Nokkrar af okkur hjá Öskubusku.is munum taka nokkur blogg í að fara yfir sumrin okkar í myndum. Við áttum allar ótrúlega góð og mismunandi sumur svo okkur fannst tilvalið að deila með ykkur myndunum frá því sem við gerðum.
Við fjölskyldan í Mývatnssveit áttum magnað sumar. Fengum megnið af júlí saman í fríi og þó við höfum ekki farið mikið þá áttum við samt yndislegan tíma saman, við nýttum sumarið rosalega mikið í að vinna í húsinu og garðinum – fórum þó á eitt ættarmót og gistum í bústað og það hefði eiginlega ekki getað verið betra þetta elskuega sumar. Í júní varð Hulda ársgömul og Hólmgeir 5 ára og svo í júlí giftum við Tryggvi okkur. Leyfi myndunum bara að tala sínu máli.
Leigðum hoppukastala fyrir afmæli krakkana – vægast sagt sló í gegn.
Höfði á sunnudagsmorgni. Fátt fallegra.
Þessar myndir voru teknar þegar hitinn fór hæst í 28 gráður, við vorum vægast sagt að stikna. Gott að eiga ömmu sem setur upp sundlaug fyrir mann, og langömmu og langaafa sem gefur manni bara sins eigin.
Brúðkaupsgjöfin okkar (mínmínmínmín) frá fjölskyldunni minni. LOKSINS á ég svona fallega vél! Eins og hún hafi verið sniðin inní eldhúsið mitt.
5 ára sonur minn tekur betri myndir en flestir sem ég þekki. Þarna erum við uppá Hlíðinni heima um 9 um morguninn. Ágætis byrjun á deginum, hann hljóp upp og ég labbaði með Huldu Maríu á bakinu.
Heima er þar sem hjartað er – og mitt er akkúrat þarna.
Þó ég hafi notið þess að vera heima með ungunum mínum er alltaf svo gott að komast aftur í rútínu, Hulda byrjar á leikskóla í næstu viku (VÚÚHÚ, ef ég gæti hoppað í heljarstökk án þess að hálsbrjóta mig myndi ég gera það!) og Tryggvi heldur til sjós. Verður gott þegar hlutirnir komast aftur í fastar skorður. Á þessu heimili eru nefnilega ekki bara börnin sem þurfa það – mamman eiginlega þarf þess meira.
Þangað til næst!
Author Profile

-
Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.
Latest entries
Annað2020.02.18Kveðjustund
Uncategorized2019.12.31THE DECADE CHALLENGE
Afþreying2019.12.15TIK TOK – Erum við nógu meðvituð?
Annað2019.12.06ROKK OG RÓMANTÍK ÓSKALISTI
Svo flottar og skemmtilegar myndir, fá mig til þess að sakna ykkar á snappinu ????
æi þú ert yndisleg!