Sanngjarnari flíkur sem henta á vinnustaðinn – hluti 1.

Sanngjarnari flíkur sem henta á vinnustaðinn – hluti 1.

Ég hef lengi ætlað að skrifa bloggfærslu með hugmyndum um hvar má finna sanngjarnari fatnað sem hentar á vinnustaðinn eða svokallað “work wear”. Þar sem kröfur til fatnaðs eru misjafnar eftir aðstæðum og störfum þá reyndi ég að hafa þetta fjölbreytt. Flestar flíkurnar eru frekar einfaldar og margar einlitaðar eða í hlutlausum litum en ég er hrifnust af því að kaupa slíkar flíkur – það gerir mér auðveldara fyrir að setja saman fleiri flíkur og búa til fleiri samsetningar = betri nýting!

Ég áttaði mig fljótt á því að viðfangsefnið væri gífurlega stórt, hjá sumum duga gallabuxur og stuttermabolur til, hjá öðrum má bara vera í einlituðum bolum (t.d. í ýmsum þjónustustörfum), og sumstaðar þarf að vera fínni í tauinu. Ég ákvað því að skipta viðfangsefninu upp og verður því bloggsería um sanngjarnari flíkur sem henta á vinnustaðinn.

Hluti 1. af þessari seríu verður því hugmyndir að einföldum en vönduðum og sanngjörnum bolum, blússum, skyrtum og bómullarpeysum. Ástæðan fyrir því að ég tek bómullarpeysur með en ekki aðrar peysur er annars vegar svo að færslan verði ekki of löng, og einnig því að eitt af mínum uppáhalds samsetningum er að vera í skyrtu sem gægist undan peysu. Aðrir hlutar munu meðal annars fjalla um fatnað fyrir vinnustaðinn sem markaðsett eru fyrir karlmenn, og sanngjarnari jakkar/buxur sem henta á vinnustaðinn.

Eins og alltaf þegar ég skrifa svona færslu vil ég minna á að auðvitað er dýrara að versla sanngjarnar og umhverfisvænni flíkur en að versla skynditísku (loksins búin að finna gott orð fyrir fast fashion!) og er það ekki á færi allra. Ég vil benda á að umhverfisvænsta leiðin til þess að versla föt eru að kaupa notað, og mæli ég með að byrjað sé á að leita verslunum sem selja slíkt (t.d. verslanir Rauða krossins, Hjálpræðishersins, Wasteland, Trendport eða á sölusíðum á netinu) og safna svo inn á milli fyrir gæða flíkum sem eiga að endast og eru sanngjarnar í framleiðslu.

 

Jan N June

Boy shirt white                                    Toppur Triangle

KEN skyrta konía                          Ballerina bolur Aloe

Vörumerkið er frá Hamborg en flíkurnar eru framleiddar í verksmiðju í Póllandi sem ein fjölskylda á, og gefur merkið sig út á að vera sanngjarn framleiðandi. Þau eru með GOTS vottun sem er vottun fyrir lífræna bómull. Jan N June notar einnig mikið af efni úr endurunnu plasti í sínar flíkur. Boy shirt er úr lífrænni bómull og er til í fleiri litum en hann er mjög klassískur og einfaldur, áferðin er aðeins þykkari en vanalega og er efnið þar af leiðandi aðeins sterklegra. Ég þennan bol í svörtu sem ég nota ofboðslega mikið, en það er auðvelt að klæða hann upp með hálsmeni, jakka og viðeigandi skóm.

 

Tradlands

101 Elms white oxford                                    101 Clare chambray linen

  101 Martine cameo tencel                                 101 Martine black tencel

 

103 Girlfriend t-shirt cavern                     116 Varsity sweatshirt shell

116 Varsity sweatshirt gray                    102 Box t-shirt sunbleached

Ég elska úrvalið frá Tradlands en þau eru með afskaplega vandaðar skyrtur sem henta vel á vinnustaðinn eða í hversdagslífinu. Þær eru gífurlega þægilegar og fallegar en uppáhaldið mitt við þessar vönduðu skyrtur er að það kemur ekkert “boob gap”. Tradlands gerir skyrtur sem eiga að vera tímalausar, þægilegar og fyrst og fremst: passa! Notast er við náttúrulegar trefjar og endurunnin efni þegar hægt er auk þess sem mikil vinna er lagt í hvert einasta smáatriði flíkurinnar, svo að hún endist sem best enda trúir þetta fyrirtæki á mikilvægi hægrar tísku. Allar flíkurnar hjá Tradlans eru grænkera vænar. Ef þið eruð að leita að einhverju ákveðnu og finnið það hjá Tradlands þá getið þið notað kóðann amandasophy15 fyrir 15% afslátt af fyrstu pöntun ykkar.

Everlane

The lightweight french terry crew                      The slim cotton long-sleeve crew

The pima stretch turtleneck                           The long-sleeve box-cut pocket tee

The japanese oxford shirt                        The square mockneck tee

The cotton v-neck                                  The shrunken cotton shirt

Everlane er bandarískt fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að framleiða gæðamiklar flíkur sem endast, á sanngjarnan og gagnsæjan hátt. Hægt er að skoða verksmiðjuna fyrir hverja einustu flík á síðunni, en eftir að þú smellir á flík sérðu flipa neðarlega hægra megin sem stendur “Made in – see the factory”. Skoðið vel úr hvaða efni flíkurnar eru ef þið viljið forðast dýraafurðir, en Everlane býr til mikið af flíkum úr silki og ull. Þrátt fyrir það má finna gott úrval af grænkera vænum flíkum á síðunni þeirra.

 

Kotn

Essential cew                                    Fitted turtleneck

Mock neck sweatshirt                            Fitted henley

Kotn er kanadískt fyrirtæki sem framleiðir sanngjarnar gæða vörur úr egypskri bómull. Fyrirtækið verslar beint við fjölskyldurekin bómullarbýli í Egyptalandi og eru efnin í flíkurnar búnar til úr hrárri bómull. Flíkurnar eru framleiddar í ábyrgri verksmiðju í Alexandríu þar sem heimamenn eru ráðnir í starfið fyrir sanngjörn laun. Kotn starfar einnig með hinum ýmsu samstökum sem vilja styðja undir menntun í Egyptalandi, en Kotn aðstoðaði við að reisa nýjan skóla í Nílarós (Nile Delta). Hluti af gróða af seinustu Black Friday sölu fór upp í fjármagn til þess að reisa annan skóla.

 

Alternative apparel

Backstage vintage jersey t-shirt                                             Slouchy eco-jersey pullower

Rayon challis button down shirt                            Long sleeve slinky jersey v-neck t-shirt

Alternative apparel er vörumerki sem fylgir ákveðnum stöðlum hvað sanngirni varðar (Fair labour association guidelines) en flestar verksmiðjurnar þeirra eru með WRAP vottun. Alternative notar náttúrulegar trefjar að mestu en einnig endurunnið polyester. Einnig huga þau að umbúðunum sem flíkurnar ferðast í og passa að þau séu umhverfisvæn.

 

Brass clothing

The high neck shell                The button down blouse

The crossover blouse                              The split neck

Brass trúir á hæga tísku (slow fashion) og framleiðir flíkur sínar í takt við það og þykir þeim mikilvægt að flíkurnar séu fallegar, gæðamiklar og fjölbreyttar.

 

Organic basics

Women‘s organic cotton t-shirt

Organic basics er danskt fyrirtæki sem framleiðir umhverfisvæn og minimalísk undirföt, boli og íþróttaföt. Flíkurnar eru framleiddar úr GOTS vottaðri bómull. Organic basics eru mjög gagnsæ um verksmiðjur sínar og má lesa um þær hér. Aðrar vottarnir sem verksmiðjur þeirra hafa er OKEO-TEX og BSCI (Business Social Compliance Initiative) en Organic basics eru mjög gagnsæ um verksmiðjur sínar og má lesa um þær hér.

Organic basics býður upp á pakka tilboð en það er t.d. hagstæðara að versla sett af topp og nærbuxum saman heldur að setja það í körfuna í sitthvoru lagi. Þetta er ekki ódýr fatnaður en mér þykir hann vel þess virði, sendingarkostnaðurinn er þó nokkuð hár svo ég myndi mæla með að setja saman í sendingu með vinum ef áhugi er fyrir því. Ég notaði einnig afsláttarkóða sem ég fann á blogginu A considered life til þess að fá 15% afslátt, en kóðinn er “aconsideredlifexOB15”.

Amour Vert

Lux turtleneck                            Vie cotton henley

Dana blouse                          Dahlia tencel blouse

Amour Vert býr til fallegar flíkur úr umhverfisvænum efnum svo sem modal og GOTS vottaðri lífrænni bómull en flíkurnar eru framleiddar í bandaríkjunum. Fyrir hvern keyptan Amour Vert bol er einu tréi plantað Norður-Ameríku, en til dagsins í dag hafa fleiri en 220.000 trjám verið plantað fyrir tilstilli vörumerkisins.

 

Free Label

Black morgan tee                                     Black tulip tee

Free Label er kanadískt fyrirtæki sem framleiðir gæðamiklar og þægilegar grunnvörur sem eru umhverfisvænar og sanngjarnar.

 

People Tree

Valentina bouquet top                    Prudence frill shirt

Alice shirt                                          Ishana stripe top

People tree er eitt af mínum uppáhalds sanngjörnu fyrirtækjum en þau framleiða fair trade vottaðar flíkur úr ýmsum umhverfisvænum efnum svo sem lífrænni bómull og Tencel.

 

Beaumont organic

TERRY organic cotton shirt                         SHOBA organic cotton top

BELLE cotton denim top                                            RITA-JO linen top

Beaumont organic framleiðir sanngjarnar flíkur úr umhverfisvænum efnum svo sem GOTS vottaðri lífrænni bómull, bambus og hör. Ég hef séð eitthvað af Beaumont organic flíkum í ORG Reykjavík. Vörumerkið er í samstarfi við tvær verksmiðjur, ein er í Englandi og önnur í Portúgal. Verksmiðjurnar bjóða upp á starf í öruggu umhverfi á sanngjörnum launum.

 

Komodo

EMMA Rayon light green top                                                                THYA top

EMMA Rayon black top                                                                      PEPS sweat

Komodo selur sanngjarnar flíkur úr umhverfisvænum efnum svo sem GOTS vottaðri lífrænni bómull,  bambus, hamp, hör, rayon úr jurtatrefjum, endurunnu gúmmí, tencel og endurunnu plasti. Komodo er einnig meðlimur The Ethical Fashion Forum en það er samtök sem veitir vettvang til þess að ræða hvað betur má fara í tískuiðnaðinum, hvernig má fara að og til að styðja fyrirtæki sem framleiða umhverfisvænar og sanngjarnar flíkur. Hér má lesa um verksmiðjur þeirra og vottanir.

 

Sisterhood

CASSA blouse                            MORGAN blouse

LUCIA blouse                                  NORA blouse

Sisterhood er grænkera vænt vörumerki en allar pakkningar undir flíkurnar eru úr 100% endurunnum efnum og eru endurvinnanleg að nýju. Sisterhood er í nánu samstarfi við litla verksmiðju þar sem passað er upp á öruggt umhverfi, takmörkun á sóun textíls auk þess sem passað er upp á að nota engin eiturefni í framleiðslunni. Starfsmenn fá sanngjörn laun og heimsækir fyrirtækið verksmiðjuna reglulega til þess að fylgjast með starfsaðstæðum þeirra.

 

Kirrin Finch

Monae                                                                     Gray striped mandarin collar shirt

White dress shirt                                                                                   Blue dress shirt

Vörumerkið framleiðir umhverfisvænar flíkur úr náttúrulegum trefjum og er allt framleitt í New York á sanngjarnan hátt. Kirrin Finch gefur einnig til baka til samfélagsins og styrkir hin ýmsu LGBTQ samtök í Bandaríkjunum. Flestar flíkurnar eru í boði upp í stærð 18 en nokkrar flíkur eru í boði upp í stærð 20.

 

Ég vil enda færsluna á því að benda á að skoða alltaf úr hverju flíkin er, hvort sem þið eruð að forðast dýraafurðir, plast eða annað. Einnig vil ég benda á að ef þið verslið ykkur flíkur úr t.d. endurunnu plasti eða polyester þá mæli ég með að þvo flíkurnar í GUPPYFRIEND poka eða með Coral ball í vélinni til þess að draga úr því magni af örplasti sem losnar í skólpið okkar.

Ég vona að þið hafið haft gaman af og færslan gefið ykkur hugmyndir af vörumerkjum sem hægt er að nýta sér við tækifæri!

Þar til næst.

 

 

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments