ROKK OG RÓMANTÍK ÓSKALISTI

ROKK OG RÓMANTÍK ÓSKALISTI

Þetta blogg er ekki styrkt af eða í samstarfi við Rokk og Rómantík að neinu leiti.
Ég elska bara vörurnar sem þau eru með oog sem alternative manneskja á Íslandi þá er alveg temmilega erfitt að finna búðir sem eru með föt sem henta fatastílnum mínum svo þær fáu sem eru hérna og ég þarf ekki að panta erlendis frá og bíða endalaust lengi fá alveg mad props frá mér og alla mína (Tryggva) peninga.*sagt á innsoginu*. 

Og já ég veit uppá mig skömmina þar er hræðilega langt síðan síðasta blogg var og ég lofa að fara að bæta mig í þessu. Skammdegið er alltaf erfitt (okey þetta ár er bara búið að vera erfitt) en það birtir alltaf til í kringum jólin. Við erum búin að setja upp megnið af jólaskrautinu og jólatréð en það verður ekki skreytt fyrr en Tryggvi kemur heim af sjó í kringum 20 des. Þangað til fær risa stóra (nei sko, 2.10 á hæð) fallega hvíta jólatréð bara að standa autt í stofunni, það er alveg fallegt þannig líka. En ég er komin í furðulega mikinn jólagír, jólafötin eru öll komin og sjúklega sæt, ég er að fara að græja jólakortin – við ætlum svo að baka um helgina og þetta er allt gert í rólegheitunum. Enginn að stressa sig!

Í fyrra gerði ég svipaðann óskalista og hann virtist hafa gert gagn svo ég ætla að gera annann! Fyrir áhugasama þá finnast allar þessar vörur á heimasíðu Rokk og Rómantík hér og ég mæli með að fólk skoði bæði síðuna hjá þeim sem og systurbúðinni þeirra Kjólar og konfekt.

Diskur – 2490.-

Diskur 3990.-

Bolli og undirskál 3990.-

Kerti 2990.-

Motta 4790.-

Bakpoki 7990.-

Rúllukragakjóll 6990.-

Og svo er svo margt margt meira eins og þessi kjóll, þessir skór, og allt skartið sem þau eru með! Ég er nú þegar búin að kaupa jólakúlur og leggings frá þeim en er núna komin í sjálfskipað eyðslubindindi fram yfir áramót (er að svitna á enninu bara að hugsa um það).

Þangað til næst. Það verður ekki of langt þangað til.


Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *