Syndsamlega góð skinkuhorn!

Syndsamlega góð skinkuhorn!

Það sem er endalaust bakað af á mínu heimili eru skinkuhorn… og þau eru étin upp til agna á núll einni!

Mig langar til að deila með ykkur uppskrift að BESTU skinkuhornum í HEIMI!! (að mínu mati)

 

(þau eru kannski ekki fallegust í heimi en þau eru góð ég lofa!)

Hér kemur svo uppskriftin:

600gr hveiti

4dl vatn (ca 37°c heitt)

100gr bráðið smjörlíki

2tsk sykur

2tsk salt

2 bréf þurrger

1 dós af skinkumyrju

1 bréf skinka

1 egg (ekki nauðsynlegt)

Aðferð:

Hveiti, sykri og salti skellt í hrærivélaskálina, á meðan smjörlíkið bráðnar þá set ég 4dl af vatni í skál eða stórt glas og helli gerinu út í og hræri vel saman. Vatnsblöndunni og smjörlíkinu er svo hellt út í skálina með þurrefnunum og látið hnoðast vel saman.

Deigið þarf svo að lyfta sér undir viskastykki í ca 20-30 mín. Þá lítur það svona út.

18142966_10209558500104952_568093298_n

Þetta deig er svo vel hefað að skálin undir því sést ekki haha!

Deiginu er svo rúllað upp í svona “pulsu” og skorið í 4 parta. Hver partur verður svo að 8 skinkuhornum. Deigið er flatt út í hring og skorið í  “pizzasneiðar”.

18254099_10209601437818368_1203958544_n.jpg18302334_10209601437498360_1305337645_n

Svo þegar deiginu hefur verið skipt upp eru hornin fyllt. Ég sker skinkuna niður í litla bita og set einn til tvo skinkubita í hvert horn. Þar næst set ég uþb. teskeið af skinkumyrju í hvert horn. Það má auðvitað nota hvaða smurost sem er, ég hef sjálf prufað að nota paprikuost og camembertostinn en finnst skinkumyrjan best.

18308835_10209601437978372_422445674_n

Það getur verið smá “tricky” að loka hornunum þannig að osturinn leki ekki út en ég geri það þannig að ég byrja á breiðari endanum og breiði hornin yfir skinkumyrjuna og tek svo restina af horninu og rúlla upp. Svo þarf að klemma endana vel saman svo ekkert leki út! En engar áhyggjur, æfingin skapar meistarann og það lekur oft út hjá mér þó ég sé búin að baka þessi horn í milljón ár!

18254668_10209601437898370_260784242_n18254057_10209601437698365_886373300_n

Hérna sést hvernig ég breiði hornin yfir ostinn og rúlla svo upp.

Þegar hornin eru upprúlluð og tilbúin á plötu þá nota ég eitt egg, hrært saman og pensla yfir. Það er algjörlega val hvers og eins en persónulega finnst mér þau girnilegri og einnig er gott að gera þetta ef maður vill strá birki eða sesamfræum yfir.

18308658_10209601437538361_591858871_n

Já þessi mynd er mjög svo uppstillt bara fyrir þetta blogg! Allt fyrir ykkur elsku lesendur :’D

Hornin eru svo bökuð á 200°c á yfir og undirhita í sirka 20 mínútur eða þangað til þau eru fallega brún.

Þá er það komið lömbin mín og ég hvet ykkur til að prófa ???? Ég bið ykkur vel að lifa, þangað til næst <3

ValgerðurSif.jpg

Facebook Comments

Share: