Sunnudagsspjallið – CoRneLLi Kids

Sunnudagsspjallið – CoRneLLi Kids

Kornelia er tveggja barna móðir en hún á 5 ára dóttur og 3 ára son. Saumaskapur hefur alltaf verið hennar áhugamál og hún byrjaði að sauma sjálf þegar hún var um 16-17 ára gömul.

Hún tók svo upp á því að fara að sauma fyrir börnin sín föt, sængurföt og púða sem dæmi. Í lok ársins 2016 opnaði Kornelia síðuna sína CoRneLLi Kids þar sem hún fór að selja barnaföt eftir pöntunum. Þá fór boltinn að rúlla og smám saman stækkaði viðskiptahópurinn.

Kornellia fær aðallega innblástur frá börnunum sínum og fólkinu í kringum sig. Hún elskar blúndur, kraga, pífur og þess háttar smáatriði og þess vegna hefur hún gert meira af því að sauma á stelpur heldur en stráka en kjólarnir hennar eru mjög vinsælir hjá CoRneLLi Kids.

Kornelia hefur ekki undan að sauma og er með margar nýjar hugmyndir sem eiga vonandi eftir að fá að líta dagsins ljós, það eina sem vantar eru fleiri tímar í sólarhringinn.

Fyrir stuttu fór svo verslunin Jökla á Laugavegi að selja vörurnar hennar Korneliu en þó er þar einungis að finna brot af því úrvali sem CoRneLLi Kids hefur upp á að bjóða en Kornelia tekur enn við sérpöntunum og reynir að uppfylla óskir viðskiptavina sinna eftir bestu getu. Hún býður ekki einungis upp á barnafatnað heldur hannar hún einnig vörur fyrir barnaherbergið svo sem teppi, púða, sængurfatnað, töskur, dúkkur og bangsa.

Ef þú ert að leita að einhverju í jólapakkann, afmælisgjöf, sængurgjöf, skírnargjöf já eða bara til að gleðja einhvern grísling mælum við endilega með persónulegri gjöf frá CoRneLLi Kids en síðuna finnið þið hér.

 

 

 

Færslan er ekki kostuð en höfundur hefur bæði keypt vörur frá CoRneLLi Kids og fengið að gjöf.

 

Þangað til næst <3

 

Author Profile

Selma

Selma er 27 ára móðir frá Húsavík. Búsett í Reykjavík ásamt syni sínum Val Frey (2017). Hún er með Ba. próf í almennum málvísindum og leggur nú frekari stund á nám í íslensku við Háskóla Íslands. Áhuginn liggur í flestu tengdu Íslandi og íslensku en einnig öllu sem viðkemur móðurhlutverkinu, heimilinu, lífsstíl, þrifum, skipulagi og svo mörgu öðru.


Facebook Comments