Sumarið 2019 í myndum – Amanda

Sumarið 2019 í myndum – Amanda

 

Sumarið var hreinlega ótrúlega gott og öðruvísi að mörgu leiti. Ég ákvað loksins að taka mér almennileg sumarfrí en ég var í 3 vikur í fríi í maí og 3 vikur í ágúst. Það reyndist hafa verið frábær ákvörðun sem var tekin algjörlega áður en við Biggi fengum þær stóru fréttir að við ættum von á barni. Það hjálpaði gífurlega að hafa þetta góða frí, sérstaklega á fyrri hluta meðgöngunnar.

Við Biggi fórum í hringferð um landið með lítin húsvagn sem var mjög gaman, og tókum við tvo hunda af þremur með. Sú gamla fékk að fara í dekur pössun enda ekkert til í of mikið umstang. Einnig skrapp ég í smá mömmudekur til Eyja í maí. Júní og júlí einkenndust af þó nokkuð mikilli vinnu og ýmsum verkefnum sem rötuðu ekki á samfélagsmiðla, en ég er t.d. í framkvæmdarhóp Plastlaus septembers þetta árið.

Það var ótrúlega ljúft að geta farið aftur í frí í ágúst, en ég skrapp í nokkra daga til London með góðum vinkonum þar sem við átum yfir okkur af grænkera vænum mat, fórum á hið árlega London animal rights march, skoðuðum okkur um og svo var aðeins verslað á litlu Baunina. Seinni hluti frísins fór í að njóta góða veðursins og vinna á fullu í að undirbúa árvekniátakið Plastlaus September.

Hér koma nokkrar myndir af sumrinu í tilviljanakenndri röð.

Þar til næst!

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments

Share: