Sumir dagar eru erfiðir.

Sumir dagar eru erfiðir.

Ég er þreytt. Ég er mjög, mjög, mjög þreytt. Ég ákvað að fara í gegnum myndirnar á facebook-inu mínu en ég geri það stundum ef börnin eru fjarri (í þau fáu skipti) og mig vantar að brosa, já ef börnin eru ekki nálægt og mig vantar að brosa þá skoða ég myndir af þeim. Okey.

Oft leynast þar gullmolar sem ég skrifa við myndirnar en ég fann þetta og mig langaði að deila þessu með ykkur;

“Þegar þú er orðin mamma ertu oft spurð af barnlausa fólkinu í kringum þig hvaða ráð þú myndir gefa nýbökuðum mæðrum. Ég hef mjög oft setið og hugsað um hvaða ráð ég myndi gefa þeim. Ég er bara búin að vera í þessu hlutverki í 2 ár svo ég er ennþá grænjaxl en ef ég ætti að gefa eitthvað ráð yrði það þetta;

Velkomin í móðurhlutverkið!

Búðu þig undir að gráta, mjög mikið – sérstaklega í byrjuninni. En það er í lagi. Það er eðlilegt. Þú ert nýbúin að ganga í gegnum eitthvað stórmerkilegt, – fæðing – og það mun taka tíma að aðlagast að þessum nýja veruleika. Og jafnvel þegar þú ert búin að ná fótfestu áttu eftir að gráta mun meira en þú gerðir áður.Þú finnur meira fyrir hlutunum. Þú ert tengd restinni af heiminum á þýðingarmeiri hátt. Þú getur ímyndað þér öll börn á jörðinni sem þín börn, og þú getur fundið sársauka annarra foreldra. Allt er núna sýjað í gegnum linsu af samkennd og á tímum á þetta eftir að virðast vera meira en þú getur höndlað, en ég veit að þetta gerir okkur betri en við vorum fyrir.

Að eiga ungabarn er erfitt, en það verður auðveldra (og erfiðara, og auðveldara aftur, en við skulum ekki fara framúr okkur). Það er eðlilegt fyrir barnið þitt að vakna oft á nóttunni, sérsstaklega ef þú ert með það á brjósti. Þrisvar á nóttu er eðlilegt, á tveggja tíma fresti er eðlilegt – á hverjum klukkutíma er eðlilegt. Ekki stressa þig yfir því, ekki ofhugsa. Þau eru bara lítil börn og þetta er það sem þau gera. Ef þú ert að bregðast við merkjum frá barninu þínu þá get ég fullvissað þig um að þú ert ekki að gera neitt rangt. Þú átt eftir að fríka út yfir svefninum hjá barninu þínu – já eða skort þar á. Þau aðlagast á endanum. Ég lofa.

Hafðu barnið þitt nálægt þér, berðu það í hjarta þínu. Sofðu með líkamann vafinn um það eins og púpa. Leyfðu því að leggja sig á bringunni þinni. Það er það eina sem þau vilja – vera nálægt mæðrum sínum, vita að hún er hjá þeim. Barnið þitt á eftir að stækka og finna sjálfstæðið áður en þú veist af. Haltu utan um það meðan þú getur. Það er ekkert sem heitir að halda of mikið á barninu þínu.

Þú munt efast um allt. Þú munt ofhugsa allt. Þú átt eftir að googla hversu lengi barnið þitt á að sofa, eða hvernig kúkurinn á að vera á litinn. Þú átt eftir að kaupa bækur á bækur ofan í leit að réttu svörunum – en hér er leyndarmál. Það eru engin rétt svör, það er ekkert alþjóðlegt svar sem lætur nýbakaðar mæður ekki hafa áhyggjur. Við erum öll að skrifa okkar eigin lausn. Við erum öll að ala upp glænýja, einstaka einstaklinga og það þýðir að það er ekki one-size-fits-all lausn. Gerðu þitt besta til að skilja tilfinninguna í maganum á þér og hlustaðu á hjartað. Ég trúi ekki á margt, en ég trúi á innsæi móðurinnar. Jafnvel frá degi 1 ert þú sú sem þekkir barnið þitt betur en nokkur annar. Treystu tilfinningunni, hún mun ekki leiða þig af vegi.

Þegar þú ert á fyrstu stigum móðurhlutverksins virðast allar ákvarðanir uppá líf og dauða. Brjóstamjólk eða formúla, taubleyjur eða bréf, BLW eða skeið. Þessar ákvarðanir munu skilgreina þig í stuttann tíma og þú munt vera ástríðufull gagnvart þeim, en þær skipta samt ekki máli til lengri tíma litið. Þú spyrð ekki vini þína “Svo, þegar þú varst yngri, var mamma þín með þig á brjósti eða varstu pelabarn?” Nýjir foreldrar eiga það til að gleyma þessu, að þetta skiptir ekki máli. Veistu hvað skiptir máli? Að barnið þitt sé elskað, hlýtt og klætt og hafi öruggann stað til að sofa. Þú getur afrekað það á milljón mismunandi vegu, allir jafn gildir og hinir. Reyndu að hafa það í huga ef að þér finnst þær ákvarðanir sem þú tókst áður en barnið fæddist ekki virka eins og þú bjóst við.

Þú veist mjög líklega nú þegar að þetta hlutverk er erfitt, en þú hefur líka komist að því að það er erfiðara en þú bjóst við. Þá er ég ekki að segja að þú sért ekki tilbúin í það – þú ert jafn tilbúin og allir nýbakaðir foreldrar. Verta bara tilbúin að yfirstíga hindranir með geðþótta og jafnaðargeði. Barnið þitt á eftir að þreyta þig, pirra þig – gera þig reiða jafnvel. Þér á eftir að finnast þú föst og þér á eftir að leiðast. Hreinlætis standandar fara útum gluggann, sambönd taka stundum þung högg. Þú átt eftir að hafa pirrandi barnalög föst á heilanum. En þetta er þess virði, svo svo svo þess virði. Þetta er þess virði fyrir fyrsta brosið, fyrir litlu röddina sem kallar þig mömmu, fyrir endalausu knúsin, kossana, skilyrðislausu ástina sem ein og sér er forréttindi. Og auðvitað gleðina. Það verður svo mikil gleði.

Klisjurnar eru allar sannar, allar krosssaums tilvitnarnar, öll afmæliskortin, öll ljóðin sem þú hefur lesið um móðurhlutverkið, allt satt. Og þú ert að upplifa það núna. Fæðingardagur barnsins þíns var hamingjusamasti dagur lífs þíns. Hjartað þitt er berskjaldað, labbandi um fyrir utan líkamann þinn. Þú hefur aldrei elskað neitt jafn heitt og þú myndir gera hvað sem er til að halda barninu þínu öruggu. Þú myndir fórna hverju sem er. Þetta er falleg, ógnvekjandi, tilfinning. En þú átt eftir að elska hana, og þú munt standa þig vel.”

Ég þurfti þetta í dag. Meira en ykkur grunar.

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: