Reflex kerra frá Silver Cross.

Reflex kerra frá Silver Cross.
Færslan er ekki kostuð og keypti höfundur sér vöruna sjálfur en færslan er unnin í samstarfi við Silver Cross á Íslandi.

Fyrir stuttu ákvað ég að splæsa í nýja kerru,  mér vantaði svo kerru til að skjótast með hingað og þangað og sem væri þægilegt að brjóta saman í litla bílinn minn. Ég var búin að skoða allskonar kerrur, svo sá ég að Rakel sem er einnig bloggari á Öskubusku hafi keypt sér Reflex kerruna frá Silver Cross.  Ég hef alltaf heillast af öllu frá Silver Cross og finnst allt hjá þeim svo ótrúlega flott – vagnarnir, bílstólarnir og kerrurnar.

 

Ég spurði Rakel um kerruna og hún hafði ekkert nema gott um hana að segja. Þannig ég ákvað að senda Silver Cross póst og spurja um Reflex, hún segir við mig að það sé koma ný gerð af þessum kerrum þannig ég ákvað að bíða eftir þeirri sendingu. Þegar hún sendi á mig að þær voru komnar þá var það að fara sannfæra karlinn að við þyrftum virkilega á þessari kerru að halda, ég var búin að vera troða Emmaljunga kerrunni í Yarisinn sem var svosem ekkert mál en auðvitað vantaði mér litla og netta kerru haha. Eggert samþykkti og hoppaði ég hæð mína af ánægju (hversu glaður getur maður verið yfir einni kerru haha). Ég fór strax í búðina Dóttir&Son sem er í Mörkinni 6 og skoðaði kerruna. Ég heillaðist strax af henni og þessi kerra varð að verða mín. Ég fékk líka ótrúlega góða þjónustu og sýndi hún mér alla kerruna bak og fyrir og nákvamlega hvernig hún væri og það fékk mig ennþá meira til að vilja hana.

 

Reflex er hönnuð með einstökum bakstuðning og kemur í veg fyrir að barnið liggi á grind kerrunar, hún er fullkomin ferðakerra og leggst vel saman með einu handtaki. Hægt er að stækka skerminn aukalega til að vernda barnið fyrir slæmu veðri eða sól, í skerminum er UPF 50+ sólavörn sem er algjör snilld í sólarlandaferðinna.  Hægt er að fá nokkra liti af kerrunni og valdi ég vintage rauðan og sé svo aldeilis ekki eftir því vali,  liturinn er mjög klassískur og flottur.  Það sem fylgir kerrunni er regnplast, bílstólafestingar og ungbarnainnlegg (fyrir næsta barn), innkaupakarfa og öryggisstöng. Í kerrunni eru bólstruð sæti, beltispúðar og 5 punkta belti. Kerran dugar upp í 25 kg

Hér er hægt að skoða kerruna betur.

dsc_0581

dsc_0591

Ég fékk mér líka þennan æðislega kerrupoka sem er einnig frá Silver Cross.

Núna er ég búin að eiga hana í smá tíma og ég er strax farin að elska hana og Viktor Óli líka. Honum finnst ekkert smá gott að sitja í henni og biður oftast um að fara uppí hana og hann gerir það aldrei, vill oftast labba allt. En allir göngutúrar sem við höfum verið að fara uppá síðkastið situr hann alveg kjurr og horfir í kringum sig.  Hún rennur líka svo rosalega vel á bæði malbiki og malarvegi. Það eru ekki plastdekk á henni, það var það fyrsta sem ég skoðaði á henni. Því ég þoli ekki plast dekk og hljóðin í þeim haha. En þetta er eins og gúmmí en samt ekki, veit ekki alveg hvað þetta heitir. Það sem heillaði mig líka mest hversu vel er hægt að leggja hana niður, Viktor Óli sefur oftast í kerru og er hún fullkominn í göngutúra og ef hann verður þreyttur þá er hægt að leggja hana alveg niður og hann liggur ekki skakkur í kerrunni. 

Við löbbuðum um Elliðarvatn í gær og það eru malavegir þar og auðvitað komst hún það auðveldlega. Ég get eiginlega ekki beðið eftir að taka hana með mér erlendis og bara hafa hana með mér allt. Hún leggst mjög vel saman og smellpassar í bílinn minn.  Ég mæli með að allir skoða þessa glæsikerru , ég allavega get ekki mælt á móti henni.

 

Ég vill líka benda ykkur á að Silver Cross á Íslandi eru núna með kerrudaga og er 20% afsláttur af öllum kerrum og aukahlutum út september. Ég myndi klárlega nýta mér þetta tilboð , ef þig vantar kerru fyrir barnið þitt, þá fallega og góða kerru þá myndi ég ekki láta þetta framhjá þér fara.

Þið getið séð úrvalið hér.

97628971cfdc258ee4053ce217573aa4

dsc_0610

dsc_0629

Viktor Óli alsæll með nýju kerruna sína og nýtur þess í botn að sitja í henni <3

 

hildur

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: