Samverubox

Samverubox

Núna um jólin gaf ég Tryggva meðal annars samverubox í jólagjöf. Hugmyndina fékk ég frá vinkonu minni (takk Sólveig, þú ert best!) en mér fannst þetta bara of sniðugt. Síðan að Hulda María fæddist höfum við Tryggvi ekki fengið neitt allt of mikinn tíma saman bara tvö. Bæði er Hulda María alveg einstaklega foreldraháð og Tryggvi hefur verið að vinna í burtu síðan í september. Þess vegna fannst mér þetta tilvalið!

Það sem ég notaði;
– Box (pantað af ali express hér)
– 13 umslög
– Krítarlímmiðar (pantaðir af aliexpress hér en fást líka á twins.is hér – þeir eru uppseldir hjá twins.is í augnablikinu en hægt er að forpanta á uppgefinni slóð og ný sending kemur 15. jan)
– Krítarpennar (pantaðir af aliexpress hér)

Ég skrifaði niður 12 hluti sem við getum gert saman niður á 12 miða sem passa í umslögin. Í umslögunum eru allt frá litlum hlutum sem við gerum heima við og yfir í stærri hluti þar sem við þurfum að fara eitthvað (Sorry Tryggvi, þú færð ekkert hint um hvað stendur í umslögunum). Ég merkti svo 12 af umslögunum með viðeigandi mánuðum og á 13 umslagið skrifaði ég “Opnaðu mig” en það átti hann að opna strax á aðfangadagskvöld því í því umslagi útskýrði ég hvernig þetta virkaði og svo auðvitað krúttleg skilaboð til hans því við erum ofboðslega væmin og sæt.

Svo tók ég öll umslögin og setti ofan í box og límdi boxið aftur með krítarlímmiða.

Ég er ótrúlega spennt fyrir því að sjá hann opna umslögin og inní umslögunum leynast nokkrir óvæntir hlutir fyrir hann sem ég er hand viss um að eiga eftir að gleðja.

Þangað til næst!

ingibjorg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: