Sumarið í myndum – VOL I

Sumarið í myndum – VOL I

Í fyrra gerðum við hjá Öskubusku lið sem hét “Sumarið okkar í myndum” og okkur datt í hug að gera það aftur í ár!

Ég var í fríi megnið af júní, allann júlí og ágúst í fyrsta skipti síðan ég var í grunnskóla held ég bara, það var yndislegt – þó það hafi verið mjög skrýtið að mæta í vinnuna aftur eftir svona langann tíma í fríi. Það var ótrúlega ljúft að fjölskyldan væri saman fríi samt, við gátum ekki farið neitt ofboðslega langt að heiman en það er ekkert endilega fjarlægðin sem skiptir máli heldur samvera fjölskyldunnar.

Það merkilegasta sem gerðist í sumar var án efa þegar 5 meðlimurinn bættist við fjölskylduna en hún Veira flutti inn til okkar um miðjan maí.

Þessi tvö litlu fögnuðu 2 og 6 ára afmælum!

Ég og vinkona mín tókum roadtrip suður en við fórum á Jessie J tónleikana – ég vissi varla hver hún var eftir tónleika en jesús ég er orðin fan numero uno eftir þessa tónleika.

Það er svo gaman að kíkja með börnin í Höfða, leyfa þeim að hlaupa og fíflast meðan maður nýtur allrar þeirra náttúru sem Mývatnssveit hefur upp á að bjóða.

Þessi meistari datt þegar hann var að fara niður af trampólíni og það kom sprunga í beinið svo hann þurfti að fara í gifs – 0/10 mæli ekki með að mjög virkur 6 ára gutti fari í gifs í byrjun sumars.

Huldaa María fór í fyrsta skipti í Lónið, hún var ekkert brjálað hrifin fyrst en eftir smá stund kom hún öll til og varð bara frekar hrifin af þessu.

Kíktum loksins og skoðuðum Dettifoss, keyrðum svo niður í Vesturdal, þaðan í Ásbyrgi og svo í gegnum Húsavík og heim.

Kíktum á hvalasafnið á Húsavík, Hólmgeir var mest spenntur fyrir skutulinum (skutlinum?) og Hulda María hélt að hvalirnir væru risaeðlur. Góð ferð!

Við erum svo heppin að eiga einn gullfallegan og hæfileikaríkan frænda (þessi til vinstri, hinn er líka fallegur og hæfileikaríkur, bara ekki frændi okkar!) sem kom með Karíus og Baktus sýningu til Akureyrar – auðvitað þurftum við að fara!

Litlu litríku börnin mín fengu að velja sér hárlit. Hólmgeir vildi vera eins og jókerinn og Hulda eins og mamma sín.

Þessi var tekin á fallegu sumar kvöldi á Akureyri.

Við vinkonurnar héldum óvæntan ratleik/kósýdag fyrir þessa lengst til hægri.

Kíktum á Akureyrarvöku, eða heitir þetta ekki það? Hólmgeir skellti sér í þessa vatnabolta og fór að skæla þegar ég fór í fallturninn, Tryggvi var með hann á háhest í einn og hálfann að bíða eftir Emmsjé Gauta tónleikum og Hulda María komst í kandífloss og skemmti gestum og gangandi á tónleikunum.

Daladýrð stóð fyrir sínu, krakkarnir gjörsamlega dýrkuðu að vera þarna og við munum fara um leið og þau opna aftur.

Ég fór í fyrsta skipti á Fiskidaginn mikla á Dalvík og man oh man. Þetta var geggjað, tónleikarnir, flugeldarnir, veðrið, fólkið – að sjá Bubba labba þarna á sviðið, life changing! Og já, ég elska þetta ódýra yndislega vín – beint af stút baby.

Fallegasti fallegasti litli stubburinn minn er ekki endilega svo lítill lengur. Hann byrjaði í skóla og allt í einu átti ég barn í grunnskóla.

Við gerðum fullt fleira í sumar, ég breytti stofunni, tók hjónaherbergið í gegn og margt fleira.
Ég vona svo innilega að allir hafi átt jafn notarlegt sumar og við, þó veðrið hafi ekki alltaf verið uppá marga fiska!

 

 

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: