Skemmtilegar gjafa hugmyndir!

Skemmtilegar gjafa hugmyndir!

 

Jæja nú er sumarið að ganga í garð og eflaust einhverjir að fara í veislu á næstunni, hvort sem það er útskrift, afmæli eða brúðkaup. Ég er þannig týpa að mér finnst hrikalega gaman að gefa gjafir og sérstaklega ef þær eru óhefðbundnar. Mér finnst td ekkert leiðilegra en að gefa pening í umslagi en þar sem maður sleppur ekki alltaf við peningagjafirnar þá skellti ég mér á pinterest og fann nokkrar skemmtilegar leiðir til að gefa peninga og ætla að deila þeim með ykkur hérna

Peningatré

Ég fór í tvær fermingar í ár og við vorum nokkur að gefa saman gjöf og fermingarbörnin bæði vildu pening, ég stakk uppá að gefa peningatré sem við föndruðum svo saman og það sló rækilega í gegn, ekki bara hjá fermingarbarninu sjálfu heldur líka gestunum í veislunni. Við fundum bara fallega grein og spreyjuðum hana gyllta, skelltum frauðplasti í blómapott og greininni ofan í, mold yfir frauðplastið, klink í moldina og hengdum peninga á tréð! Mjög einfalt en mun skemmtilegra en umslag ????

Blöðru-seðlar!

 

Sumarið er líka tími útskrifta og brúðkaupa og þó svo að ég fari í hvortugt þetta árið þá ákvað ég að safna hugmyndum í hugmynda bankann minn uppá framtíðina að gera. Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá skellti ég mér á pinterest og byrjaði að leita. Það er ekkert smá magn af hugmyndum sem ég fann, þar með talið þessi skemmtilega hugmynd! Rúlla upp seðlum og setja inn í blöðru. Það er hægt að leika sér svo mikið með þetta, td skella smá glimmeri inní blöðruna ásamt seðlunum, setja fallega kveðju á miða og svo má lengi telja! Bara leyfa hugmyndafluginu að ráða. Einnig eru fleiri hugmyndir og leiðbeiningar hér.

Gullpottur

Þetta myndi vekja mikla lukku td í barna afmælin! Alltaf hægt að gera eigin útfærslur af þessu og setja allt frá krónum upp í seðla. Ég hef sjálf gert svona svipað og gaf í brúðargjöf en þá tók ég gamlann kistil sem ég fékk í Góða Hirðinum, setti dagblöð í botninn til að hækka hann aðeins upp, skipti svo peningnum í klink, 10kr, 50kr og 100kr og setti einmitt nokkrar happaþrennur með. Þeim fannst það mjög skemmtileg og öðruvísi gjöf.. ég meina hverjum finnst ekki gaman að fá kistu fulla af gulli??

Peninga-pizza

Þessi er flott fyrir alla sem elska pizzu.. og pening! Mér finnst þessi bara nokkuð fyndin.. ímyndið ykkur bara þegar þú labbar inn í veisluna með kassa frá Dominos og skellir honum á gjafaborðið! Ég veit að ég myndi allavega hlæja ef ég fengi þessa að gjöf!

Jæja ég ætla svosem ekkert að hafa þetta lengra þó svo að ég gæti vel gert 10 blaðsíðna færslu bara með gjafahugmyndum. Ég vona að þetta komi að góðum notum fyrir einhvern sem er orðinn leiður á seðlum í umslagi.

Þangað til næst elsku lesendur!

ValgerðurSif.jpg

Facebook Comments

Share: