Sambúðin – umhverfisvæn verslun

Sambúðin – umhverfisvæn verslun
Færslan er unnin í samstarfi við Sambúðina

Ég kíkti í nýju umhverfisvænu verslunina, Sambúðina, stuttu fyrir jól þar sem ég skoðaði úrvalið hjá þeim og smellti nokkrum myndum. Sambúðin er samstarfsverslun fjögurra fyrirtækja: Modibodi, Hrísla, Mena og Lauuf. Fyrirtækin höfðu komið reglulega saman upp umhverfisvænum mörkuðum og var á endanum ákveðið að skella í sameiginlegt verslunarsvæði, sem er að mínu mati frábær hugmynd.

Ég er verulega hrifin af því að geta skoðað vörur í persónu, en verslunin er einstaklega fallega uppsett og margt að finna þar sem gleður augað en hún er staðsett í Sundaborg 1, á 2.hæð.

Ég fagna ávalt aukinni flóru umhverfisvænra fyrirtækja og vörumerkja og er yndislegt að sjá hvað aðgengi slíkra vara hefur aukist á Íslandi. Ég mæli með að skoða úrvalið hjá Sambúðinni sem er gífurlega fjölbreytt, og leyfi ég hér með myndunum að tala.

Á myndinni má meðal annars sjá umhverfisvænar og áfyllanlegar förðunarvörur frá Zao make-up, ýmis sápustykki og umhverfisvæn þvottaefni eins og sápuskeljar.

Hægt er að versla ýmsar hreinlætisvörur í eigin ílát eftir vigt.

Allar vörurnar frá Zao make-up eru vegan, náttúrulegar og cruelty free. Hér má lesa nánar um vörumerkið.

Fjölnota blæðingarbuxurnar frá Modibodi eru ótrúlega þægilegar, en hér fjalla ég um þær í færslu minni um umhverfisvænni blæðingar.

Verslunin selur einnig fjölnota tíðarbikara en ég hef mjög góða reynslu af Lily cup compact bikarnum, það besti tíðarbikar sem ég hef prófað.

Intimina grindarbotnskúlur og grindarbotnstæki

Klifurþríhyrningar eða Pikler hafa hlotið vaxandi vinsældir en þetta þroskaleikfang nýtist allt frá því að börn fara að grípa, skríða og reyna að hífa sig upp, og lengi fram eftir aldri sem klifurgrind, rennibraut (hana þarf að kaupa aukalega), til þess að byggja virki og margt fleira. Hrísla er með gott úrval af svokölluðum “opnum” leikföngum þar sem tilgangur þeirra er ekki eitt eða fá fyrirfram ákveðin hlutverk, og byggist nýtni þeirra mikið á ímyndunarafli barna. Triclimb Klifurþríhyrningurinn er öryggisprófaður og þolir allt að 100kg sem að mér finnst persónulega mjög gott að vita af.

Ég vissi um leið og ég varð ólétt að ég myndi vilja fjárfesta í svona þríhyrning, og ætla ég að miða við að versla svona þegar dóttir mín er um 6 mánaða.

Sambúðin er með svo ótrúlega bjart, opið og fallegt rými, það er endalaust hægt að dunda sér við að skoða úrvalið.

Ég var mjög skotin í þessum fallegu töskum frá vörumerkinu Monk&Anna, en þær eru úr grænkeravænu leðri og hörefni.

Fleiri leikföng frá Hríslu. Mér finnst nag- og baðleikföngin til hægri sérstaklega skemmtileg, en þau eru úr náttúrulegu gúmmíi.

Ég keypti svona avocado handa dóttur minni þegar ég var komin um 4 mánuði á leið, mér fannst það hreinlega of sætt.

Grænkeravænt kerti með ilmkjarnaolíum

Í efstu hillunni má sjá bleika tösku frá Monk&Anna sem mér fannst verulega falleg, þessi litur var í uppáhaldi hjá mér.

Blómapottarnir eru handmálaðir leirpottar frá stúdíóinu Group Partner sem staðsett er í Brooklyn.

Önnur mynd af fallegu bleiku töskunni, en bakpokinn við hliðina er einnig grænkera vænn

Meira var það ekki að sinni, en ég hvet ykkur eindregið til að kíkja í Sambúðina, ég verð klárlega reglulegur gestur þar.

 

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments

Share: