Sanngjarnari tíska í stærðum yfir XL // Conscious fashion in sizes over XL

Sanngjarnari tíska í stærðum yfir XL // Conscious fashion in sizes over XL

Ég hef fengið þá spurningu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hvar hægt sé að versla sanngjarnari og umhverfisvænni flíkur í stærri stærðum en XL. Í einfeldni minni þá taldi ég að mín uppáhalds sanngjörnu merki væru alveg með þetta og sagðist ætla að skoða málið.

Ég er einstaklingur sem upplifir ákveðin forréttindi á marga vegu. Verandi hvít sís kona í kjörþyngd sem elst upp í vestrænum heimi, þá eru margar aðstæður til sem ég hef ekki hugsað mér eða get tengt við. Athugið að það að upplifa ákveðin forréttindi er ekki saman sem merki við það að hafa ekki upplifað nein erfiði eða baráttu, og gerir ekki lítið úr reynslu annarra. Aftur á móti þýðir það að stundum gæti manni skort innsýn í tilveru annarra, mér finnst persónulega allt í góðu að vera var við það.

Ég átta mig á mínum forréttindum og frekar en að afneita þeim, þá viðurkenni ég þau fúslega, því það opnar hugann minn fyrir því að mögulega geti ég lært eitthvað af öðrum samfélagshópum.

Allavega, back to business. Ég þurfti að kyngja þau orð ofan í mig að mín uppáhalds merki væru “inclusive” (mér gekk illa að finna gott íslenskt orð) og buðu ekki einungis upp á flíkur fyrir hina meðal manneskju. Ég setti því upp rannsóknarhattinn og fór að leita að vörumerkjum sem bjóða upp á sanngjarnari tísku og helst umhverfisvæna líka.

Ekki öll merkin eru 100% grænkera væn eða endilega úr umhverfisvænni efnum en gott er að skoða alltaf lýsingar á flíkunum og úr hvernig efnum þau eru úr. Lífræn bómull, bambus, Tencel, hamp og hör eru allt dæmi um grænkera væn og umhverfisvæn efni ef leitast er eftir slíku.

Ég vona innilega að þessi listi komi til góðs. Ég reyndi mitt besta að hafa vörumerkin fjölbreytt þar sem við höfum ekki öll eins stíl, og í mismunandi verðflokkum. Það má samt taka fram að sanngjörn tíska er nánast alltaf dýrari en að versla við fyrirtæki sem framleiða í massavís við óæskilegar aðstæður starfsmanna sinna.

Að hafa efni á sanngjarnri tísku er annað dæmi um forréttindi, eða “to be able choose to own less, one must be able to afford to own more”. Þetta er umræðuefni sem mig langar gjarnan að skila frá mér við betra tækifæri. Einnig átta ég mig á því að hingað til hef ég eingöngu fjallað um sanngjarna tísku sem markaðssett er fyrir konur, en það er í bígerð að safna saman vörumerkjum þar sem karlmannsföt eru markaðssett.

 

-English-

I have received a question about ethical fashion that offers sizes above XL more than once and more than twice. I was a little naive to think that some of my favorite ethical brands were inclusive enough and I said that I would check it out.

I am someone that am privileged in many ways. There are so many situations and circumstances that I can not relate to or might not even think about as a white cis gendered medium-sized woman living in a western society. Please note that being privileged in some way does not mean that one has not experienced struggle or hard times, and it does not undermine that. It simply means one might lack insight of others circumstances and I feel that it is a good thing to be aware of it.

I realize that I am privileged and rather than denying it, I embrace it because it opens my mind to the fact that I might be able to learn something from different communites and situations. Anyway, back to business. I had to take back my words about my favorite ethical brands being inclusive so I decided to do some research and find ethical and perhaps sustainable brands that offer sizes over XL.

Not all the brands are 100% vegan friendly or made from sustainable materials so I recommend always looking at the fabric details. Organic cotton, bamboo, Tencel, hemp and linen are examples of sustainable fabrics of that is something you are looking for.

I really hope this list will be helpful, I really tried to keep it diverse with different styles and price ranges. I do want to say that buying ethical clothing is almost always more expensive than purchasing from fast fashion brands that make a ton of clothes in poor worker conditions. Being able to afford ethical fashion is a different type of privilege as “to be able to choose to own less, one has to be able to afford to own more”. This is a topic that I really want to get in on with you later in more detail. I also realize that up to now, I have only written about ethical fashion that is marketed for women, and I will make a different post later about brands that market for men.

The cambridge tie dress                             The cloud tee

The tunic shirt                                             The day skirt

And comfort býr til þægileg og fjölbreytt föt í gæðum úr umhverfisvænum efnum svo sem Tencel sem er efni unnið úr viðar sellulósa. Tencel líkist bambus og rayon í viðkomu og er eitt af umhverfisvænni efnum sem notuð eru í fataiðnaðinum. Tencel er alla jafna unnið úr Eucalyptus og eru engin skordýraeitur notuð við ræktunina. Ræktun á Eucalyptus fyrir Tencel efni fer eftir ströngum kröfum og hefur fengið viðurkenningu þess að ræktunin fer fram á ábyrgan hátt fyrir bæði umhverfið og starfsmenn. Flíkurnar koma í stærðum 10-28 (0X-4X).

-English-

And comfort makes comfortable and versatile clothing from sustainable materials such as Tencel. Tencel is made from wood pulp, which is one of the most sustainable fabrics used in fashion and feels like bamboo or rayon. Tencel is made from the pulp of Eucalyptus and there are no pesticites used in growing the trees. This practice has strict standards and has gotten certifications for growing the trees in a socially and environmentally responsible way. The clothing are available in sizes 10-28 (0X-4X).

Contrast faux leather pant                     Criss cross front top

Cross front Taylor dress                       Roll tab sleeve shirt

Karen Kane er fjölskyldufyrirtæki þar sem flíkurnar eru hannaðar og flestar saumaðar í Bandaríkjunum. Hægt er að velja “plus” flokk þar sem stærðirnar í boði eru 0X-3X. Karen Kane er með skýra stefnu um að í þeirra framleiðslu megi engin þrælkun sér stað, vinnumansal, þvingun til vinnu, barnaþrælkun, áreit auk þess sem það eru sanngjarnir og eðlilegir vinnutímar og öruggt vinnusvæði.

-English-

Karen Kane is a family owned business with their clothing being designed and mostly made in USA. They have a “plus” category where sizes range from 0X-3X. Karen Kane is committed to ethical business practices and require their suppliers and contractors to comply to those standards. They do not condone slavery, forced labor, human trafficking, child labor or harrassment as well as compliance of wages that meet national standards, fair working hours and a safe working environment.

Francesca dress                          Philippa dress

Meredith dress                            Ambrosia dress

IGIGI er einnig bandarískt vörumerki og eru allar flíkurnar framleiddar þar samkvæmt stöðlum sanngjarnar tísku. Vörumerkið bíður upp á hversdags- og sparikjóla í stærðum 12-36.

-English-

IGIGI is also a brand from USA and all their clothing is manufactured there and abide fair labour standards. The brand offers casual and fancier dresses in sizes 12-36.

Reversible long-sleeve top                                     Midi dress

Balloon sleeve reversible wrap jumper                                     Balloon sleeve crew bow

Hackwith design house er framleitt í Bandaríkjunum, línan þeirra er lítil en falleg þar sem quality over quantity er mantran. Saumað í stúdíó í Minnesota en fyrirtækið ræður eigin saumakonur/menn í verkið í stað verksmiðjuframleiðslu en margar flíkurnar eru ekki saumaðar fyrr en þú pantar þær til þess að draga úr sóun. Þau eru með “plus” flokk þar sem stærðirnar í boði eru 1X til 4X (þar sem XL er 0X).

-English-

Hackwith design house is made in USA, their collection is small but beautiful where quality over quantity matters. The collections are made in a studio in Minnesota and the company hires their own seamstresses/tailors instead of a factory labor and many of the clothing are made to order to reduce waste. They have a plus category in sizes 1X (+1) to 4X (4+) where XL is 0X.

Mystique jacket                                          Playful tunic

Renew wrap tunic                          Rejuvenate legging

Flíkurnar frá Diane Kennedy eru úr umhverfisvænum og lífrænum efnum en textíll úr lífrænum bambus er mjög vinsæll í flíkurnar þeirra sem er einstaklega þægilegt og umhverfisvænt efni. Allt sem við kemur fatnaðinum er framleitt á sanngjarnan og ábyrgan hátt af verksmiðjum í Kanada. Diane Kennedy bíður upp á stærðir 0X-3X (þar sem 0X er XXL).

-English-

Diane Kennedy produces sustainable, eco friendly and organic clothing. They use fabric from organic bamboo a lot, which is a very comfortable and sustainable material. All garments and everything needed for them (even the labels) are ethically produced in local factories in Canada. Diane Kennedy offers sizes 0X-3X (where 0X is XXL).

Nightingale oxford                               Windsor light gray chinos

Baily button up                                                      Watts button up

Þetta er líklega uppáhalds síðan mín, en ég er mikið fyrir skyrtur og þennan stíl sem Kirrin Finch gengur út á. Vörumerkið framleiðir umhverfisvænar flíkur úr náttúrulegum trefjum og er allt framleitt í New York á sanngjarnan hátt. Kirrin Finch gefur einnig til baka til samfélagsins og styrkir hin ýmsu LGBTQ samtök í Bandaríkjunum. Flestar flíkurnar eru í boði upp í stærð 18 en nokkrar flíkur eru í boði upp í stærð 20.

-English-

I think this is personally my favorite brand of the ones I’m writing about today. I am a huge fan of button ups and mens wear inspired clothing which is the style that Kirrin Finch is going for. The brand makes sustainable clothing with natural fibers and everything is made in New York in ethical conditions. The brand also likes to give back to the LGBTQ community by supporting various organisations. 

Micro tencel rib slim tee                      Tencel terry turtleneck tunic

Orcanic cotton denim shirt              Organic cotton jersey melange

Eileen Fisher býður upp á flíkur í dýrari kanntinum. Þau eru gagnsæ og segja mikið frá framleiðsluferli sínu og flokka sig sem “fair trade”. Þegar flík er valin koma stærðir upp í XL en þá er hægt að smella á plus til að fá stærðir upp í 3X (einnig er í boði að smella á petite). Þetta er ekki í boði við hverja einustu flík en þó nokkuð margar. Mikið af flottum bolum í lífrænum bómul en þetta er ekki mest grænkera væna  síðan þar sem flestar peysurnar eru úr kasmír og einhverjir toppar úr silki.

-English-

I would say that Eileen Fisher offers clothing in the upper price ranges. They are quite transparent and provide a lot of information about their process and they categorize themselves as a fair trade company. When you pick an item you can see sizes up to XL but then you can hit the button “plus” to see sizes available to 3X (they also have a petite button). This is not offered for all of their garments but quite a lot of them nonetheless. They have a lof of nice shirts made of organic cotton but this is not the most vegan friendly brand as a lot of their sweaters are made of wool/cashmere and some tops are made of silk.

Model No. 12                                           Model No. 11

Model No. 14              Ljósblái kjóllinn er uppseldur

Ég hef mikið heyrt um sanngjarna fyrirtækið Pyne and Smith sem framleiðir hör-kjóla og hef ég spáð í þeim sjálf. Kjólarnir ná upp í stærðir XXL. Hentar ekki beint á köldum íslenskum vetri þetta eru fallegir sumar kjólar sem hægt er að klæðast við peysur og sokkabuxur á haustin/vorin. Örugglega töff að dressa þá við pleðurjakka eða gallajakka. Ég er klárlega að spá í svona kjól fyrir næsta vor.

-English-

I have heard a lot about the ethical brand Pyne and Smith. They make beautiful and minimalistic linen dresses that I have thought about before. They offer sizes up to XXL and even though this might not be the time to tell you about dresses (since winter is coming), I feel like they would look great with stockings and jackets. I am definitely thinking about this for next spring.

Tsela check blouse                            Jagdish teal oversized shirt

Long sleeve polo neck                                            Taupe tie dress

Eternal creation er fair trade fyrirtæki sem vilja stuðla að sanngirni með fallegum og skemmtilegum fötum úr umhverfisvænum efnum. Mér þykir sérstaklega gaman að sjá að þarna er hægt að versla á alla fjölskylduna. Flíkurnar eru framleiddar í Indlandi í vottuðu fair trade framleiðslu húsnæði í Dharamsala við rætur Himalaya og bjóða upp á stærðir að XXL.

-English-

Eternal Creation is a fair trade clothing company that make fun and sustainable clothing. I really liked that you can pretty much shop for the whole family on that website. The garments are made in India in a fair trade certified tailoring center located in Dharamsala, offering sizes up to XXL. Dharamsala is located at foothills of the Indian Himalayas which is a political capital for Tibetan refugees.

Tsela check blouse                            Jagdish teal oversized shirt

Long sleeve polo neck                                            Taupe tie dress

Eternal creation er fair trade fyrirtæki sem vilja stuðla að sanngirni með fallegum og skemmtilegum fötum úr umhverfisvænum efnum. Mér þykir sérstaklega gaman að sjá að þarna er hægt að versla á alla fjölskylduna. Flíkurnar eru framleiddar í Indlandi í vottuðu fair trade framleiðslu húsnæði í Dharamsala við rætur Himalaya og bjóða upp á stærðir að XXL.

-English-

Eternal Creation is a fair trade clothing company that make fun and sustainable clothing. I really liked that you can pretty much shop for the whole family on that website. The garments are made in India in a fair trade certified tailoring center located in Dharamsala, offering sizes up to XXL. Dharamsala is located at foothills of the Indian Himalayas which is a political capital for Tibetan refugees.

Eco-Jersey go to shirt                 Adrian eco-fleece zip hoodie

Eco-fleece jogger pants              Varsity vintage jersey t-shirt

Alternative apparel er vörumerki sem fylgir ákveðnum stöðlum hvað sanngirni varðar (Fair labour association guidelines) en flestar verksmiðjurnar þeirra eru með WRAP vottun. Alternative notar náttúrulegar trefjar að mestu en einnig endurunnið polyester. Einnig huga þau að umbúðunum sem flíkurnar ferðast í og passa að þau séu umhverfisvæn. Þegar þið smellið á flík þá þurfið þið að skoða hvern lit fyrir sig til að sjá hvaða stærð er í til á lager en Alternative býður upp á stærðir að 2X.

-English-

Alternative apparel is a brand that follows Fair labor association guidelines and the majority of their factories are WRAP certified. The garments are made of natural fibers and sometimes post consumer recycled polyester. Alternative also thinks about the packaging that the garments travel in and make sure it is more eco-friendly. When you pick an item you have to click each color of the item to see what sizes are available on stock (you can only see on stock sizes). Alternative offers sizes up to 2X.

Pillar 7/8 legging                          Aster tunic

Cozy up sweatshirt                      Kayla jean

Prana er með fair trade vottun og framleiðir flíkur úr umhverfisvænum efnum svo sem lífrænum bómul. Það er sérstaklega tekið fram ef flíkin fæst í stærð yfir XL en þá er flíkin merkt plus. Línan er ekki stór eins og er en þau segjast alltaf vera að bæta við sig. Þær flíkur sem bjóða upp á það fara upp í stærð 3X.

-English-

Prana is a fair trade certified brand that makes sustainable garments with for example organic cotton. The garments are market as plus if they offer sizes over XL, in that case the sizes offered go up to 3X. The plus collection is not very big but Prana states that they are always working on offering more clothes in wider size ranges.

Ginger Lily tunic                                          Kurti tunic

Women’sfitted zip hoodie                   Morro tank top

Lur apparel framleiðir sjálfbæran, umhverfisvænan og samfélagslega ábyrgan fatnað en þau nota einungis endurunnin efni. Lur apparel býður upp á stærðir að XXL.

-English-

Lur apparel makes sustainable, socially-conscious and eco friendly clothing. What makes them special is that they only make their clothing out of recycled materials. Lur apparel offers sizes up to XXL.

Ég vona innilega að þessi listi nýtist vel. Það fór heilmikil vinna í gerð hans og vandaði ég mig vel, svo mér þætti ótrúlega vænt um ef þið mynduð deila honum með vinum og vandamönnum.  Þar til næst!

-English-

I really hope this list will be useful. There is a lot of work behind this blog, I would appreciated so much if you would share it with your friends and family. Until next time!

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments