Stundum

Stundum

Í dag er ég þakklát, ég er reyndar búin að eiga bara extra góðan dag. Ég er ekki að drepast úr þreytu, ég vaknaði snemma án vekjaraklukku þrátt fyrir að hafa lært fram á nótt svo að dagurinn byrjaði bara vel. 

Þrátt fyrir það rak ég augu í að vinkona mín hafi þurft að jarða móður sína á dögunum, hún er jafngömul mér. Ásamt því að samhryggjast henni ógurlega þá gladdist ég yfir því að eiga mína frábæru mömmu og það svona eldhressa og alls ekkert veika. 

Lærdómurinn minn gekk í dag vonum framan og ég var á undan áætlun.. já þetta er einn af þessum dögum bara, það er nefnilega ekki langt síðan að mér fannst allt svo svart og ómögulegt, reyndar bara að hluta til síðast í gær. En í dag ætla ég að njóta þess að líða vel og reyna að staldra við í þessu ástandi eins lengi og mér er unnt. 

Pabbi minn setti rétt í þessu mynd á vegginn hjá mér þar sem stóð að ef þú varst “tekinn í flugvél” í æsku (þið vitið fæturnir á e-m í kviðinn á þér og spyrnt upp í loft) þá var æska þín frábær. Og það er svo satt, ég átti svo frábæra æsku og í dag kappkosta ég að skapa hana líka fyrir mitt barn. 

 

Sirka svona líður mér og vá hvað ég ætlaði bara aldrei að láta neinn sjá þessa mynd því þröngu gallabuxurnar undirstrika fellingarnar og það er hræðilegt en ég er samt svo kát þarna svo fokk it!

Já ég er bara þokkalega haminjusöm EN vitiði hvað!

Ég ef ekki verið á ketó, ég er í rauninni þyngri en ég hef nokkru sinni verið en Ernuland, Lindex, Fanney Dóra, Guðrún mín Veiga (þó svo að hún sé crosfit elskandi svikari í dag) minna mig regluega á að vera ekki að hata þessi nokkru kíló sem við hafa bæst.

Ég drekk ekki NOCCO.

Ég get ekki keypt mér mína eigin íbúð og hvað þá innréttað hana nákvæmlega í takt við mína drauma.

Ég á bara tvo hluti frá Iittaala.

Snyrtivörurnar mínar kæmust allar fyrir í einu Kuggis boxi og ég mála mig að meðaltali svona 3-4 sinnum í mánuði.

Síminn minn er 7 týpum frá þeirri nýjustu.

Ég tvisvar á ævinni keypt mér vítamín.

En þrátt fyrir þetta er lífið bara nokkuð bærilegt skal ég segja ykkur, ekki misskilja mig það koma lægðir rétt eins og hæðir en í dag er hæð og það sem mér þykir merkilegast er að hún virðist ætla að dvelja með mér þó svo að það sé ekki einu sinni sól úti.

Njóttu dagsins og ef það er ekki hæð hjá þér, mundu þá bara að hún kemur!

Author Profile

Selma

Selma er 27 ára móðir frá Húsavík. Búsett í Reykjavík ásamt syni sínum Val Frey (2017). Hún er með Ba. próf í almennum málvísindum og leggur nú frekari stund á nám í íslensku við Háskóla Íslands. Áhuginn liggur í flestu tengdu Íslandi og íslensku en einnig öllu sem viðkemur móðurhlutverkinu, heimilinu, lífsstíl, þrifum, skipulagi og svo mörgu öðru.


Facebook Comments

Share: