Tax-Free dagar í Hagkaup

Tax-Free dagar í Hagkaup

Færslan er ekki unnin í samstarfi við Hagkaup

 

Þá er komið að Tax Free dögum, en tax free dagarnir eru tilvalið tækifæri til að fylla á uppáhaldsvörurnar sínar og leyfa kannski nokkrum nýjum að bætast við safnið 😉

Ég kíki yfirleitt alltaf á Tax Free dagana og finn mér eitthvað spennandi, þannig að ég ákvað núna að setja saman smá lista með mínum uppáhaldsvörum í augablikinu.

*Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf

 

1. Hypnose Doll eyes maskarinn frá Lancome  Ég hef prufað alla Hypnose maskarana frá Lancome og þeir eru allir frábærir, en þessi er samt minn allra uppáhalds. Hann lyftir og lengir augnhárin og þekur vel öll augnhárin. Burstinn er keilulaga sem þekur allra minnstu augnhárin og gefur augnumgjörðinni víðara útlit.

2. Magic Concealer frá Helena Rubenstein – Léttur og þekjandi hyljari sem er einstaklega mjúkur og auðvelt er að bera hann á augnsvæðið. Maður þarf einstaklega lítið til að þekja svæðið og fela dökka hringi og þreytumerki.

3. Eau Douceur Micellar Cleansing Water frá Lancome – Ég  veit hreinlega ekki hvað ég hef farið í gegnum margar svona flöskur, þetta er algjör staðalbúnaður í minni húðhreinsun. Ég kalla þetta stundum letingjann þar sem að það er svo gott að hreinsa farða af með þessum að ég hreinsa stunum húðina ekki meira en bara með þessum 😉

4. Visionnarie Advanced Multi Correcting Cream frá Lancome* –  Þetta er nýja uppáhalds kremið mitt, en Visionnarie línan hentar einstaklega vel húðgerðum 25 ára og eldri, en í stuttu máli er vörunum í þeirri línu ætlað að vinna á móti öldrun húðarinnar. Vörurnar þétta húðina, minnka sýnileika svitaholna og gefa húðinni rakamikla fyllingu.

5. Bronzing Gel frá Kanebo – Þetta gel er algjört möst á sumrin og haustin. Bronzing gelið er einstaklega létt og þægilegt, en hægt er að nota það eitt og sér, blanda því við dagkrem eða bara yfir léttan farða og það gefur húðinni einstaklega fallegan sókysstan blæ.

6. Modern Frtiction frá Origins – Þennan kornahreinsi hef ég alltaf í sturtunni og nota hann nánast daglega, hann hreinsar ótrúlega vel, jafnar út húðina og leiðréttir litamismun í húðinni.

7. Gentle Eye MakeUp Remover frá Clarins – Þessi augnfarðahreinsir hentar mér einstaklega vel. Ég er með viðkvæm augu og nota linsur daglega þannig að ég þarf augnfarðahreinsi sem er alveg extra léttur og þessi tikkar í öll box.

8. Instant Light Natural Lip Perfector frá Clarins – Einn besti varagloss sem ég hef átt og leynist þessi alltaf í veskinu mínu. Hann er léttur og þægilegur og hægt er að nota hann bæði einan og sér sem og yfir uppáhalds varalitinn manns.

9. DayWeat Sheer Tint frá Estee Lauder – Litað dagkrem sem gefur húðinni fallega og jafna ljómandi áferð. Í kreminu eru litlar litaragnir sem aðlaga sig að þínum húðlit og hefa manni náttúrulegan lit og frísklegt útlit. Ég nota þetta dagkrem nánast alltaf á sumrin og vel fram á haustin.

10. “Gullpenninn” frá YSL – Gullpenninn er einskonar töfrapenni en hann þurrkar út öll þreytumerki með einum smelli. Mér finnst hann vera algjört þarfaþing í mínu snyrtiveski.

 

// Fylgdu mér á instagram @hildurhlin

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share: