Skólastjórasúpan með mexíkósku ívafi.

Skólastjórasúpan með mexíkósku ívafi.

Þessi súpa er það besta sem til er, fyrir utan kjötsúpu, ég gæti öruglega lifað á kjötsúpu og skólastjórasúpunni haha. En ég er alltaf að prófa mig áfram í eldhúsinu og fékk ég þessa uppskrift hjá mömmu.

Amma mín gerði alltaf þessa súpu og þá borðaði ég hana aldrei því ég var bara á þessu tímabili sem mér fannst allt vont og vildi ekki smakka neitt, öruglega margir sem þekkja það!  En þegar mamma gerði þessa súpu fyrir sirka tveimur árum síðan þá smakkaði ég hana og vá hvað hún var góð og ég hef elskað hana síðan.  Ég fékk uppskriftina hjá mömmu og hef öruglega gert þessa súpu 1 sinni í mánuði.  Þetta er frekar stór uppskrift og þá frysti ég rest og geymi fyrir hádegismat eitthvern dag.

Ég gerði þessa súpu fyrir sirka viku síðan og ætla deila uppskriftinni með ykkur, hún er frekar mexíkósk og gott er að hafa með henni sýrðan rjóma,ost og doritos snakk.

 

Uppskrift af Skólastjórasúpunni.

 • 3-4 msk olía
 • 3 msk karrý
 • Heill hvítlaukur
 • 1 púrrlaukur
 • 2 rauðar parikur
 • 2 grænar paprikur (ég nota bara 2 rauðar)

Þetta er steikt á pönnu í smástund

 • 1 askja rjómaostur 400gr
 • 1 flaska Heinz Chillisósa
 • 3-4 teningar kjúklinga/grænmeti
 • 1 og 1/2 líter vatn
 • 1 peli rjómi/kókosmjólk
 • salt og pipar
 • Ég bæti svo í blómkáli og gulrætum

 

Ég byrja alltaf að skera niður áður en ég byrja, því mér finnst svo gott að hafa grænmetið tilbúið.

IMG_8062

IMG_8059

Ég sker blómkálið og gulræturnar í hæfilega munnbita.

 

IMG_8058

Paprika,púrrlaukur og hvítlaukur steikt á pönnu ásamt 3-4 msk af olíu og karrý.  Set það svo í pott.

IMG_8060

Rjómaostur,heinz chillisósa,rjómi og vatn sett í pottinn, salt og pipar eftir smekk og kjúklingateningar settir út í. Hrært vel í á meðan suðan kemur upp.

Þegar suðan er komin upp þá lækka ég í hellunni og bæti við blómkálinu og gulrætunum við og læt þetta malla meðan ég sker niður kjúklingabringurnar í hæfilega bita og steiki svo vel.

IMG_8066

Bæti síðan kjúklingnum við og hræri aðeins í og þá er hún tilbúin. Það er líka hægt að sleppa kjúklingnum og hún er öruglega mjög góð þannig líka.

IMG_8067

Svo bara njóta með sýrðum rjóma,rifnum osti og doritos snakki.

Það er ekki hægt að klúðra þessari súpu , hún er of einföld og allir geta gert hana. Njótið vel.

*þangaðtilnæst*

hildur

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: