Rugguhestur frá Curtisson kids

Höfundur fékk vöruna að gjöf frá Curtisson kids

Við erum að taka herbergið hennar Huldu Maríu hægt og rólega í gegn, við eigum eftir að gera alla stærstu hlutina reyndar, en rúmið hennar er komið þangað inn og hálfnað verk þá hafið er og allt það!

Ég er búin að vera að horfa í kringum mig eftir fallegu dóti inní herbergið hennar núna undanfarið og lýst lang best á svona viðarleikföng, leikföng sem eiga eftir að nýtast vel, endast og ég get geymt fyrir barnabörnin mín. Notagildi notagildi notagildi.

Curtisson kids er íslensk verslun sem selur hágæða viðarleikföng og húsgögn fyrir börn. Þau eru einnig styrktaraðilar Unicef á Íslandi, Mæðrastyrksnefndar og Umhyggju – Félag langveikra barna.

Nú fyrr á árinu fékk Hulda María þennann voffa í bandi í afmæligjöf frá góðri vinkonu okkar, en hann var keyptur hjá Curtisson Kids. Hann heitir Bóbó og Hulda elskar að draga hann á eftir sér. Þau hjá Curtisson Kids voru svo yndisleg að leyfa okkur að velja okkur 1 leikfang inní herbergið hennar Huldu og ákváðum við að velja þennann rugguhest frá Pintoy en hann mun held ég taka sig ótrúlega vel út inni hjá henni.

Processed with VSCO with preset

Hún er búin að eiga hestinn í alveg heila 3 daga en er nú þegar held ég búin að leika sér meira að honum en að öllu öðru dóti sem hún á. Við ákváðum að festa öryggishöldurin á til að byrja með, bara svona rétt á meðan hún væri að venjast og læra á hestinn, en þau má svo taka af með því að skrúfa úr 4 skrúfur. Ótrúlega einfalt!

Og já, auðvitað það fyrsta sem hún gerði var að standa upp á hestinum – það má alltaf prófa er það ekki?

Processed with VSCO with preset

Processed with VSCO with preset

Processed with VSCO with preset

Þangað til næst!

Ingibjörg.jpg

E.s – Samfestingurinn hennar er úr Iglo+Indi og hárliturinn hennar er Arctic Fox litanæring frá Deisymakeup.is í litnum Virgin Pink.

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: