heiti Park Club Europe, ég var búin að skoða aðeins um hótelið þegar ég pantaði og leyst mjög vel á það. Ég var samt ekkert að búast við svakalegu hóteli, það var nálægt miðbænum og 5 mín frá ströndinni sem var stór kostur. Þegar við komum á hótelið þá var ég hissa hversu stórt og flott hótel þetta væri, eina sem Eggert var ekki sáttur við að það væri ekki loftkæling í herberginu,  en það böggaði mig ekki neitt því ég er algjör kuldaskræfa og finnst gott að sofa í hita og vera í hita.   Ég fékk margar spurningar á snapchat hvaða hóteli ég væri á því ég sýndi aðeins frá því á snapchat.  Við vorum með allt innifallið og mæli ég ótrúlega mikið með því, að fá vatn,bjór,gos og allan mat á hótelinu sparar manni hellings pening, reyndar borgar maður aðeins meira fyrir það en kosturinn við það að maður er ekki alltaf að taka budduna upp.  Á þessu hóteli var lítill bar á daginn sem var opinn til að sækja sér drykki og svo var lítið horn sem maður gat náð sér í að borða allan daginn og einnig hægt að þjóna sér sjálfum og náð sér í gos,vatn og bjór. Svo var auðvitað matsalur með morgunmat,hádegismat og kvöldmat og mjög fjölbreyttur og fínn matur. Svo var einnig á hótelinu grillveitingastaður og þar var hægt að fá sér grillað kjöt og fleira sem var mjög góður kostur til að breyta aðeins til. Svo var opinn bar á hverju kvöldi, okkur til mikillar gleði haha.

 

Sundlauga garðurinn var æði, flott barnalaug og svæðið mjög stórt og flott. Það var alltaf full dagskrá á daginn í sundlaugagarðinum, fótbolti,bogakast og fleira skemmtilegt. Svo var sér barnagarður með barnasundlaug með rennibrautum og það er gert eins og lítill strönd, mjög flott.  Svo var fullt í boði fyrir eldri börn, td barnaklúbbar og alltaf dagskrá á daginn og kvöldin fyrir börn og fullorðna.  Svo voru búr með allskonar dýrum, páfagaukum,fuglum,kanínum,skjaldbökum og naggrísum og Viktor Óla fannst rosalega gaman að skoða dýrin. Ég mæli allavega svakalega vel með þessu hóteli og við munum pottþétt fara þangað aftur. Mjög gott og fjölskylduvænt og allt starfsfólk yndislegt. Mæli allavega klárlega með þessu hóteli.

Það var bæði mjög krefjandi og skemmtilegt að fara með einn svona kröftugan 19 mánaða. Hann stoppaði ekki, vildi bara hlaupa um og vera ofan í sundlauginni. Ef hann hefði fengið að ráða þá hefðum við bara verið í sundi allan daginn haha. Ég keypti kút fyrir hann í Ellingsen sem heitir Puddle Jumper, snildar kútur sem ég mæli svakalega með. Fyrst vildi hann alls ekki fara í hann en þegar hann fattaði hversu vel hann hélt honum uppi þá vildi hann ekki fara úr honum.  Hann var farinn að vera mjög sjálfstæður í sundlauginni seinustu dagana og hljóp og skutlaði sér í barnalaugina sem var mjög grunn en auðvitað vorum við alltaf hjá honum en við þurftum ekki stanslaust að halda í hann og passa hann.   Reyndar 5 daginn þá fékk hann eyrnabólgu úti og fórum við á læknavaktina að fá sýklalyf og þá þurftum við extra mikið að passa upp á eyrun. Það var mjög erfitt þar sem hann var alltaf að hoppa og skutla sér í sundlauginna.  Þegar hann svaf á daginn þá lágum við Eggert í sólbaði á meðan sem var mjög notalegt, hann hélt bara sinni rútinu,  reyndar fékk hann að vaka aðeins lengur á kvöldin og skemmti hann sér vel uppá sviði að dansa með öðrum krökkum.

 

Það er ótrúlega mikið hægt að gera á Tenerife og sérstaklega þegar maður er með börn.  Við fórum í 2 garða.  Monkey Park og Jungle Park , það var ótrúlega gaman að skoða öll dýrin.  Í Monkey Park er hægt að gefa öpum að borða og labba um og skoða allskonar tegundir af öpum, einnig eru páfagaukar og skjaldbökur. Í Jungle park var miklu fleiri dýr, td. ljón,fuglar,mörgæsir,apar,selir og fleira. Hægt var að fara inn í nokkur búr sem voru með lausum öpum og svo var líka hægt að fara inn í búr með páfagaukum og þeir flugu til manns og maður gat haldið á þeim.  Það var ótrúlega gaman að labba þarna í gegn og skoða.  Ég var einmitt með Öskubusku snappið þegar við fórum í Jungle Park og þeir sem eru með snappið okkar feingu aðeins að sjá frá dýragarðinum.

Myndir frá Monkey Park

IMG_8699

Myndir frá Jungle Park

 

Svo var auðvitað kíkt í moll og verslað smá í H&M og Zöru. En annars var þetta æðisleg ferð og skemmtileg tilbreyting að vera ekki að fara í djammferð, bar að fara í rólega fjölskylduferð. Mér langaði bara aðeins að skrifa um hvað við gerðum í þessari ferð og sýna ykkur myndir og svo ætla ég að gera í næstu viku hvað mér finnst must að hafa með til sólarlanda.

 

 

img_8797

*Þangað til næst*

hildur

 

 

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: