Skiptitaskan og skipulagið

Ég velti því lengi fyrir mér þegar ég var ólétt hvort ég ætti að kaupa hefðbundna skiptitösku eða nota bara stóra og góða tösku sem ég átti. Ég var búin að finna nokkrar ódýrar á Ali sem mér leist vel á, en einnig var ég búin að finna til eina tösku sem ég átti hérna heima sem var mögulega góður kostur. Ég var búin að hugsa að ég ætlaði bara að nota hana svona til að byrja með og sjá svo til. En eins og maður gerir oft þegar maður er óléttur (sem og reyndar nánast alla daga) þá googlar maður ýmsa hluti og í einu svoleiðis sessioni þá kynntist ég Skip hop töskunum. Við þau kynni var ekki til baka snúið og ég bara varð að eignast eina. Týpan sem ég valdi heitir Versa og líkist mikið venjulegri tösku en er með fullt af stórum og góðum hólfum ásamt plássi fyrir litla skiptimottu (sem fylgir með). Þessa tösku elska ég. Hún er stækkanleg, þannig að ef maður er með mikið dót þá er hægt að renna rennilásnum í miðjunni og toga hana til þannig að hún stækkar aðeins og meira dót kemst fyrir. Hún er með góðum hólfum inn í sem og renndum hólfum utan á sem eru t.d. góð fyrir pela/stútkönnu, lykla, síma og auka dót.

20160825_130744_fix
Þó svo að ég hafi keypt mér flotta og góða tösku með mörgum hólfum þá fannst mér samt hún fljótt verða óskipulögð. Ef ég þurfti að ná í eitthvað eitt í flýti þá fór allt skipulag út um gluggann um leið. Þetta er eitthvað sem fór svolítið í taugarnar á mér því ég vil geta haft gott skipulag og aðgengi að hlutunum sem ég þarf hverju sinni.

20160825_131007_fix
Á flakki mínu um dagninn þá rakst ég á netapoka í Pennanum og fékk þá hugmynd að það gæti verið sniðugt að nota svona nánast gegnsæja poka til að gera skipulagið betra í töskunni. Ég sló til og kepti nokkra í mismunandi stærðum og byrjaði að skipuleggja (já gott fólk skipulagsfríkið var alveg í essinu sínu). Ég keypti 6 poka, einn stóran, tvo aðeins minni og þrjá enn minni (einn af þessum minnstu var í öðrum lit, kem að því betur á eftir).

20160825_131056_fix

Fatapokinn

Fatapokinn:
Stærsti pokinn er fatapokinn. Í honum er ég með taubleiuklúta og auka sett af fötum. Einnig geymi ég alltaf auka poka í þessum fyrir það sem verður óhreint. Stundum hef ég auka húfu, vettlinga og sokka með í þessum poka.

20160825_131156_fix

Dótapokinn

Dótapokinn:
Annar pokinn sem er í miðstærð er notaður fyrir dót. Í honum er ég með litla bók og leikföng.

20160825_131247_fix

Matarpokinn

Matarpokinn:
Hinn pokinn sem er í miðstærð er notaður undir mat og snakk. Í honum hef ég allaf smekk og skeið ásamt skvísum, þurkkuðum ávöxtum og/eða rúsínum.

20160825_131425_fix

Sjúkrapokinn

Sjúkrapokinn:
Einn pokinn sem er í minnstu stærðinni er notaður fyrir “neyðardót”. Í þeim poka hef ég sótthreinsigel, plástra, stíla og saltlausn. Smelli stundum bossakreminu með í þennan ef ég þarf mögulega að nota það.

Bleiupokar:
Annar pokinn sem er í minnstu stærðinni er notaður undir poka fyrir skítugar bleiur.

20160825_131643_fix

Mömmupokinn

Mömmupokinn:
Þriðji pokinn sem er í minnstu stærðinni, jafnframt sá sem er í öðrum lit, er notaður fyrir mömmudótið. Í þessum poka hef ég það sem ég vil hafa á ferðinni fyrir mig eins og t.d. tyggjó, auka teygjur, púður, ilmvatn o.þ.h.

Ég var alltaf að setja í og taka úr skiptitöskunni á milli þess sem ég notaði hana og var orðin ansi þreytt á því því oftast gleymdi ég einhverju þegar ég tók hana með mér þannig að eftir að ég byrjaði að nota pokasystemið mitt þá er hún alltaf bara tilbúin inni í skáp svo ég get gripið hana með mér, það eina sem ég þarf að pæla orðið í er að setja mjólk eða vatn í könnuna áður en ég legg af stað. Ótrúlega auðvelt og þægilegt.

20160825_132133_fix
Leyfi listanum, yfir það sem ég hef alltaf tilbúið í töskunni, að fljóta með.

 • Bleiur
 • Blautþurrkur
 • Taubleiuklúta
 • 1-2 sett af fötum til skiptana
 • Dót
 • Pela/Stútkönnu
 • Skvísu og eitthvað smá snakk (t.d. cheerios, rúsínur, þurrkaðaávexti)
 • Skeið
 • Smekk
 • Sótthreinsigel
 • Stíla
 • Saltlausn
 • Plástur
 • Hand & face wipes
 • Snuð

 

hildur hlín

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

1 Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *