Snickerskaka

Snickerskaka

Þessi kaka er ein af mínum uppáhalds, ég geri hana mjög oft til að eiga inn í frysti til að fá mér einn og einn bita þegar sykurlönguninn kemur því hún er mjög góð og í þokkabót holl. Ég sýndi skref fyrir skref hvernig ég gerði hana inná snappinu okkar í dag :oskubuska.is og ætla ég að setja í smá færslu um hana hér líka.

 

Uppskrift:

200 g döðlur (lagðar í bleyti í 10 mín)

100 g möndlur

100 g kókosmjöl

1/2 tsk vanilluduft eða vanilludropar

 

Súkkulaði:

1 dl kókósolía

1 dl hreint hrákakó

1/2 dl agave sýróp

DSC_0113

Þetta er það eina sem þú þarft í kökuna og lífrænt hnetusmjör

dsc_0113

Ég kaupi alltaf hakkaðar möndlur því ég nenni ekki að hakka þær,  þó það sé ekkert mál að setja þær í blandara/matvinnsluvél þá finnst mér auðveldara að kaupa möndlur sem er búið að hakka.

Möndlurnar hakkaðar í matvinnsluvél/blandara og döðlur,kókosmjöl og vaniluduft/dropar sett úti á eftir. Þessu er þrýst niður í kökuform sem er klætt með bökunarpappír. Sett í frysti í sirka 10-15 mín. Botninn tekinn út og lífrænu grófu hnetusmjöri smurt yfir,magn fer eftir smekk. Sett aftur í frysti á meðan súkkulaðið er búið til.

dsc_0118 dsc_0122

Kókosolía brædd í vatnsbaði. Kakó og agave sýróp bætt við og hrært saman. Þessu hellt yfir og kakan geymd í frysti.

dsc_0132

dsc_0135

Bæði er hægt að bera kökuna fram heila eða skera niður í konfektbita. Berist fram ísköld.

Vonandi njótið þið vel.

http---signatures.mylivesignature.com-54494-121-933BE09821EF7D7C20C7894107D4CFBE

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments