Þegar mér leiðist eða vantar hugmyndir þá byrja ég oft á því að kíkja á Pinterest, en það er síða sem maður getur gjörsamlega gleymt sér í að skoða, föndur, uppskriftir, neglur, hárgreiðslur, förðun, fatnaður, sniðugar lausnir, allt þetta og meira til finnur maður þar.
Saga Pinterest byrjaði fyrir nokkrum árum, en síðan byrjaði sem “invitation-only” síða en sprakk svo fljótt út og varð að þeim samfélagsmiðli sem við þekkjum í dag, stútfullur af skemmtilegum notendum sem “pinna” sniðuga hluti sem vert er að skoða og pinna á sína síðu.
Ég hef átt mína Pinterest-síðu í ansi langan tíma núna en hef verið mis dugleg við að festa niður sniðugar hugmyndir, en að fletta í gegnum önnur borð finnst mér alveg æði. Ég setti saman smá lista af 10 áhugaverðum “pinnurum” sem gaman er að fylgjast með. Þig megið líka alveg endilega fylgja minni síðu ef þið hafið áhuga http://www.pinterest.com/hildurhlin/ 🙂
Abby Larson
Abby er stofnandi síðunnar Style Me Prettey, en á Pinterest-síðunni henn er hægt að finna ógrynni af DIY verkefnum, sem og fallegum hárgreiðslum, förðun og eiginlega bara öllu sem er fallegt á einn eða annan hátt.
http://www.pinterest.com/abbylarson/
Natalia Escaño
Natalia er graffískur hönnuður frá Spáni og er Pinterest-ið hennar stútfullt af allskonar skemmtilegum og öðruvísi hugmyndum, en hún er t.d. með eitt borð sem er bara með fyndum myndum af kisum og svo annað sem sýnir andlit í hlutum. Ótrúlega fyndið og styttir manni svo sannarlega stundir þegar manni leiðist.
http://www.pinterest.com/nasti/
Catlin Cawley
Catling er graffískur hönnuður og Pinterest-ið hennar er fullt af flottum DIY verkefnum, uppskriftum og hugmyndum.
http://www.pinterest.com/caitlin_cawley/
Kendi Everyday
Pinterest síðan hennar er full af allskonar skemmtilegum pinnum, föt, förðun, hár, heimili, eiginlega bara allt milli himins og jarðar. Góð blanda af allskonar!
http://www.pinterest.com/kendieveryday/
Bekka Palmer
Bekka er ljósmyndari frá Brooklyn, NY, en á hennar Pinterest síðu finnur maður endalaust magn af DIY verkefnum, skreytingum fyrir heimilið sem og æðislegar hugmyndir af flottum hárgreiðslum.
http://www.pinterest.com/bekkapalmer/
Hair Romance
Ein af mínum allra uppáhalds, endalaust magn af hárgreiðslum, innblæstri sem og kennsluaðferðum að flottum hárgreiðslum en þar má t.d. finna fullt af pinnum sem kallast “30 Hairstyles in 30 Days” sem mér finnst alveg ótrúlega sniðugt.
http://www.pinterest.com/hairromance/
Cara Brook
Cara er bloggari og segir á Pinterest-inu sínu að hún pinni aðalega fallegar stelpur og feitan mat en á síðunni hennar má finna allt milli himins og jarðar, skemmtilegar tilvitnanir, fallegar myndir, uppskriftir af mat o.fl.
http://www.pinterest.com/caralynee/
Julia Engel
Endalaust magn af DIY hugmyndum, uppskriftum, hugmyndum fyrir heimilið, litasamsetningum, ferðahugmyndum o.fl.
http://www.pinterest.com/galmeetsglam/
Kate SmallThingsBlog
Kate er ágætlega vel þekktur bloggari en á Pinterest síðu hennar má t.d. finna ótúlega mikið magn af flottum hár ”tutorial-um”.
http://www.pinterest.com/k8smallthings/
Beautylish
Hér finnur maður ógrynni af förðunar-, nagla- og hárhugmyndum.
http://www.pinterest.com/beautylish/
Author Profile

-
Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.
Latest entries
Uncategorized2020.04.07Kókoskúlur
Uncategorized2020.03.26Hugmyndabanki fyrir inniveru
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir HEIMILIÐ
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir UNGLINGINN
Facebook Comments