Takk fyrir mig konur

Takk fyrir mig konur

Takk fyrir mig 

Takk fyrir mig góðu konur er það sem mig langar að segja. Samanburður eða dómharka við sjálfa/n sig getur verið svo ótrúlega  lúmskt fyrirbæri. Undanfarið hefur verið hellings umræða um jákvæða líkamsímynd og ég finn það dag frá degi að það hefur ekki síður áhrif heldur en það neikvæða sem finnst víða. Svo því fleiri sem nenna að halda umræðunni á lofti því meira af þessu síast inn í hausinn á okkur.

Rétt í þessu var ég að skoða instagram og þar kom bikiní mynd af stelpu sem var með mér í bumbuhóp og ég hugsaði vá ókei hvernig er hún bara orðin svona mjó og flott, vá! Djöfull þarf ég að fara að gera eitthvað í mínum málum..svo las ég textann undir myndinni – “ekki láta blekkja ykkur, svæpið til hliðar!” Þar var svo raunverulega mynd að finna og . Svona póstar virkja heilann í manni, alveg eins og þessir óheilbrigðu gera nema bara til hins betra.

Mér finnst bara svo frábært að vera stödd í samfélagi þar sem fólk má vera alls konar og ég er svo glöð að finna að heilinn í mér sjálfri er hægt og rólega að breytast. Trúið mér þegar ég segi að ég var á tímabili eflaust með þeim allra verstu í að dæma annað fólk. Ég viðurkenni það að ég dett alveg í gryfjuna að fara að dæma en það jákvæða er að ég er oftar og oftar að góma sjálfa mig við það og “laga” hugarfarið. 

Þegar ég stóð svo í Akureyrarlaug á háanna tíma (já það var sko löng röð út) og ég sá konurnar labba um klefann (ég tek það fram ég stóð ekki og var að glápa til að dæma heldur bara var þarna í klefanum eins og hinar) litlar, flúraðar, mjóar, stórar, hvítar, tanaðar, slitnar, sléttar, sílikonaðar, flatbrjósta, mjóar, feitar og allt allt þar á milli og það eina sem ég hugsaði þegar ég  rölti út úr klefanum var vá hvað þið eruð allar magnaðar og allar flottar! Þá fannst mér heilinn í mér vear kominn á fallegan stað sem mig langar að staldra við á eða ekki bara staldra við á heldur eiga heima á!

Höldum áfram að vera alls konar og takk þið flottu konur!

Fæ að setja hér inn nokkrar sem hafa haft afskaplega jákvæð áhrif á minn heila og aðrar sem eru óhræddar að vera þær sjálfar. En svo á ég auðvitað margar dásamelgar vinkonur (sem ekki eru opinberar persónur) sem hafa tamið sér þetta sama hugarfar líka, það er ómetanlegt og ég er heppin.

Veit ekki hvar skal byrja með þessa mögnuðu konu sem er óhrædd að vera hún sjálf, ræða bresti sína og gera grín að sjálfri sér. Að vera samferða henni í gegnum meðgöngu og fyrstu ár barnsins er ómetanlegt. Annars finnst mér hún líka bara svo fyndin!

Lögin, spjallið, myndirnar og allt hitt sem þessi er að bralla. Glæsileg að utan og skessa að innan með það fallega, erfiða, fyndna og sorglega einhvern veginn allt í bland.

Þessi sem ég hélt, eftir eina förðunarfyrirspurn, að væri svona líka gríðarlega mikil tussa, reyndist svo vera einhver almesta dúlla sem ég hef heyrt tala!

Þrátt fyrir að vera ekki fylgjandi hennar á instagram (sem ég þarf að bæta úr) hefur ótrúlega jákvæð umfjöllun hennar um að elska sjálfa/n sig samt náð til mín.

Mömmur ! Fylgið Kviknar á instagram, þar er samansafn af öllu því erfiða, fallega, sorglega, dásamlega sem fylgir meðgöngu og barneignum. Þessi kona er búin að gera stórkostlega hluti og skapa gagnabanka fyrir lífstíð fyrir konur að leita í ef móðurhlutverkið bankar upp á.

Það sem hún tekur sér fyrir hendur verður yfirleitt að gulli! Líkamleg og andleg sjálfsrækt í góðu jafnvægi er eitthvað sem ég myndi leita til hennar með. Það er í lagi að taka líkaman í gegn en mundu að sálin þarf að fylgja með.

Að lokum kemst ég ekki hjá því að nefna þessar tvær Öskubuskur sem eru óhræddar að vera þær sjálfar og standa fyrir sínu ! Þið finnið meira af þeim hér:
IngibjörgAmanda

Author Profile

Selma

Selma er 27 ára móðir frá Húsavík. Búsett í Reykjavík ásamt syni sínum Val Frey (2017). Hún er með Ba. próf í almennum málvísindum og leggur nú frekari stund á nám í íslensku við Háskóla Íslands. Áhuginn liggur í flestu tengdu Íslandi og íslensku en einnig öllu sem viðkemur móðurhlutverkinu, heimilinu, lífsstíl, þrifum, skipulagi og svo mörgu öðru.


Facebook Comments