Rokk & Rómantík wishlist og AFSLÁTTARKÓÐI!

Rokk & Rómantík wishlist og AFSLÁTTARKÓÐI!

Þessi færsla er ekki kostuð en hún er unnin í samstarfi við Rokk & Rómantík.

Ég fékk langþráð mömmufrí núna í vikunni, skellti mér suður að hitta Bylgjuna mína og við fórum saman á Jessie J tónleikana í Laugardalshöll (10/10 mæli með þetta var geggjað!) EN það sem meira er að ég komst LOKSINS í Rokk og Rómantík! Þið skiljið ekki hvað ég er búin að vera spennt, spenningurinn var meiraðsegja meiri en 2006 þegar ég komst fyrst í Mótor í kringlunni til að kaupa mér svartar/hvítar röndóttar grifflur og svart pífupils.

Rokk og Rómantík er systurbúð Kjólar og Konfekt á Laugarveginum en þetta er strax orðin ein uppáhalds búðin mín í Reykjavík, Þau tóku inn til dæmis merki eins og Killstar sem eitt og sér nægir til að lokka mig að þar sem ég er lengi búin að fylgjast með því merki. Þau eru með ótrúlegt úrval af body chains, grímum, fylgihlutum og fötum sem eiga það allt sameiginlegt að vera með svona goth yfirbragði. Einnig opnuðu þau nýverið vefverslunina Goth.is svo landsbyggðartúttur eins og sú sem þetta skrifar geti eytt öllum sínum launum á 0.1! Hún elsku Anna sem á Rokk og Rómantík var líka svo yndisleg að gefa mér afsláttarkóða sem gildir á goth.is en sláðu bara inn “oskubuska” og þú færð 15% afslátt!

Ég auðvitað tók svo nokkrar myndir af flíkum og fylgihlutum sem eru á óskalistanum mínum (svona þar sem afmælismánuðurinn minn nálgast óðfluga hint hint allir gefa mér dót úr þessari búð).

Sko þessir skór eru efstir á óskalistanum – ásamt öllum hinum. Ég á 1 par frá Killstar sem ég gjörsamlega dýýýýýýrka.

Fullkomið fyrir kossa í rigningunni. Just sayin’

Þetta demin vesti er /to die for/ ég á ekki til eitt einasta orð.

Good lord þessi steampunk gleraugu, myndi nota þau við allt – nema kannski vinnufötin. Og þó ..

Killstar gaf út fatalínu í samstarfi við Marilyn Manson en ég hef elskað hann síðan ég var unglingur. Þau í Rokk og Rómantík eru líka með fleiri Killstar x Manson vörur eins og handklæði og sokka. Sama hvað ég á mikið af fötum þá er aldrei of mikið af Manson tengdum hlutum. Ég man þegar ég fékk fyrsta Manson diskinn minn í jólagjöf frá frænda mínum foreldrum mínum til mikillar gleði, svo árið 2015 fékk ég að upplifa það að fara á tónleika með honum og ég grenjaði – í gegnum allt showið. Worth it.

Þessi taska talaði bara til mín, ég sver. “Ingibjöööörg, keyptu miiiiig ég mun klæða þig svo veeeel”

Og svo eru það grímurnar… þvílíkt úrval af gullfallegum grímum. Mig langar ótrúlega mikið að gera look við þær – held það yrði sjúklega töff. Fullkomið fyrir þema partý, halloween eða bara sunnudagsbrunchinn er það ekki?

Ég vona að allir geri sér ferð niður í Rokk og Rómantík en þar tekur á móti manni ótrúlega yndislegt starfsfólk sem vill allt fyrir mann gera. Skemmir ekki fyrir að þær eru allar drop dead gorgeous! Eða ef þú hefur ekki tækifæri til að kíkja á þær þá endilega farið inná www.goth.is og munið afsláttarkóðann “oskubuska” fyrir 15% afslátt!

Þið finnið Rokk og Rómantík hér á facebook og hér á instagram en þær eru rosalega duglegar að pósta þar inn.
Þangað til næst!

Og því það vantar mynd af mér í þessa færslu, hér er mynd þar sem ég er í samfellu úr Rokk og Rómantík en á henni stendur “Fuck what they think” sem er basicly lífsmottóið mitt og það er svo pentagram á bakinu, ég elska hana og ég fer varla úr henni nema rétt til að setja hana í þvottavél.

 

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: