Samband mitt við mat og hvernig FLEXIBLE FITNESS bjargaði því

Ég hef lengi átt í mjög undarlegu samband við mat, eða bara frá því að ég man eftir mér eiginlega. Það var alltaf bara svona, “meh”. Vissi að ég þyrfti að borða til að lifa af en fannst það svo tilgangslaust og asnalegt (álíka jafn asnalegt og þessi hugsun er í raun og veru) og eiginlega bara tímaþjófur, ég reyndi ef ég mögulega gat að komast hjá því sem þróaðist útí ákveðna þráhyggju sem kom alltaf í svona bylgjum. Einn daginn var ég ótrúlega ánægð með sjálfan mig og borðaði á mig gat og fannst ekkert að því en þann næsta notaði ég hverja afsökun sem ég gat til að komast hjá því að borða, og sagði mér alltaf að ég væri bara “að gá hvað ég gæti drukkið marga kaffibolla án þess að borða”. Var of upptekin, þurfti að gera þetta og hitt .. basicly einstaklega óheilbrigt og alls ekki gott fyrir líkamann minn, tengdi ekkert þá að þetta gæti verið einshverskonar átröskun þrátt fyrir margar ábendingar – ég hreinlega hafði annað að gera en borða! Ég hef alltaf verið grönn, en mis grönn. Tölur skipta ekki máli per say í þessu tilfelli, frekar heilbrigði og þeir sem þekkja mig vita að á tímabilum hef ég verið korter í að þurfa næringu í æð eða innlögn inná geðdeild – bókstaflega. En aldrei var neitt að, ég bara nennti ekki að borða eða hafði ekki tíma. Ég var ekki ein af þessum stelpum með átröskun. Neibb. Þær voru allar miklu grennri en ég og voru helteknar af því að borða ekki eða borða og æla því svo, hvorugt átti við um mig, ég sagði sjálfri mér aldrei að ég væri eitthvað feit – bara að ég hefði betri hluti að gera en borða og ég hreinlega vissi ekki að átröskun væri ekki bara svart og hvítt, svona annað hvort væriru með hana svona eða ekki. En núna veit ég, hún er svo miklu meira.

16114314_10155013098734885_1598496783257125839_n

Hægt og rólega fór ég að taka eftir því alminnilega hvaða áhrif þetta hafði á líkamann minn, hárið á mér fór að þynnast meira og meira (en ég sagði að það væri bara því ég aflitaði það svo mikið), neglurnar voru það linar að ég gat beygt þær (það faldi ég með gervinöglum) , það var vont að standa of lengi svo ég tala nú ekki um að sitja á hörðum flötum eða svo mikið sem reyna að halda á börnunum mínum bæði vegna þreytu og þrekleysis. Ég var orðin veikburða og mér leið alltaf ömurlega því andlega hliðin fylgir líkamlegu hliðinni svo miklu meira en ég átti nokkurn tímann von á og það kom að því að ég náði botninum. Ég var sett á lyf sem ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið og fann andlegu hliðina hægt og rólega rísa upp, ég er líka það heppin að ég er með frábært stuðningsnet í kringum mig og sama hvað eru þau alltaf til staðar til að hjálpa mér. En, þrátt fyrir að vera komin á lyf fann ég samt að líkamlega hliðin skánaði ekkert, ég borðaði vissulega eitthvað og sagði sjálfri mér að þetta væri alveg nóg en samt laumaðist þetta alltaf að “fáðu þér frekar kaffibolla, það er svo tímafrekt að borða” “þú hefur annað að gera, borðaðu bara í kvöld”. Svona hélt þetta áfram í einhvern tíma – of langann tíma.

25086692_10156032426059885_21296328_o

Þangað til að ég sá þessa færslu sem Elísabet birti, þá small eitthvað í hausnum á mér og ég ákvað að slá til og byrja í fjarþjálfun, ég hef áður reynt það en aldrei gengið – líklega vegna þess að ég var ekki tilbúin að sjá hvar vandinn lá. Hjá mér. En þær Andrea og Sandra hjá Flexible Fitness hafa hjálpað mér svo ólýsanlega mikið og ég verð þeim ævinlega þakklát. Ekki bara gerðu þær prógram sem hentaði mér 110% alveg frá byrjun heldur tóku þær líka tillit til þess að ég var ekki tilbúin til að breyta mataræðinu strax, ég vildi taka þetta í pörtum og gera þetta alveg á mínum hraða. Þær settu upp næringarprógram fyrir mig svo ég veit hvernig ég á að skipta mataræðinu og mér hefði aldrei dottið í hug hvað það skiptir miklu máli að það sé jafnvægi í öllu. Jújú ég vissi það alveg þannig, ég hugsa alveg rökrétt. En í svo mörg ár pældi ég ekkert í þessu, ég hef verið þekkt fyrir ömurlega mataræðið mitt og meiraðsegja í vertíð 2011 var ég þekkt fyrir það að borða bara Curly Wurly súkkulaði og drekka Red Bull og kaffi, ég var poster child fyrir heilbrigði, eða meira svona “what not to do”.

22141054_816172865228040_7387394515988099013_n

Núna 7 vikum eftir að ég byrjaði í fjarþjálfun er þetta allt annað! Ég fer í ræktina alltaf þegar ég fæ tækifæri til sem er auðvitað misoft eftir vikum en ég reyni að fara alltaf allavegana smá, ekki því ég ÞARF þess heldur því mér finnst það bara ótrúlega gaman og nota svo myfitnesspal til að fylgjast með því hvað ég borða. Ég passa mig samt að horfa ekki allt of mikið á kaloríurnar, heldur meira hvað ég er að borða og hvesu næringarírkt það er – það er erfitt en það er allt að koma. Það er líka svo notarlegt að hafa stuðninginn og aðhaldið sem Andrea og Sandra veita en þær eru alltaf tilbúnar með pepp, ráð eða bara spjall ef maður þarf eitthvað. Ég er orkumeiri og ánægðari, ég skal alveg viðurkenna það að ég er drulluþreytt þegar ég kem heim á kvöldin og það tekur mig um það bil 0.2sek að sofna eftir að ég leggst niður en þetta er svo þess virði. Ég sé mun á líkamanum mínum líka sem er bara plús, ég er sterkari og ég get hlaupið lengra, eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug. Suma daga sé ég jafnvel móta fyrir vöðvum, sem ég sagði alltaf að ég vildi aldrei – “oj vöðvar, ég vill ekki vöðva”. Hæ ég heiti Ingibjörg og ég var að ljúga því ég hélt að þetta væri eitthvað sem ég gæti ekki og myndi aldrei geta.

24992908_10156032427794885_954829336_o

Look at me now.
Og já, þetta er litli bróðir minn með mér á þessum myndum – hann gæti étið mig í millimál. En hann er búinn að kenna mér ýmislegt og ég er ótrúlega glöð að hafa hann með mér í ræktinni!
Þangað til næst

Ingibjörg.jpg

Ps. Flexible Fitness er hægt að finna á eftirfarandi samfélagsmiðlum;
Facebook – Flexible Fitness
I
nstagram – ffthjalfun
Snapchat – ffthjalfun

 

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: