Sumar dundið – DIY málning

Sumar dundið – DIY málning

Sumarfríið er rétt rúmlega hálfnað og ég skal alveg vera sú fyrsta til að viðurkenna það að það er að verða erfiðara að finna eitthvað til að gera á daginn. Hulda María er líka, ólíkt móður sinni – hressa týpan sem spænist alltaf fram úr rúminu um leið og hún opnar augun á morgnana, og frá því augnabliki þarf hún að hafa eitthvað fyrir stafni. Þetta fær hún frá föður sínum, lofa.

Einn morguninn þegar hún var búin að væla í svona .. 47 mínútur settist ég niður og kíkti á Pinterest. Það er alltaf nóg af hugmyndum þar af allskonar að brasa fyrir krakka og ég varð ekki fyrir vonbrigðum og fann eitt sem mér fannst kjörið að gera. Það er nefnilega þvílíkt sport á mínu heimili hjá börnunum að fá smá af raksápunni hans Tryggva þegar þau eru í sturtu – þeim finnst lyktin svo góð (tengi, hef spreyjað rakspíra/svitalyktaeyði á koddann hans þegar hann er á sjó. No shame). Svo, ég tók raksápuna hans, matarlitina sem ég átti og blandaði saman. Úr varð þessi fína klessu málning sem hún dundaði sér við að mála með. Þegar hún hætti svo að mála leyfði ég henni að fara í sturtu með restina af málningunni og mála sturtuna meðan hún var í sturtu, það vakti vægast sagt lukku og þetta bjargaði allavegana morgninum fyrir okkur mæðgum!

Þessi mynd lýsir Huldu Maríu þó nokkuð vel svona almennt.
Þangað til næst!

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: